magnusbje-blog
magnusbje-blog
magnus
14 posts
Ég ætla að setja allt sem ég hef gert sem er af einhverju viti hingað inn. // Everything that I've done that's relatively decent will find its way into this space.
Don't wanna be here? Send us removal request.
magnusbje-blog · 11 years ago
Text
Liverpool - QPR. Spenna.
Af hverju horfum við á fótbolta? Viljum við garga á sjónvarpið af því Balotelli skaut yfir fyrir opnu marki? Ég gerði það svo sannarlega. Eins gott að ég var einn heima. Nágrannar mínir halda mögulega að ég sé hrottafullur sambýlismaður. Viljum við verða æst og standa upp af því Coutinho er líflegur fær boltann með opinn völl fyrir framan sig og Sterling í hlaupi? Ætli svarið við báðum spurningum sé ekki "já"? Ég vil einbeita mér að seinni ástæðunni. Liverpool spilaði skelfilega fram að seinni hálfleik. Skelfilega. Það gekk ekkert upp. Lallana reyndi. Sterling reyndi. Gerrard og Can voru týndir. Bobby Zamora var með Lovren í vasanum. Bobby fokking Zamora. QPR var, sem betur fer fyrirmunað að skora. Tvisvar skaut Leroy Fer í slánna. Glen Johnson bjargaði marki. Hann var góður. Loksins. Seinni hálfleik lauk.
Tumblr media
Þetta var hundleiðinlegur leikur. Johnson og Sterling voru vakandi. Dunne og QPR voru það ekki. Liverpool skoraði en átti það ekki skilið. Eitt jákvætt við Lovren: Hann fattaði hvernig átti að spila á móti Zamora. Komast fyrir framan hann. Ekki leyfa honum að standa og taka boltann niður. Ég kann að meta knattspyrnumenn sem komast inn í leikinn aftur. Finna út úr því sem er að. Lovren er vonandi sú týpa. Hann fær ekki tækifæri til að koma sér inn í leikinn á móti Real á miðvikudaginn.
Tumblr media
Frá 88. mínútu var þetta skemmtilegasti leikur tímabilsins. Þegar upp var staðið vissi ég ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Liverpool hefur ennþá angann af þessu brjálæði frá því á síðasta tímabili. Coutinho og Gerrard með boltann og völlinn fyrir framan sig, Sterling með hlaup fyrir framan þá. Það getur allt gerst. Það getur líka ekkert gerst, eins og í fyrri hálfleik.
Ég kýs að stressa mig ekki á því að vörn Liverpool er álíka lek og sigti. Ég kýs að hafa gaman af því að þetta Liverpool lið vinnur leiki með því að skora tvö mörk í uppbótartíma. Ég kýs að vera jákvæður. Ég skil að stuðningsmenn vilji gagnrýna. Ég kýs bara að taka ekki þátt í gagnrýninni.
Þetta er fótbolti. Það er gaman að honum. Hann er skemmtilegur. Ég vil einbeita mér að því að vera spenntur þegar Gerrard sendir eina 40 metra sendingu þvert yfir á Johnson sem drepur hann með hægri ristinni. Ég nenni ekki lengur að öskra á Balotelli þegar hann tekur slæmt skot fyrir utan teiginn. Ég nenni því ekki.Ég einbeiti mér að seinni ástæðunni.
0 notes
magnusbje-blog · 11 years ago
Text
Ég hef aldrei komið til Liverpool en...
Ég sat fyrir framan tölvuna mína og horfði á sjóðandi heitt vatnið í bollanum mínum litast folbrúnt hægt og rólega út frá tepokanum. Hjartslátturinn var dúndrandi. Ég svitna yfirleitt ekki en það rann ein svitaperla niður gagnaugað á mér.
Ég hef aldrei komið til Liverpool en...
Ég stökk upp og valhoppaði um íbúðina mína þegar Suarez sneri á tvo varnarmenn og sendi stungusendingu á hinn 19 ára Raheem Sterling sem var svo yfirvegaður á boltanum þegar hann tók tvö danssport í teignum og fíflaði einn besta varnarmann í heiminum upp úr skónum. Ég var ekki jafn yfirvegaður heima hjá mér í sófanum.
Ég sá Gerrard einan í teignum. Hann var óvaldaður. Coutinho stóð yfir boltanum, tilbúinn að taka hornið. “Sér hann Gerrard líka?” Gerrard tók skallann alveg eins og í Istanbúl en Joe Hart varði yfir og öskraði svo á liðsfélaga sína, “Þið skiljið goðsögn eftir óvaldaða í teignum!!!” Goðsögnin tók næsta horn og Skrtel komst fyrstur á boltann. 2-0. Það freyddi í bjórnum sem ég hafði ætlað að geyma þangað til í seinni hálfleik.
Hálfleikur. Ég var enn stressaður. Sat eiginlega kyrr allan tímann. Bjórinn hjálpaði vissulega til. Ég var handviss um að milljarðamæringarnir í City myndu ekki láta valta yfir sig eins og Arsenal gerðu, eins og Manchester United gerðu, eins og Everton gerðu.
Nei, City er lið sem bítur frá sér.
