Photo

Madonna er nafn sem allir kannast við en hún gjörbreytti því hlutverki sem konur spiluðu í tónlistarheiminum. Hún er mikill frumkvöðull og stuðningsmaður hinsegin fólks og þeirra sem minna mega sín. Madonna var fædd í Michigan árið 1958 en hún hóf sólóferil sinn í New York árið 1981 þá 23 ára að aldri. Hún skaust hratt upp á stjörnuhimininn en að áratug liðnum hafði hún gefið út 21 topp 10 slagara í Bandaríkjunum og selt meira en 70 milljón plötur um allan heim.
Hún var einstaklega góð í að ýta við fólki og nýta hneykslun þess sér til góðs eins og hún gerði í umdeildum flutningi sínum á laginu Like a Prayer á MTV tónlistarverðlaununum árið 1985 þar sem hún liðaðist lokkandi eftir sviðinu í brúðarkjól. Hún var ekki einungis lagahöfundur, söngkona og frumkvöðull en hún lék einnig í þónokkrum myndum. Til dæmis lék hún á móti þáverandi eiginmanni sínum Sean Penn í myndinni Shanghai Surprise sem gefin var út árið 1986 en hjónaband þeirra var mjög umdeilt og endaði með skilnaði stuttu seinna.
Í skýrslu Forbes tímaritsins frá árinu 2008 var hún nefnd sem hæst-launaða tónlistarkonan en nútildags krónir Beyonce á toppi listans.
0 notes
Photo

Beyocé Knowles fæddist 4. September 1981�� Houston, Texas. Hún byrjaði feril sinn eins og svo margir aðrir á því að taka þátt í hæfileikakeppnum en hún náði allri athygli áhorfendanna og vann því flestar af þessum keppnum. Beyoné náði frægð og frama með sönghópnum Destiny´s Child sem hún var í ásamt Kelly Rowland og Michelle Williams.
Seinna þegar Destiny‘s Child hættu varð Beyoné ennþá frægari sem einsöngkona og fór sigurför um heiminn með fyrstu plötuna sína Dangerously in Love. Knowles hefur einnig fegnið mikið af hlutverkum í bíó myndum eins og Dream Girls. Í dag er hún orðin ein vinsælasta tónlistarstjarna heimsins. Árið 2008 giftist hún svo Jay-z og á með honum 3 börn. Beyoné kom aðdáendum sínum á óvart og gaf út sína fimmtu plötu, Beyoncé, árið 2013 án nokkurar viðvörunar og ruddi því brautina fyrir tónlistarmenn sem byrjuðu hver af öðrum að gera hið sama.
Platan sem kom eftir það var Lemonade en var platan frumsýnd í sérstökum þætti á HBO. Inniheldur platan ekki einungis lög heldur einnig listræn myndbönd og umhugsun við hvert og eitt. Er það síðasta albúmið sem hún hefur unnið eins og er en víst er að það er meira á leiðinni.
0 notes
Photo

Amy Winehouse var ensk söngkona og sönghöfundur. Var hún helst þekkt fyrir djúpan og tjáningarríkan altsöng sinn sem og áhugverða blöndu hennar á milli tónlistartegunda. Samdi Winehouse mikið af sálartónlist, ryþmablús og djass. Var sálartónlist hennar oft titluð sem blá-eygð sálartónlist eða ný-sálartónlist.
Fyrsta platan sem Winehouse gaf út bar titilinn Frank og kom út árið 2003. Hlaut platan hennar mikil lof gagnrýnenda í Bretlandi og vann henni þó nokkrar tilnefningar til tónlistarverðlauna. Gaf Winehouse því næst út plötu árið 2006 sem varð til heimsfrægðar hennar. Var það platan Back to Black. Var Winehouse tilnefnd til sex Grammy tónlistarverðlauna og vann hún fimm af þeim, þá fyrst kvenna til þess að vinna fimm Grammy verðlaun. Platan var þá einnig þriðja söluhæsta platan á fyrsta áratug 21. aldarinnar í Bretlandi.
Fannst Winehouse látin í íbúð sinni í Lundúnaborg sumarið 2011. Báru lífgunartilraunir ekki árangur þegar sjúkraflutningamenn komu á heimili hennar og var hún úrskurðuð látinn þar. Winehouse var aðeins tuttugu og sjá ára gömul þegar hún lést en hafði átt við alkahólisma að stríða í mörg ár sem og vímuefnavandamál.
0 notes
Photo

