3janyrad-blog
3janyrad-blog
Þriðja Nýrað
15 posts
Portfolio fyrir verkefnið Þriðja nýrað 2019. Guðný Margrét og Ragna Sól standa fyrir því.
Don't wanna be here? Send us removal request.
3janyrad-blog · 6 years ago
Photo
Tumblr media Tumblr media
hugmyndavinna fyrir komandi verk :)
myndlýsing:  tvær myndir af blaðsíðum í skissubók, með gg´rofum skissum og orðum skrifuð með rauðum trélit. idea process for upcoming pieces :)
image description: two photos of pages in a sketchbook. Rough sketching and words drawn with a red colored pencil.
0 notes
3janyrad-blog · 6 years ago
Photo
Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media
Samvinnuverk úr  MÍR. Við veltum fyrir okkur áráttu mannkynsins á því að stjórna öllu í kringum sig, með hvaða aðferðum sem er. Verkið vísar til umhverfisspillingar og pólítískrar spillingar. Við fundum nokkur skilti sem virtust ekki vera í notkun og nýttum okkur þau. Fólk tekur eftir skiltum almennt.  Við skrifuðum texta og þýddum hann yfir á íslensku. Textinn er yfirlýsing um spillingu mannsins. Við notuðum waterbased túss, svo að náttúran gæti þurrkað hann út. Við tókum líka skilti sem stóð á “aðgangur bannaður” og tiltum því fyrir framan . Eitt skiltið sneri að sjónum en það var skilti sem varaði við öryggismyndavélum. Verkið var staðsett á grjóti fyrir framan gangstétt við sjóinn. Mér finnst konseptið mjög spennandi og ég sé fyrir mér að vinna  meira með það. Textinn á skiltunum er svona: Getur mannfólkið stjórnað öllu? Þau geta breytt jörðinni að vild til að hagnast sér, notað jörðina eins og þeim þóknast, og ráðskast með heiminn í kringum sig. Þau gera alls konar hluti til þess að drottna yfir öllu, og ná fram því sem þau telja mikilfenglegt, til þess að seðja egóið sitt. Þau hata að hafa ekki fullkomna stjórn á dýrum, öðru fólki og náttúru heimsins. Þau nota vísindi og tækni, trúarbrögð og menntun og hvaðeina sem þeim dettur í hug, til þess að leiða heiminn í átt að því sem þau telja að hann ætti að vera.
Collaboration piece from Reykjavík school of Visual arts. We thought about humans’ obsession on controlling everything around us. The piece points to both environmental and political corruption. We found abandoned traffic signs and used them, because people tend to notice signs. We wrote a text and translated it to be in icelandic and english, and it is a statement about human corruption. We used water-based markers so nature could erase the text.We also used a “No trespassing” sign and placed it in the front. A video camera sign is placed on a rock facing the ocean. The piece was placed on the rocks next to the sidewalk by the ocean. The text on the signs goes: 
Can Humans control everything in life? They change the earth to suit them, use the earth however they please, and manipulate the world around them.  They do all kinds of things to control whatever they can, and achieve whatever they think is greatness, to satisfy their egos.  They hate not being able to control animals, other people, and natural stuff of the world.  They use science and technology, religion and education, and whatever else they creatively come up with, to try to guide the world into being what they think it ought to be -Ragna (in collaboration with Kamile)
0 notes
3janyrad-blog · 7 years ago
Quote
sólin sökk undir þunga djúpsævisins en tindarnir risu hærra en það og öskruðu á mánann komdu aftur við kunnum ekki að vera til án þyngdarafls þín en máninn var löngu farinn og eftir var ekkert nema haf af plasti og ósögðum orðum og mig langaði samt bara að öskra á þig frekar en nokkuð annað en sjórinn tók mig eins og hann tók alla hina og drukknun var sameiginleg upplifun okkar allra en munum samt : plastpokinn sem þú keyptir í bónus áðan mun lifa okkur af.
guðný
0 notes
3janyrad-blog · 7 years ago
Quote
Ljóðin hennar lyktuðu eins og appelsínur og mig langaði að kyssa þau af vörum hennar
guðný
0 notes
3janyrad-blog · 7 years ago
Quote
Það er skrýtið að vera ástfanginn þegar það er bara kveikt á sólinni í nokkra klukkutíma á dag og lélega náttljósið sem þú keyptir í IKEA er alltaf batteríslaust ég þekki ekki lengur ásjónu þína en rýmið sem þú fyllir í myrkrinu væri samt einmannalegt án þín
Guðný
0 notes
3janyrad-blog · 7 years ago
Photo
Tumblr media Tumblr media
Skissur, 2018
textaskýring:
Tvær skissur af andlitum með texta yfir. Á fyrra andlitinu stendur “Já halló?” og á seinna stendur “Ó nei fokk” á hvolfi. image description:
Two doodles of faces with overlaying text. On the first face is the text “Yes hello?” and on the other one “Oh no fuck” upside down.
- Guðný
0 notes
3janyrad-blog · 7 years ago
Photo
Tumblr media Tumblr media
Skissur 2018
TEXTASKÝRING: Tvær skissur af andlitum með textum. Yfir einu andlitinu stendur “Æji” og yfir hinu “Jæja”. IMAGE DESCRIPTION:
Doodles of two faces with text. On one face is the sentance “Oh no” and on the other one “Oh well”.