David Silva var eins og mongús í kringum snák. Það náði enginn til hans í seinni hálfleik. Milner kom inn á og olli Flanagan vandræðum á kantinum. 2-1. Milner til Silva. Leikur Liverpool var í molum.
2-2. Silva var aftur mættur þegar boltinn féll fyrir hann í teignum. Hann ætlaði að senda boltann fyrir en hann fór í Glen Johnson, í hægri fót Mignolet og inn á nærstöng. Ég opnaði annan bjór. Þetta var of mikið.
Sturridge meiddist en var hvort eð er ekki upp á sitt besta. Allen kom inn á og gerði það sem Allen gerir. Hann hélt boltanum. Hann komst tvisvar inn í teiginn en var álíka hættulegur og púðurskot þegar þangað kom. Hann þétti miðjunni og allt var í járnum.
Lítill Brassi kom okkur til bjargar. Innkast. Kompany misreiknar sendingu sína inn á teiginn og Coutinho skýtur í fyrsta. Hvaðan kom þetta? Ég var dolfallinn. Vinnum við þennan leik?
Endirinn var erfiður. Tíminn var kviksyndi. Þetta ætlaði ekki að enda. Gerrard á síðustu metrunum. Skrtel búinn á því. Suarez pirraður. Henderson henti sér í vonlausa tæklingu. Beint rautt. Öllum var sama. Hvenær endar þessi leikur? Tvö flaut.
Ég hef aldrei komið til Liverpool en...
Ég hef tárast með Steven Gerrard.
Ég horfði á kamilluteið mitt ná sínum rétta lit á meðan að andlitið á mér gerði slíkt hið sama. Það trúa okkur allir. Við vinnum þessa deild.
0 notes
magnusbje-blog · 13 years ago
Text
Kvittanir og endurskoðendur
Stundum skrifa ég einhverjar hugsanir sem ég fæ niður. Sumar finnst mér fyndnar og aðrar finnst mér ekki fyndnar. Þessi finnst mér fyndin. Hún er að vísu svipuð og einn Mitch Hedberg brandari en samt sem áður, ágæt. Mér finnst líka mjög sterkt að enda allt á orðinu "kúkur".
Ég, hérna, fór út í búð um daginn og keypti mér kókdós. Sönn saga, hvort sem þið trúið henni eða ekki, dagsönn. Og borgaði með korti, af því ég er frá Íslandi og við viljum ekki eiga peninga við viljum bara eiga kort. Og gæjinn í búðinni spurði hvort ég vildi kvittun. Sem er standard, augljóslega. En af hverju ætti ég að vilja kvittun fyrir einni kókdós? Yrði endurskoðandinn minn brjálaður? "Það vantar 250 krónur 20 sinnum inn á skjölin sem þú lést mig fá. Hvernig á ég að vinna vinnuna mína ef þú lýgur að mér, ógeðið þitt!" Ég á mjög aggresívan endurskoðenda. Djöfull myndi ég vera aggresívur ef ég væri endurskoðandi. Ég væri alltaf í slag niðrí bæ. Af því ég væri endurskoðandi og líf mitt væri í klósettinu, eins og kúkur.
P.S. Ég á augljóslega ekki endurskoðenda.
0 notes
magnusbje-blog · 13 years ago
Text
Strætó (ljóð)
Köldu blæs af tjörninni.
Flökkumaður gubbar á ráðhúsið
Af hverju ertu alltaf seinn, strætó?
Plís, éttu skít.
0 notes
magnusbje-blog · 13 years ago
Text
hvorki/né
Ég byrjaði að skrifa þessa smásögu um jólin 2010, minnir mig. Ég kláraði hana einu og hálfu ári síðar. Hún á þann skriftíma ekki alveg skilið en mér finnst hún samt skemmtileg. Ég setti inn fyrstu 2 blaðsíðurnar, ég set örugglega meira inn seinna.
Rósa opnaði hurðina og lét skólatöskuna sína renna niður á gólf um leið og hún stikaði inn í eldhúsið. Hún var fjórtán ára, mjó með stutt dökkt hár sem hún klippti iðulega sjálf. Sæt og smágerð en fótleggirnir miklu lengri en búkurinn, þess vegna leit hún einhvernveginn út eins og hrossafluga þegar hún labbaði um, tók stór skref með hendur niður með síðum – tærnar fóru alltaf fyrst í gólfið. Inni í eldhúsinu lá lítill miði ofan á 1000 króna seðli. Á miðanum stóð:
Hæ Rósa. Hvernig var í skólanum? Þúsund kallinn er fyrir kökunni á basarinn á morgun. Það eru leifar af kjötsúpu í ísskápnum, settu hana bara í örbylgjuna.
Kv. Mamma.
Rósu fannst alltaf fyndið þegar mamma hennar spurði hana spurninga á miðum sem hún skildi eftir. Hvað átti Rósa að gera með þessa spurningu? Átti hún að skrifa svar á miðann? Henni fannst það vera eins og að spyrja spurninga í flöskuskeyti. Ef mamma hennar Rósu væri föst á eyðieyju myndi flöskuskeytið líta einhvernveginn svona út:
Hæ ókunnugi maður. Ég er búin að vera föst á þessari eyðieyju í mörg á. Er nokkuð hægt að bjarga mér? Hvernig líður þér annars? Er Justin Bieber ennþá vinsæll?