Lady Gaga er sviðsnafn Stefani Joanne Angelina Germanotta. Gaga er bandarísk söngkona, lagahöfundur og leikkona sem er hvað helst þekkt fyrir óhefðbundna og ögrandi framsetningu hennar á list sinni.
Gaga fædddist þann 28. mars árið 1986 í New York borg. Hóf Gaga að spila á píanó aðeins fjögurra ára gömul. Sem unglingur fór Gaga að taka þátt í opnum tónlistarkvöldum á ýmsum stöðum í New York. Vann Gaga lengi hjá Sony við það að skrifa lög og skrifaði m.a. fyrir Britney Spears og Akon.
Lady Gaga gaf út fyrstu plötuna sína, The Fame, árið 2008 og varð hún nánast samstundis vinsæl um allan heim. Lög plötunnar tóku fljótt yfir vinsældarlista heimsins, þá helst lögin ‘Just Dance’ og ‘Poker Face’. Vann Gaga til nokkura Grammy verðlauna bæði fyrir plötuna og einstaka lagasmíði á henni. Árinu seinna var gefin út EP platan The Fame Monster, sem bar þá öll lög The Fame plötunnar og nokkur til viðbótar. Voru lögin á þeirri plötu einnig gífurlega vinsæl og toppuðu nær alla vinsældarlista hins vestræna heims, var þ.á.m. tónlistarmyndbandið við lagið ‘Bad Romance’ mest áhorfða myndbandið á myndandasíðunni YouTube í langan tíma.
Önnur plata Gaga Born This Way kom út árið 2011 og reis á vinsældarlistum. Var platan á toppi vinsældarlistans í Bandaríkjunum í nokkrar vikur, en meira en eitt milljón eintak seldist af plötunni í Bandaríkjunum á fyrstu vikunni einni. Árið 2013 gaf Gaga út plötu í R&B tónlistarstílnum titlaða Artpop. Var sú plasta gífurlega vinsæl og toppaði bandaríska vinsældarlista en seldist ekki jafn vel og metsöluplatan Born This Way. Ásamt djass söngvaranum Tony Bennett gaf Gaga út djassplötuna Cheek to Cheek (2014) og varð þriðja platan hennar í röð til þess að toppa vinsældarlista Bandaríkjanna. Fimmta plata Lady Gaga, Joanne kom út árið 2016 og notaðist við blöndu af kántrí og popp. Varð Gaga með þeirri plötu fyrsta konan til þess að fá fjórar plötur í röð á topp vinsældarlista Bandaríkjanna.
0 notes
Video
youtube
Eva Marie Cassidy fæddist 2 febrúar í Washington D.C. Hún bjó í mjög hamingjusamari fjölskyldu og átti mjög gott líf. Fjölskyldan var mikið í tónlist og því létt fyrir Evu að blómstra á því sviði. Eva byrjaði að syngja sem krakki og varð síðan aðalsöngvarinn í hljómsveitinni „Stonehenge“. Seinna þegar að Eva varð fræg spiluðu nokkir meðlimir hljómsveitarinnar með henni á plötu og urðu því aðeins þekktir í tónlistarheiminum. Árið 1987 á meðan Eva var að taka upp plötuna vann hún í tjáskógum sem heita Behnke. Þann 2. Nóvember 1996 dó Eva Marie Cassidy úr skinn krabbameini sem hún var búinn að vera að berjast við í langan tíma. Það var eiginlega eftir dauða hennar sem að platan fór að rísa og verða enþá frægari. Lögin hennar hafa lifað með árunum og notaðar í myndir t.d. Maid in Manhattan (2002) og Love Actually (2003)
0 notes
Photo