0 notes
3janyrad-blog · 7 years ago
Quote
Óður til vinkvenna Þið sem skríðið uppúr fjandsamlegri jörðinni Og eruð aldrei nógu góðar fyrir hana En þið eruð fullkomnar á ykkar eigin hátt Þið heilladísir Sem haldið hárinu á hvorri annarri þegar þið ælið eftir hafið drukkið of mikið Og sprangið út af klósettum á skemmtistöðum Þú ert svo sæt í kvöld, svo falleg Og ef einhver perrakall kemur þá eruð þið mættar Og eruð kærustupar þrátt fyrir að önnur hvor Eða báðar séuð rosalega gagnkynhneigðar Þið undursamlegu gyðjur Sem leynast á hverju horni og koma í öllum stærðum og gerðum Og eruð tilbúnar að deyja fyrir hvora aðra Tilbúnar að hlæja með hvorri annarri Tilbúnar að hífa hvora aðra upp Tilbúnar að taka yfir ykkar brot af heiminum
Ragna
0 notes
3janyrad-blog · 7 years ago
Photo
Tumblr media
Verkefni gert út frá laginu Blinking Pigs með Little Dragon. Collage. 2018. https://www.youtube.com/watch?v=sBno_Eujf1g
myndskýring: Svarthvítt klippimyndaverk, sem minnir á þrjú augu staflað á hvort annað, og hvítir geislar koma frá miðjuauganu og minnir á sólargeisla. image description: Black and white collage, that resembles three eyes stacked on each other. The middle eye has white rays coming out of it and resembles sunrays. -Ragna
0 notes
3janyrad-blog · 7 years ago
Quote
Heimurinn minn er appelsínugulur sunnudagur og þú ert að öskra á mig Ég elska hljóðið sem nýrun þín gefa frá þér þegar þú ert reiður Ég hata ljóð um fólk sem er hamingjusamt Ég veit að það eina sem við gerum er að rífast um brauðrist vs ristavél en mér finnst samt að við ættum að kaupa íbúð saman talk “fjárhagslegt öryggi” to me baby ég er fljúgandi bleikur fíll og þú ert skríðandi moldvarpa en ég elska þig samt æi
“ást á 21. öldinni” (Guðný)
0 notes
3janyrad-blog · 7 years ago
Photo
Tumblr media
Skissubókaropna. 2018. Pælingar um kapítalisma og nútímasamfélag.
TEXTASKÝRING: Teikning af tveimur hrópandi einstaklingum með skalla til vinstri. Annar er með blóðnasir. Undir þeim standa orðin EFNISHYGGJA, KAPITALISMI, OFNEYSLA og FJÖLDAFRAMLEIÐSLA í bleikum hástöfum. Til hægri er mynd af fugli á grein, með appelsínugula blöðru í bandi úr gogginum. Frá honum kemur talblaðra sem stendur: Til hamingju með að vera kúkur. Undir öllu þessu er teikning af langri röð af þéttbyggðum húsum. IMAGE DESCRIPTION: A drawing of two yelling people with bald heads to the left. One has a bloody nose. Beneath them are the following words: Materialism, Capitalism, Overconsumption and Mass production in pink capital letters. To the right is a drawing of a bird on a branch, with an orange balloon on a string from its beak. A speech bubble says: Congratulations on being a piece of shit. Beneath all of this is a drawing of a long chain of identical houses. -Ragna
0 notes
3janyrad-blog · 7 years ago
Quote
ó hvað þú ert sætur þegar að þú talar bara yfir mig það kveikir svo mikið í mér að líða eins og ég sé hálfviti það eina sem ég vil í gæja er yfirlæti
“kaldhæðni” (Guðný)
0 notes
3janyrad-blog · 7 years ago
Quote
basilíka virkar gegn ávaxtaflugum feminísk rönt virka gegn karlrembum að fara í sleik við vinkonu virkar gegn áreiti stundum að vera leiðinleg virkar gegn áreiti stundum að segjast vera í sambandi virkar gegn áreiti stundum ekkert virkar gegn áreiti stundum
“Til að muna” (Guðný)
0 notes
3janyrad-blog · 7 years ago
Quote
ef ég er ekki kona og ekki karl hvað er ég þá? og hvað ef ég lít meira út eins og hún en nokkurn tímann hann? Þú talar um mig sem hana er ég þá kona? ef guð gaf mér leg er ég þá kona? en ef guð er ekki til fæ ég þá að ráða?
Guðný
0 notes
3janyrad-blog · 7 years ago
Text
Tumblr media
Hugleiðingar um list og hvað hún þýðir. 2018. TEXTASKÝRING: Skissa af tveimur manneskjum og tveimur blómum. Eftirfarandi setningar og setningarbrot eru á myndinni: Hlutir gera verið list ef við hlöðum þá listrænu gildi. Er galleri ekkert meira en bara búð? Partur af listinni er skáldskapur. Menningarverðmæti. Guillaume Bijl. Skáldaðu til að gagnrýna. List er ekki til nema að hún sé sýnd? IMAGE DESCRIPTION: doodles of two flowers and two hairy people in strange poses. On the picture are the following quotes: Things can be art if we charge them with artistic value. Are galleries anything more than just stores? Fiction is a part of art. Cultural value. Guillaume Bijl. Use fiction to critisize. Art doesn’t exist if it isnt exhibited? -Ragna
0 notes