Síðan myndi sá sem tæki við flöskuskeytinu undra sig á A) af hverju það væru engar leiðbeiningar að eyjunni og B) hvort hann ætti einfaldlega að skrifa svörin á blaðið og senda skeytið til baka og mæta síðan aftur á ströndina á tveggja vikna fresti til að athuga hvort frekari fregnir hefðu borist.
Mamma hennar Rósu var hjúkrunarkona og vann stundum næturvaktir. Þessi föstudagsnótt var ein slík. Pabbi hennar Rósu var sjómaður og fyllibytta, eða það voru upplýsingarnar sem Rósa fékk frá mömmu sinni. Þegar Rósa var lítil kom hann stundum í skólann til hennar og gaf henni sætabrauð, smákökur, möffins, vínarbrauð, snúða. Það sem mamma hennar vildi ekki að hún borðaði mikið af. Annars hafði Rósa alltaf haft miklar mætur á sætindum. Mamma hennar sagði alltaf að Rósa tæki það sem gæfi skammvinna ánægju framyfir það sem væri gott fyrir Rósu. Amma hennar kom yfirleitt til að passa hana þegar hún var yngri. Rósa var mjög ánægð með það. Amma leyfði Rósu yfirleitt að gera nánast hvað sem var. Einhverntíma leigði Rósa japanska teiknimynd þegar amma hennar var að passa hana. Teiknimyndin var um tvo vini. Annar vinanna varð síðan að skrímsli. Hann byrjaði að þenjast endalaust út, fólk sogaðist inn í hann og kramdist. Amma sat í sófanum, prjónaði grænan ullarsokk og skildi ekkert í myndinni. Rósa skildi að vísu ekkert heldur.
Það var rigning úti svo Rósa fór í regnjakkann sinn. Regnjakkinn var gamall, hún hélt að mamma sín hefði átt hann. Hann var rauður með tveim röndum niður ermarnar. Eiginlega allt sem Rósa átti var gamalt. Eitthvað sem mamma hennar eða frænkur höfðu átt. Hún fór líka oft í skyrtur af pabba sínum sem voru yfirleitt of stórar og stundum götóttar. Rósa hafði ekkert á móti því, henni fannst eiginlega flottara ef það voru göt á fötum.
Úti setti hún hettuna upp og hljóp af stað. Strigaskórnir hennar urðu strax gegnblautir, enda bókstaflega úr striga. Þegar hún kom að bakaríinu stoppaði hún fyrir framan gluggann og horfði inn. Hún var að leita að strák sem vann stundum þar. Hjartað í henni sló aðeins örar þegar hún tók eftir honum fyrir aftan afgreiðsluborðið. Hann hét Adam og var 18 ára. Þegar Rósa var í 5. bekk braut hann alla gluggana í leikfimisalnum. Hann var hávaxinn með ljóst hár sem hann eyddi augljóslega miklum tíma í að láta líta út fyrir að honum væri alveg sama um. Það hékk silfurkross um hálsinn á honum og hann var með norrænar rúnir tattúveraðar á framhandlegginn á sér. Það sást aðeins í tattúið þegar hann rétti gömlum manni með hatt poka af kanilsnúðum yfir afgreiðsluborðið. Rósa stóð enn fyrir utan gluggann og starði á hann, regnið dundi á hettunni hennar og lak niður gluggann fyrir framan hana.
0 notes
magnusbje-blog · 13 years ago
Text
Why Drive is not a good movie
This is a review I wrote for a blog I used to have called "old movies, new reviews". This review was meant mainly to kick up shit because I do actually like Drive, i think it's a fun film. It does have its issues and that's what I tried to tune into in this piece. I think the piece works because it makes a very clear argument and then backs it up adequetly.
I don’t believe that describing movies as overrated or underrated belongs in a review. That would mean that I’m subjectively projecting meaning onto other writers (or peoples) subjectivity and that, obviously, doesn’t mean anything.  I’ll give you an example: Peter Travers thinks Drive is the best film of the year. That’s his opinion. If I say that he’s overrating the film, I’m not giving my opinion on the film I’m giving an opinion on his opinion. In other words, I’m not saying anything about the actual film. This is the reason people get mad when someone says a film or album is overrated. That specific someone is critiquing the people and not the artwork. So, I am not going to say that Drive is overrated.
My problem with Drive is this: I don’t know what the point of it is. Watching Drive is like going on a date with a really hot chick who doesn’t say anything. Because the chick is super hot, you’re already into her (this is the equivalent of the super cool first scene of Drive – thundering bass, aerial view of nighttime L.A, you’re in on the whole spectacle). Because you’re already into this girl you’ll want to like her but she doesn’t say anything. She’s like a blank canvas, so you paint in whatever you want the picture to be (this is turning into a metaphor within a metaphor – metaphorception). The same is true of Drive, because the picture looks good and nothing really happens you project whatever you want the film to be onto it. But what is Drive about?