Þann 5. Maí árið 1988 í norður London fæddist Adele Laurie Blue Adkins. Hún var einkabarn Penny Adkins, sem að eignaðist Adele aðeins 18 ára gömul. Faðir Adele heitir Mark Evans en hann flúði fjölskylduna þegar Adele var aðeins 4 ára vegna ofneyslu áfengis og almennrar vanlíðan. Þannig varð Adele mikið nánari mömmu sinni heldur en Pabba sínum. Adele hafi mikin áhuga á tónlist frá unga aldri en ekki var mikið um tónlist né pening á heimilinu þannig að Adele lifði á tónlist frá 1940 þar sem það var það eina sem að móðir hennar átti.
Skólafélagi hlóð upp myndbandi af Adele að syngja á samfélagssíðuna MySpace árið 2006, myndbandið fór út um allan heim og loks náði það til XL Recordings sem bauð henni samning mánuði eftir útskiftina hennar úr BRIT tónlistarskólanum í London ama ár.
Fyrsta albúmið hennar kom út 2008 og heitir ‘19’ sem var aldur hennar þegar platan var tekin upp. „Hometown Glory“ og „Chasing Pavements“ voru fyrstu lögin til að gera góða hluti fyrir ungu söngkonuna. Annað album hennar ‘21’ varð vinsælla en hið fyrsta en á því er að finna lög eins og ‘Someone like you’ og ‘Rolling in the deep’. Albúmið vann að því er virðist endalaust af verðlaunum og er fjórða mest selda album allra tíma í Bretlandi.
Árið 2012 vann hún Óskarinn fyrir besta lagið með laginu Skyfall sem gert var fyrir mynd með sama nafni. Eftir þriggja ára pásu frá tónlistarheiminum gaf hún frá sér þriðju plötu sína, 25, sem varð samstundis mest selda plata ársins en hún sló sölumet í bæði Bretlandi og Bandaríkjunum.
Adele var nefnd tónlistakona ársins árin 2011 og 2012 og hefur selt yfir 100 milljón plötur, sem gerir hana að einum af mest seldu tónlistarmönnum(konum) í heiminum.
0 notes
Photo

Björk Guðmundsdóttir, betur þekkt sem Björk, var fædd þann 21. nóvember 1965 í Reykjavík. Hún er íslensk popptónlistarkona sem hefur náð alþjóðlegri athygli og hylli. Hún hóf tónlistarferil sinn með píanónámi þegar hún var ellefu ára. Ári síðar, eða 1977, kom út platan Björk þar sem hún söng meðal annars þekkt íslensk barnalög. Stuttu síðar fór pönktónlist að hafa áhrif á hana en einnig djasstónlist. Snemma á ferli sínum var hún í nokkrum pönk- og djass hljómsveitum. Árið 1983 stofnaði hún ásamt fimm öðrum hljómsveitina KUKL, sem síðan þróaðist út í hljómsveitina Sykurmolarnir. Með þeirri hljómsveit hlaut Björk fyrst heimsfrægð. Þegar Sykurmolarnir hættu árið 1992 hóf hún sólóferil og hefur á honum gefið út 10 plötur.
Hún lék í myndinni Dancer in the Dark eftir danska leikstjórann Lars Von Trier og var tilnefnd til Golden Globe verðlauna fyrir leik sinn en vann verðlaun fyrir bestu leikkonuna á Cannes kvikmyndahátíðinni í Frakklandi. Hún var einnig tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir besta lag úr kvikmynd fyrir ‘I’ve Seen It All’.
Björk hefur talað mikið um stöðu kvenna innan tónlistarheimsins en til dæmis hefur hún sagt að allt það sem menn segja þurfa konur að segja þrisvar. Hún hefur einnig minnst á að þó að hún geri miklu meira en að bara koma fram gerir fólk yfirleitt ráð fyrir að það hafi verið maður sem pródúseraði eða samdi lögin fyrir hana.
Björk hefur náð 30 smáskífum á top 40 pop listan um allan heim. Björk hefur selt 20-40 miljón plörur um allan heim. Rolling stone blaðið setur hana í 16. Sæti fyrir bestu saungvara allra tíma.
0 notes
Quote
After being the only girl in bands for 10 years, I learned – the hard way – that if I was going to get my ideas through, I was going to have to pretend that they – men – had the ideas.
Björk Guðmundsdóttir
0 notes
Photo

