Tumgik
#Ábreiða
konuritonlist · 6 years
Photo
Tumblr media
Whitney Houston var fædd þann 9. ágúst 1963 í Newark, New Jersey. Hún gaf út sína fyrstu plötu, Whitney Houston(1985), þegar hún var 22 ára og fóru af henni þrjú lög í sæti vinsældarlista í Bandaríkjunum. Whitney atti fjóra fleiri smelli á fyrsta sæti vinsældarlistanna og vann Houston fyrstu Grammy verðlaunin sín með plötunni Whitney. Plöturnar I'm Your Baby Tonight(1990), My Love Is Your Love (1998) og Waiting to Exhale (1995) unnu einnig til Grammy verlauna en Waiting to Exhale var unnin með söngvaranum Bobby Brown sem var þáverandi eiginmaður hennar.
Eftir My Baby Tonight fór hún að einbeita sér meira að leiklistinni en fyrsta kvikmynd hennar The Bodyguard náði miklum vinsældum og þá einkum taka hennar á laginu I Will Always Love You sem var upprunalega í flutningi Dolly Parton. Lag það er nú eitt frægasta dægurlag sögunnar og er ábreiða hennar án efa vinsælasta útgáfan.
Ferill hennar stoppaði um hríð sökum eiturlyfjaneyslu en hún gerði að lokum endurkomu árið 2009 með plötunni I Look to You og einnig sem meðlimur í kvikmyndindinni Sparkle. Houston dó í baðinu á hótelherbergi sínu þann 11. febrúar 2012.
0 notes
Photo
Tumblr media
Vifta, fjarstýring, jólasveinahúfa, söfnunarbaukur, ábreiða, dvd-spilari, hjólbarðar, íþróttaskór, hleðslutæki, derhúfa, Andrésblað, vasaljós, kertastjaki, glasamotta, lampi.
0 notes
undri72 · 4 years
Photo
Tumblr media
Mjallhvít ábreiða var lögð yfir hreindýralandið í gær og spámenn veðurguðanna gera ráð fyrir frosti alla daga fram í næstu viku. Austurland er því orðið vetrarríki og við héraðsstubbarnir búnir að fá áminningu um að jólin eru rétt handan við hornið. Ég kvaddi börnin mín fjögur í morgun, öll dúðuð og spennt fyrir ævintýrum dagsins. Það verður örugglega hlegið í sleðabrekkunni í Flataselinu eftir skóla og eflaust mun Aldan mín hafa eitthvað gott með heitu súkkulaði fyrir þau sem hafa köldustu kinnarnar. Ævintýrin halda áfram. https://www.instagram.com/p/B39GJt9gdTB/?igshid=br2nw1jzvhkt
0 notes