I don’t know. It’s about a man who is obviously bat shit insane. This man is really good at driving a car. He’s also incredibly violent when provoked. That’s basically all we know about him. Then shit starts happening and this man, who’s clinically insane, starts to protect a woman he barely knows. We fell compassion for the woman because she is a single parent trying to make it. We feel compassion for the man because he looks like Ryan Gosling and he’s super cool. Now, this man starts killing everyone.
Okay, my first instinct when watching Drive was the following: all of this has already happened to Ryan Gosling before. He’s fleeing the law, he’s fleeing a previous life. That’s why he has a shitty apartment even though he has three jobs. That’s why he’s so good at driving and killing people. That’s also why he’s silent. But here’s the problem, I’m projecting all of his onto the character without actually knowing anything. I like having to work things out and not be given everything on a silver platter but enough is enough. Filmmakers have to give us something to go on.
So, what is the point of Drive? I don’t think there is one, except maybe for looking cool. That’s not good enough to be a good film. That’s good enough to be a good music video but not a good film.
0 notes
magnusbje-blog · 13 years ago
Text
(ó)fræðileg úttekt á Ain't no Fun (if the Homies Can't Get None)
Einhvern tímann ætlaði ég að stofna heimasíðu sem myndi fjalla um íþróttir og poppmenningu. Síðan fékk ég vinnu hjá áttavitanum og heimasíðan féll einhvern veginn upp fyrir. Hérna er einn af pistlunum sem ég skrifaði fyrir þessa heimasíðu sem varð aldrei til
Mesta karlrembulag sem samið hefur verið er Ain’t no Fun (if the Homies Can’t Get None). Lagið fjallar um hið gríðarlega óöryggi sem rapparar hafa gagnvart hinu kyninu. Þeir fara illa með konur og samkvæmt hegðun þeirra gagnvart konum þá mætti kalla þá kvenhatara. Vandamálið er að lögin sem þeir búa til eru oft gríðarlega skemmtileg. Persónulega tek ég lögunum sem gríni og róa samvisku mína þannig. Ef ég, aftur á móti, tek lögunum ekki sem gríni þá renna á mig tvær grímur. Þessir menn eru augljóslega ekki góðar manneskjur. Ég hef því ákveðið að setja saman (ó)fræðilega úttekt á fyrrnefndu lagi.
Hér er hægt að hlusta á lagið.
0:20: Nate Dogg (megi hann hvíla í friði) byrjar á nokkuð jákvæðum nótum og segist hafa virt stúlkuna sem hann hitti síðastliðið kvöld. Raunar er hægt að túlka versið hans sem svo að hann sé að segja ungum stúlkum að virða líkama sinn og sjálfar sig, annars mæti gæjar eins og hann, ríði þeim og láti þær skilja númerið sitt eftir á kommóðunni séu þær verðar frekari nota. Blíðlegur söngur hans tekur þó nokkuð svarta beygju á 28. sekúndu þegar hann missir allt álit á fyrrnefndri stúlku af því hún ákvað að sofa hjá honum. Þá er fyrirferðarmest að hún skuli hafa sleikt á honum punginn, það hafi svert mannorð aumingja stúlkunnar svo að ekki varð aftur snúið hjá honum Nate. Honum til tekna lofar hann að hringja í stúlkuna en honum er sama þó hún geti ekki stundað kynlíf - skuli hann hringja í hana, þá eigi hún bara að liggja flöt og opna munninn. Nate leggur svo að lokum til mögulega ástæðu þess að hann fari svo illa með kvenmenn en hann hefur aldrei verið ástfanginn á þessum tímapunkti í lífi hans. Án þess að sálfræðileg úttekt sé tekinn á söngvaranum þá gæti hann verið þunglyndur vegna þessa og sé í rauninni að reyna að því særa aðra eins og hann er sár vegna ástleysis síns. 1:39: Séntílmaðurinn Kurupt byrjar sitt vers á því að minnast á peninga raunir sínar. Hann segist vera alveg sama um stúlkur og að ef hann myndi breyta því atgervi sínu þá myndi það þýða að hann ætti aldrei nein eiturlyf til að reykja. Þetta er pligt sem margur getur samsamið sig með enda er orðið nokkuð dýrt að bjóða stelpum upp á drykk eða í bíó. Enn erfiðara er það þó ef eiturlyfjafíkn er komin inn í söguna. 