Whitney Houston var fædd þann 9. ágúst 1963 í Newark, New Jersey. Hún gaf út sína fyrstu plötu, Whitney Houston(1985), þegar hún var 22 ára og fóru af henni þrjú lög í sæti vinsældarlista í Bandaríkjunum. Whitney atti fjóra fleiri smelli á fyrsta sæti vinsældarlistanna og vann Houston fyrstu Grammy verðlaunin sín með plötunni Whitney. Plöturnar I'm Your Baby Tonight(1990), My Love Is Your Love (1998) og Waiting to Exhale (1995) unnu einnig til Grammy verlauna en Waiting to Exhale var unnin með söngvaranum Bobby Brown sem var þáverandi eiginmaður hennar.
Eftir My Baby Tonight fór hún að einbeita sér meira að leiklistinni en fyrsta kvikmynd hennar The Bodyguard náði miklum vinsældum og þá einkum taka hennar á laginu I Will Always Love You sem var upprunalega í flutningi Dolly Parton. Lag það er nú eitt frægasta dægurlag sögunnar og er ábreiða hennar án efa vinsælasta útgáfan.
Ferill hennar stoppaði um hríð sökum eiturlyfjaneyslu en hún gerði að lokum endurkomu árið 2009 með plötunni I Look to You og einnig sem meðlimur í kvikmyndindinni Sparkle. Houston dó í baðinu á hótelherbergi sínu þann 11. febrúar 2012.
0 notes
Photo

Ellý Vilhjálmsdóttir, réttu nafni Henný Eldey Vilhjálmsdóttir, var íslensk dægurlaga söngkona, sú vinsælasta á 20. öldinni. Eldey fæddist þann 28. desember 1935 í Merkinesi í Höfnum á Reykjanesskaga hjá foreldrum sínum, þeim Vilhjálmi Hinrik og Hólmfríði Oddsdóttur. Ólst hún upp í Merkinesi með þremur bræðrum, en Eldey var næst elst í hópi þeirra systkina. Þegar Eldey hafði slitið barnsskónum fór hún í Héraðsskólann á Laugarvatni og átti þar góða daga. Var það á Laugarvatni sem Eldey hlaut gælunafnið „Ellý“, nafn sem hún seinna tæki upp sem listamannanafn sitt. Að skólagöngu sinni lokinni fór hún til Reykavíkur og hóf að starfa sem vélritunarstúlka á sama tíma og hún sótti leiklistarnámskeið hjá Ævari Kvaran.
Sagði Ellý frá því svo að söngferill hennar hefði hafist með auglýsingu í blaði. „Söngkona óskast“ stóð þar stórum stöfum og ákvað hún að skella sér í prufur. Áður en Ellý vissi var hún orðin dægurlagasöngkona, draumur hennar hafði ræst og hún var að slá í gegn sem söngkona! Bjarni, faðir Ragnars Bjarnasonar var með vikulega útvarpsþætti í Ríkisútvarpinu þar sem hann kynnti Ellý til leiks, þjóðinni til mikillar heilli.
Var ferill hennar glæstur og söng hún með mörgum landsfrægum hljómsveitum á borð við KK-sextettinn og Hljómsveit Svavars Gests. Svavar, sem seinna varð þriðji og síðasti eiginmaður hennar, gaf út hljómplötur með Ellý en voru sólóplötur hennar aðeins tvær á ferlinum. Gaf Ellý út plötu með bróður sínum Vilhjálmi sem olli mikilli lukku. Hún lést þann 16.nóvember árið 1995 en hafði þá átt við langvarandi veikindi að stríða. Hún lifir þó ávallt í hjörtum landsmanna og birtir rödd hennar upp daufa daga.
0 notes
Photo

Janis Lyn Joplin fæddist þann 19.janúar 1943 í Texas fylki í Bandaríkjunum. Hún var bandarísk söngkona, tónskáld og útsetjari, sem hafði mikil áhrif á rokktónlist í samtíma sínum og síðar. Hún varð fyrst fræg sem söngkona með hljómsveitinni Big Brother and the Holding Company en gróf og óhefluð rödd hennar greip áhorfendur með sér.
Hún var ein áhrifamesta og vinsælasta söngkona á sjöunda áratug síðustu aldar og er talin í hópi bestu rokksöngkvenna sögunnar, en hún söng einnig blús, country og djass. Árið 2004 hafði tímaritið Rolling Stone sett hana í 46. sæti á lista yfir 50 mestu listamenn allra tíma. Hún var opin og grípandi persónuleiki en átti því miður við eiturlyfjafíkn að stríða sem tók líf hennar þann 4.október 1970.
Lög hennar einkennast af hreinskilinni og stundum örvæntingafullri frásögn í gegnum söng en hún skrifaði mjög hreinskilnislega um sínar upplifanir og gaf ekkert eftir á sviðinu. Plata hennar ‘Pearl’ sem gefin var út eftir dauða hennar árið 1971 náði miklum vinsældum en þar er til dæmis að finna smellina ‘Mercedes Benz’ og ‘Me and Bobby McGee.
0 notes
Photo