1:44: Hér ákveður Kurupt að byrja að tala tungum og verður hann illskiljanlegur. Hvort þetta er eiturlyfjunum um að kenna eða ekki er erfitt að dæma um. 1:52: Kurupt heldur áfram umræðum sínum um peninga og segist ekki vera hliðhollur vændi. Ástæða hans er þó sú að hann elski ekki stúlkur. Þetta eru vægast sagt léleg rök nema að maðurinn meti peninga ofar öllu í lífinu, sem er mjög mögulegt. Í framhaldi af þessu leggur Kurupt eignarhald á leggöng einhverjar ónefndrar stúlku og segist ætla að ríða einu sinni eða tvisvar í viðbót. Hvort þetta hafi verið skjalfest skipti eða hvort um munnlegan samning hafi verið að ræða er ekki nefnt. Einnig segist hann ætla að leyfa félaga sínum að nýta sér þennan prímadíl sem hann hefur gert. Ástæða Kurupt fyrir því að fara svona með aumingja stúlkuna er sú að hann hefur flokkað hana sem tík og tíkur skipta hann engu máli, hann ber enga virðingu fyrir þeim. Hvað stúlkan hefur gert til þess að vera flokkuð sem tík er óljóst en nokkuð ljóst er að Kurupt er að lýsa hópnauðgun í textanum sínum og gæti hann átt yfir höfði sér ákæru og fangelsisdóm ef satt er. 2:35: Heiðurs og menntamaðurinn Snoop Dogg (eða Snoop Doggy Dogg eins og hann hét í þá daga) byrjar sitt vers nokkurnveginn svona: “Gettu hver á endurkvæmt í húsakynnin þá/ Sveinn Hundur Hundur með flennistórann böll fyrir þig að smjatta á” Hann segir svo að tíkurnar ættu að þekkja hann og félagarnir líka. Hvort að það þýði að félagarnir megi líka búast við að fá typpi í munninn á sér er óljóst. Svo segir hann það líklegt að stúlkur skandalíseri og byrji að stunda voodoo galdra. Það er líklegt að voodoo galdrarnir séu myndlíking og hann sé að meina að stelpur stundi yfirleitt leiki við hann, mögulega með það í huga að féfletta hann. Hann spyr svo félaga sína hvað þeir hyggist gera ef ske kynni að stúlkurnar byrja að stunda fyrrnefnda voodoo galdra. Hann gerir ráð fyrir að félagarnir hafi ekki hugmynd um hvað þeir eigi að gera. Hann ráðleggur þeim þess vegna að treysta ekki stúlkum. 2:50: Það lítur út fyrir að Snoop sé í einhverri ástarsorg og að einhver mær hafi farið illa með hann en hann segist hafa farið illa út úr einhverju ástarsambandi og skammast sín fyrir að hafa orðið ástfanginn. Svo segir hann eitthvað frekar óskiljanlegt en eitthvað í þá átt að hann hafi átt að vita betur. Í framhaldi af þessari játningu reynir hann að bæta sjálfstraust sitt, sem hlýtur að vera í molum. Í hvert skipti sem sólin snýst um jörðina þá vilja fleiri stelpur sofa hjá honum. Snoop ætti mögulega að íhuga að setjast aftur á skólabekk og kynna sér Galileo Galilei og þá staðreynd að sólin snýst ekki í kringum jörðina, heldur öfugt. Hann reynir augljósleg að létta á þunglyndi sínu með því að sofa hjá ótal stúlkum. Þetta er algeng aðferð til þess að eiga við ástarsorg en á endanum sér fólk yfirleitt villu síns vegar og finnur sér einn maka sem lætur því líða vel frekar en marga maka sem bjóða upp á lítið annað en óinnihaldsríkt kynlíf. Snoop segir að hann reyni einmitt að forðast innihaldsrík samskipti við hitt kynið og að hann sé og frár á fæti svo þær geti ekki náð honum. Hann kemur einnig inn á þema lagsins og bendir á að fyrst hann elski ekki stúlkur yfir höfuð lengur þá megi félagar hann alveg eins sofa hjá þeim líka. 3:12: Warren G styðst við þekkt minni innan hip-hop geirans - talningu - og telur upp að fjórum fyrir peningum, tíkum, undirbúningi og þess að ýta á margvíslega takka í rauðri Chevrolet bifreið sem hann segist eiga. Að sögn Warren eru stúlkur fyrir aftan hann og við hliðina á honum, það virðist þó ekki koma málinu beint við því Warren fer fljótt úr einu í annað. Hann bendir einhverri stelpu á að gefa honum munngælur af því hann eigi erfitt við. Það mætti gera ráð fyrir því að þau séu að stunda kynlíf en aðstæðurnar eru nokkuð óljósar. Hann hættir svo að rappa án þess að útskýra nokkuð af því sem átti að hafa gerst í rímunni hans. Það hljómaði samt vel.
0 notes
magnusbje-blog · 13 years ago
Video
youtube
Hérna er myndband sem ég skrifaði fyrir attavitinn.is. Það er mjög undarlegt en ég fýla hversu undarlegt það er. Ég gerði líka tónlistina.
4 notes · View notes
magnusbje-blog · 13 years ago
Text
Að spara fyrir fríinu
Sumarið 2012 vann ég fyrir heimasíðuna attavitinn.is. Þar gerði ég nokkur myndbönd og skrifaði einhverjar greinar. Hérna er pistill um að spara fyrir fríinu. Hér er hægt að skoða pistilinn á síðunni sjálfri:
Ástandið í dag er þannig að við þurfum að spara fyrir því sem við viljum gera. Mér finnst það jafn ömurlegt og þér en ef okkur langar að fara til útlanda (ekki saman samt, ég þekki þig örugglega ekki neitt) þá þurfum við að spara fyrir því. Hérna eru nokkur góð ráð til þess að safna fyrir ferðinni til útlanda sem öllum langar í.
Opnaðu sér reikning til þess að leggja allan sparnað inn á. Það er svo hægt að setja reikninginn þannig upp að einhver ákveðin summa fari inn á þennan sparnaðarreikning hver einustu mánaðarmót.