Árlegi viðburðurinn Billboard Women In Music Awards eða Konur Í Tónlist fagnar hlutverki kvenna í tónlistarheiminum en hann var haldinn í nóvember síðastliðnum. Komu þar fram ýmsar af vinsælustu og farsælustu söngkonum okkar tíma eins og Solange Knowles, Kehlani, Selena Gomez, Fifth Harmony og Kelly Clarkson og voru þær heiðraðar og þeim veitt verðlaun.
Vann Selena Gomez verðlaunin fyrir konu ársins en hún gekkst undir nýrnaaðgerð fyrr á árinu sem bjargaði lífi hennar en var nýrað frá bestu vinkonu hennar sem hún þakkaði með kökk í hálsi.
Margar æðislegar konur komu fram á viðburðinum en það má finna myndbönd af flutningunum á Youtube síðu Billboard eða ef leitað er að Women in Music 2017 í leitarflipa síðunnar.
Myndir frá viðburðinum: https://www.billboard.com/photos/8054737/billboard-women-in-music-2017-photos
Myndir baksviðs: https://www.billboard.com/photos/8054856/2017-billboard-women-in-music-exclusive-backstage-portraits
youtube
0 notes
Photo
Stevie Nicks var fædd 26. maí 1948. Hún er bandarísk söngkona sem oft er kölluð Drottning Rokksins en Nicks er best þekkt fyrir vinnu sína með hljómsveitinni Fleetwood Mac. Hún er þekkt fyrir rödd sína sem hefur dularfullan blæ og eru sjónrænn stíll og táknrænir textar kennileiti hennar.
Á ferli sínum bæði sem sólóartisti og á tíma sínum með Fleetwood Mac framleiddi hún yfir 40 smelli sem komust inn á topp-50 vinsældarlista og seldi yfir 140 milljón plötur. Fyrsta hljómsveitin sem Stevie var í hét Fritz en hún varð vinsæl þegar hún opnaði fyrir tónlistarfólk eins og Jimi Hendrix og Janis Joplin frá 1968 til 1971. Nicks fékk innblástur eftir þessi opnunaratriði en hún og kærasti hennar Lindsey Buckingham vildu prófa eitthvað nýtt og gengu í hljómsveitina Fleetwood Mac að bodi Mick Fleetwood, höfuðsmanni hljómsveitarinnar, árið 1975. Stevie er enn að singja en síðasta solo platan hennar kom út árið 2014.
0 notes
Photo

Ella Fitzgerald steig sín fyrstu skref í söngferlinum þegar hún skráði sig í hæfileikakeppni í Appollo leikhúsinu í Harlem, þá heimilislaus táningur, og heillaði áhorfendur upp úr skónum með fallegri rödd sinni. Hún vann fyrsta sæti í keppninni og hitti stuttu seinna trommarann og hljómsveitarstjórnandann Chick Webb sem bauð henni að ganga til liðs við sig og hljómsveitina. Með þeim gaf hún út sinn fyrsta slagara ‘A-Tisket, A-Tasket’ sem hún hjálpaði til við að semja. Eftir dauða Webb árið 1939 fékk hún samning við Decca Records.
Ferill hennar fór á virkilegt flug eftir að hún byrjaði að vinna með Norman Granz árið 1946 en hann stofnaði seinna Verve Records. Hápunkti ferilsins náði hún á 5. og 6.áratugnum en á þeim tíma vann hún einnig sín fyrstu Grammy verðlaun og var fyrst blökkukvenna í Bandaríkjunum til að fá þau verðlaun.
Það dró ekkert úr vinsældum hennar á 7.áratugnum en þegar var komið á 8.áratuginn var hún hrjáð af heilsufarslegum kvillum sem leiddu að lokum til dauða hennar þann 15.júní árið 1996. Í lífstíð sinni tók Ella Fitzgerald upp meira en 200 hljómplötur og 2000 lög og seldi af þeim yfir 40 milljón eintaka.
0 notes