Til þess að ákveða þessa mánaðarlegu summu þarf að vita hvað fríið kostar og hvað þú hefur efni á að spara mikið á mánuði. Þá þarf að búa til fjárhagsáætlun.
Að búa til fjárhagsáætlun
Það er ekki nærri því jafn flókið og orðið gefur til kynna. Í rauninni þarftu bara að skoða launaseðilinn og íhuga svo hvað þú ert að eyða peningunum í. Ef þú vilt svo taka þetta lengra þá geturðu ákveðið upphæðina sem þú vilt eyða í hverri viku og tekið þá upphæð út í hraðbanka fyrir vikuna. Þannig er auðveldara að fylgjast með hversu miklum peningum þú eyðir.
Til þess að hækka mögulega summuna sem þú sparar í hverjum mánuði þá gætirðu gert eftirfarandi hluti:
Ef þú ert mikið fyrir djammið þá gætirðu sleppt því að djamma allar helgar... önnur hver helgi er alveg nóg
Ef þú ert mikið fyrir föt þá gætirðu alfarið sleppt því að kaupa þér föt og hugsað sem svo að þú verslir þegar þú ferð út.   Nema þú þurfir nauðsynlega á þeim að halda, það er augljóslega óþarfi að líta út eins og Oliver Twist af því þú ert að safna fyrir sumarfríi
Ef þú ert mikið fyrir að fara út að borða eða mikið fyrir að elda þér humarhala í gullsósu (sósu með gullmolum út í, hún er ógeðslega dýr og ógeðslega óholl) þá er hægt að lækka þann kostnað aðeins. Til dæmis er hægt að hafa einn núðludag í viku, núðlur eru hræódýrar. (Ég reyndi einu sinni að hafa 7 núðludaga í viku, ég mæli ekki með því)
Að færa fórnir
Sumir eru miklir nautnaseggir, ég þar með talinn, og vilja halda lífsgæðum sínum í algjöru hámarki. Ef svo er komið fyrir þér þá þarftu að auka tekjur þínar einhvern veginn, þá mögulega með því að taka aukavaktir í vinnunni sem þú ert í eða fá þér auka vinnu. Það er til dæmis hægt að vinna á kvöldin við úthringingar eða bera út blöð. Þessi störf eru engum misboðin þó þau séu kannski ekkert rosalega sjarmerandi, enda þarf að hafa í huga að til þess að komast til útlanda þarf að færa einhverjar fórnir. Aðrar mögulegar fórnir sem hægt er að færa:
Geit til þrumuguðsins Þórs.
Selja allt það sem þú notar ekki lengur; t.d. gamlar skólabækur, gömul föt, dvd diska, geisladiska, húsgögn, bílinn eða rúmið (ef þú ert virkilega desperate).
Búðu til hádegismat heima hjá þér í staðinn fyrir að fara á Nonnabita.
Ef þú getur labbað þangað sem þú ert að fara, labbaðu þá í staðinn fyrir að eyða bensíni eða 350 kalli í strætó. Þetta gæti verið nauðsynlegt ef þú ert búin/n að selja bílinn þinn.
Ekki nota debetkortið til þess að borga fyrir allt, sérstaklega ekki smáar upphæðir. Taktu stórar upphæðir út í hraðbönkum, annars hrannast bankagjöldin upp og þú færð líka betri tilfinningu fyrir eyðslunni svona.
Hengdu fötin þín til þerris í staðinn fyrir að nota þurrkarann (ef þú býrð við slíkan lúxus að eiga þurrkara). Það sparar undarlega mikla orku. Ef þú átt ekki þurrkara er ágætis sparnaðarráð að kaupa ekki þurrkara.
Ef þú ferð á djammið, ekki taka debet eða kredit kortið þitt með þér. Ákveddu allsgáð(ur) hvað þú vilt eyða miklu á barnum og vertu bara með þann pening. Fulli þú átt eftir að blóta þér en þunni þú verður himinlifandi daginn eftir.
Reyndu að hætta að reykja, ef þú stundar þann ljóta ósið. Ef þú vilt ekki hætta að reykja er ódýrara að rúlla sér sínar eigin sígarettur. Það er líka meira töff. En samt ekki töff.
1 note · View note
magnusbje-blog · 13 years ago
Text
Kappleikir, áhorfendur og sjálfseyðingarhvöt
Ég skrifaði 2 aðsendar greinar fyrir karfan.is í byrjun vetrar 2011. Mér fannst þær koma ágætlega út. Ég reyndi að skrifa þær á feik-fræðilegan máta í svipuðum stíl og Chuck Klosterman, Malcolm Gladwell og David Foster Wallace. Ég er augljóslega hvergi nærri þeim, enda eru þeir allir snillingar.
Ég er 85% viss um að aðdáendur íþrótta séu haldnir sjálfseyðingarhvöt. Hvenær er skemmtilegast að horfa á leiki? 
Jafnir leikir eru skemmtilegastir. Þannig virkar lífið. Við fáum einhverja innspýtingu af adrenalíni ef það eru 5 mínútur eftir af leik og hann er jafn. Þetta á sérstaklega við ef liðið sem við höldum með er að spila. Liðið okkar. Eða að við erum búin að setja húsið undir á lengjunni, hvort sem er. Við höfum einhverju að tapa, annaðhvort sálarlífinu eða húsinu á lengjunni.
Undirliggjandi punkturinn er að við vitum ekki hvað er að fara að gerast. Möguleikarnir, eins og í lífinu, eru algjörlega takmarkalausir. Chuck Klosterman hefur skrifað um nákvæmlega þetta í grein sinni “Space, time and DVR mechanics” (http://www.grantland.com/story/_/id/6626431/space-time-dvr-mechanics). Ástæðan fyrir því að við viljum ekki horfa á kappleiki eftir að þeir eru háðir er af því við vitum hvað gerist. Ekki bara hver vinnur, heldur hvað gerist. Michael Jordan skoraði 38 stig og var með flensu. Stephen Jackson fór upp í stúku lamdi áhorfanda. Maggi Gunn fékk sér snakk á bekknum. Þess vegna fáum við þessa innspýtingu af adrenalíni. 5 mínútur eru eftir og lífið er að fara að gerast.
Hvað þýða kappleikir fyrir okkur sem menningu?
Þetta, held ég, að sé það sem kappleikir þýða fyrir okkur í dag. Þetta er stjórnuð leið til þess að upplifa ótta. Ekki eins og hryllingsmynd, því einhver hefur búið hana til. Hún er ekki að gerast, hún er tekin upp og sýnd. Ekki eins og bílslys því bílslys er í alvörunni hryllilegt. Það er ekki í alvörunni hryllilegt að Valur hafi tapað fyrir Fjölni á flautukörfu. Okkur finnst það bara hryllilegt, við getum samt farið heim og sofið (eða ekki sofið, fer eftir því hversu alvarlega hver tekur leiknum) í rúminu okkar. Kappleikjum er stjórnað á ákveðinn máta. Það er völlur, dómarar, léleg rapptónlist (sem stýrir að vísu engu en mig langaði að minnast á hana) og þjálfarar. En dómararnir og þjálfararnir eru líka hlutar af leiknum. Dómararnir gætu klúðrað einhverju, þjálfararnir gæru klúðrað einhverju. Dómari gæti farið í slag við þjálfara. Hvað sem er gæti gerst.
Eftir hverju vonumst við þegar við horfum á kappleik?
Vonum við ekki alltaf að við fáum jafnan og skemmtilegan leik? Ég fer vanalega á leiki Vals, hvort sem það er í fótbolta eða körfubolta. Alltaf þegar ég fer á leik vonast ég til þess að Valur vinni. Þegar Valur tók á móti Grindavík um daginn var sigur svo sem ekki líklegur. En ég vonaðist samt eftir sigri. Valsmönnum gekk vel til að byrja með, og í leiknum til heildar, og ég var ánægður. Stuðningsmenn Grindavíkur voru aftur á móti ekki ánægðir. Þeir komu til leiks með þær væntingar að Grindavík myndi ekki bara vinna, heldur rústa leiknum. Þar af leiðandi varð leikurinn mjög pirrandi upplifun. Valur endaði á því að tapa leiknum, þeir höfðu samt spilað og barist vel svo ég var svo sem ekkert fúll. Ég hafði í rauninni vonað að Valur myndi vinna en viljað fá jafnan leik, sem ég fékk. Stuðningsmenn Grindavíkur vildu ekki fá jafnan leik. Þau vildu fá að hlæja og skemmta sér í stúkunni og ekki hafa neinar áhyggjur. Þau fengu áhyggjur. Mannskepnan er undarleg að þessu leyti. Við sækjum í tilfinningar sem okkur finnst ekkert gaman að. Í tilvikum kappleikja þá er vonin sú að við finnum ekki fyrir ákveðnum tilfinningum en þær eru samt alltaf í spilunum.
Fólk sem hefur sjálfseyðingarhvöt er yfirleitt skipt í 3 flokka (samkvæmt grein Beumeister og Cher “Self-Defeating Behavior Patterns among Normal Individuals: Review and Analysis of Common Self-Destructive Tendencies”). Einn af þessum flokkum kallast “útskipting” (e. tradeoff, mín þýðing). Þetta á til dæmis við um reykingar. Þá skiptir fólk heilsu sinni (það vita allir að reykingar eru óhollar og geta leitt til dauða) út fyrir þá tilfinningu sem það fær við að reykja (sem er góð). Þegar við horfum á kappleiki finnst mér við skipta tilfinngum út fyrir aðrar tilfinningar. Ef við gerum ráð fyrir því að okkur líði venjulega áður en við förum á leikinn þá erum við að skipta henni út fyrir möguleikann á því að líða betur en það er mjög mikill möguleiki á því að okkur líði verr. Þar af leiðandi mætti færa rök fyrir því að aðdáendur kappleikja og liða séu haldnir sjálfseyðingarhvöt.
0 notes
magnusbje-blog · 13 years ago
Text
Par les bleikt.is, fremur sjálfsmorð
Ég skrifaði nokkrar gervifréttir fyrir heimasíðuna sannleikurinn.com. Þær voru yfirleitt nokkuð grófar og vel út fyrir velsæmismörk. Það er samt það sem heimasíðan gengur út á og það sem mér finnst fyndið. Hérna er fyrsta fréttin, sem olli talsverðu fjaðrafoki í c.a. 2 daga á facebook. Ég þarf varla að taka fram að það ætti ekki að taka þessum skrifum mjög alvarlega.
Ungt par fannst látið í íbúð í Kópavoginum á 8. tímanum í morgun. Lögreglan sagði engin vegsumerki um átök vera á staðnum, þar af leiðandi er málið flokkað sem sjálfsmorð.
Að sögn aðstandenda var parið það hamingjusamasta í heimunum. "Mér fannst ég heyra í fuglasöngi og regnbogum í hvert skipti sem ég sá þau," sagði náinn vinur um parið. "Þau gáfu mér von um sanna ást í heiminum," var einnig haft eftir nágranna þeirra.
Það var einmitt nágranni parsins, Jóna Jónsdóttir, sem kom að þeim. "Þau sátu fyrir framan fartölvuna, bleikt.is var í gangi... nei, ég get ekki..." vegna hryllingsins sem hún hafði orðið vitni af gat Jóna ekki afborið að klára frásögnina. Jóna er Íslenskufræðingur að mennt, hún ælir smá í munninn á sér í hvert skipti sem hún les bleikt.is.
Jóna gat aftur á móti lýst vel og vandlega hvernig parið leit út þegar hún kom að þeim, hversu mikið blóð var í kringum þau og á þeim og hvernig augu þeirra litu út fyrir að vera algjörlega sálarlaus og tóm.
Samkvæmt sögu vafra parsins, sem það notaði till þess að skoða umrædda síðu þá höfðu þau lesið eftirtalda pistla: Þrjú Ráð til að Byrja á Föstu í Dag, Gæjar í Hlýrabolum er það Besta sem Ég Veit, Hot or Not, 10 Töff Brókanir: Myndir, 13 Hræðileg Atriði Varðandi Gaura og Fimm Óþolandi Týpur á Facebook: Hvað Þýða Statusar
0 notes
magnusbje-blog · 13 years ago
Video
youtube
Ég gerði þessa stuttmynd með vini mínum og félaga Brian Turner. Hann klippti hana, ég skrifaði hana og við leikstýrðum í sameiningu (ef leikstjórn má kalla). Mér finnst hún fín, hún hefði mögulega getað verið aðeins betri en afraksturinn er frambærilegur.
I made this movie with my good friend Brian Turner. I wrote it, he cut it and we both directed it. It turned out all right.
1 note · View note
magnusbje-blog · 13 years ago
Video
youtube
Ég skrifaði handritið að þessari mynd þegar ég var í Vancouver Film School. Mér finnst hún fullkomin.
I wrote this movie for a class while I was at Vancouver Film School. It could not have turned out any better. The director knocked it out of the park, the actors nailed everything and the script is probably the best thing I've ever written.
0 notes
magnusbje-blog · 13 years ago
Text
Þýðing á Call the Midwife
Einu sinni átti ég mögulega, hugsanlega að þýða bókina Call the Midwife. Ég fékk ekki ��á vinnu, sem er svo sem alveg skiljanlegt. Ég var samt sem áður búinn að þýða nokkrar blaðsíður úr henni. Hérna er rétt byrjunin, ég vona að þetta sé það lítið að það geti enginn kært mig.
Nonnatus stöðin var staðsett í bryggjuhverfi í London, hverfin sem það sinnti voru Stepney, Limehouse, Millwall, Isle of Dogs, Cubitt town, Poplar, Mile End og Whitechapel. Það var alltaf mikil mannmergð í hverfinu og búið mjög þröngt. Margar kynslóðir bjuggu saman og fólk bjó yfirleitt í sama hverfinu allt sitt líf. Kannski fluttist fólk nokkrar götur frá húsinu sem það fæddist í. Krakkar hlupu inn og út úr húsum hvors annar og uppeldi þeirra dreifðist á margar hendur. Yfirleitt var öll stórfjölskyldan á svipuðum slóðum þannig að frænkur, afar, ömmur og eldri systkyni voru alltaf til staðar. Ekki man ég eftir að nokkur maður hafi læst útidyrahurðinni hjá sér, nema á nóttunni.
Ummerki hræðilegra sprengjuárása seinni heimstyrjaldarinnar voru auðsjáanleg á hverfinu. Heilu húsalengjurnar voru í rúst og hús stóðu með opin sár sem voru lauslega girt af með girðingum og tréspjöldum. Svæðin sem höfðu orðið hvað verst úti voru ævintýraheimur fyrir litla krakka. Þessi svæði voru merkt 'HÆTTA' og 'AÐGANGUR BANNAÐUR' en slík skilti voru sem boðskort í augum sex eða sjö ára stráka. Á hverju sprengjusvæði voru leyni inngangar á bakvið tréspjöld þar sem barnslíkami gat auðveldlega smeygt sér í gegn. Það var bannað með lögum að fara inn á þessi sprengjusvæði en lögreglunni var alveg sama.
0 notes