Text
Gleðifréttir á skákmóti Hróksins og Kalak
Gleðifréttir á skákmóti Hróksins og Kalak
Helgi Áss Grétarsson stórmeistari sigraði með glæsibrag á nýársmóti Hróksins og Kalak á laugardag. Helgi fékk fullt hús, 9 vinninga, næstur kom Róbert Lagerman með 7,5 og þriðji varð Gauti Páll Jónsson með 6,5. Þá var því fagnað að Hrókurinn og Kalak munu enn um sinn hafa bækistöðvar að Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, en útlit var fyrir að félögin yrðu heimilislaus eftir að húsnæðið skipti um…
View On WordPress
2 notes
·
View notes
Text
Framtíð Hróksins og Kalak í óvissu: Halda fagnaðarfund og kveðjuhóf um helgina
Framtíð Hróksins og Kalak í óvissu: Halda fagnaðarfund og kveðjuhóf um helgina
Hrókurinn og Kalak efna til áramótafagnaðar og ,,kveðjuveislu” í Pakkhúsinu, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, laugardaginn 4. janúar klukkan 14 til 16. Efnt verður til skákmóts, sagt frá metári Hróksins og Kalak á Grænlandi 2019 í máli og myndum, og boðið upp á ljúffengar vöfflur og aðrar veitingar. Allir eru hjartanlega velkomnir. Þrátt fyrir að 2019 hafi verið viðburðaríkasta árið í sögu…
View On WordPress
0 notes
Text
Stekkjarstaur í Kulusuk: Færði öllum börnum í næsta nágrannaþorpi Íslands gjafir
Stekkjarstaur í Kulusuk: Færði öllum börnum í næsta nágrannaþorpi Íslands gjafir
Í dag, miðvikudaginn 18. desember, fór sjálfur Stekkjarstaur til Kulusuk, á vegum Kalak, Hróksins og Air Iceland Connect. Jólasveinn okkar fór að vanda klyfjaður gjöfum frá íslenskum velunnurum, jólanammi frá Góu og með spjaldtölvur frá Heiðbjörtu Ingvarsdóttur, Grænlandsfara Hróksins og stjórnarkonu í Kalak, til allra elstu nemendanna. Stekkjarstaur var vel fagnað á flugvellinum í Kulusuk og…
View On WordPress
0 notes
Text
Vetrarhátíð Hróksins og Kalak á Austur-Grænlandi
Hrókurinn og Kalak standa fyrir Air Iceland Connect-Vetrarhátíð í Tasiilaq og Kulusuk á Grænlandi dagana 13.-20. nóvember. Tasiilaq sem er höfuðstaður Austur-Grænlands hefur verið mjög í fréttum á árinu vegna hörmulegs ástands í málefnum barna á svæðinu og margvíslegra félagslegra vandamála. Markmiðið með vetrarhátíðinni er að skapa gleðistundir á Austur-Grænlandi, en jafnframt munu…
View On WordPress
0 notes
Text
Þjóðhátíð Hróksins og Kalak 17. júní
Þjóðhátíð Hróksins og Kalak 17. júní
Haldið verður Air Iceland Connect-skákmót í tilefni af samnefndri hátíð sem er nýlokið í Nuuk.
Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, efna til fagnaðarfundar á þjóðhátíðardegi Íslendinga, mánudaginn 17. júní í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn, milli 14 og 16. Efnt verður til Air Iceland Connect-skákmóts í tilefni af því að nýlokið er samnefndri hátíð í Nuuk, sem heppnaðist með…
View On WordPress
0 notes
Text
Þorbjörn Jónsson aðalræðismaður Íslands á Grænlandi lék fyrsta leikinn á mótinu fyrir blinda snillinginn Paulus Napatoq.
Steffen Lynge, lögregluþjónn, tónlistarmaður og dyggur Hróksliði varði titil sinn á Air Iceland Connect meistaramóti Nuuk, sem Hrókurinn og Kalak efndu til í Nuuk Center, verslunarmiðstöð höfuðborgar Grænlands á sunnudag. Keppendur voru hátt í þrjátíu, á öllum aldri, og leikgleðin var í fyrirrúmi.
Þorbjörn Jónsson aðalræðismaður Íslands lék fyrsta leikinn á mótinu fyrir blinda skáksnillinginn Paulus Napatoq, sem er frá Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæ Grænlands, sem stóð sig með mikilli prýði og var hársbreidd frá verðlaunasæti. Silfrið hreppti Malik Bröns, formaður í skákfélagi heimamanna, og bronsið kom í hlut hins vaska Ove Brönlund. Verðlaun fyrir bestan árangur barna hlaut hinn bráðefnilegi Kavi Kimik Sondum.
Verðlaun voru einkar glæsileg, að hætti hússins: Steffen fékk Íslandsferð frá Air Iceland Connect og Stefan Ittu Hvid verslunarmaður lagði til veglegar inneignir í sinni glæsilegu útivistar- og íþróttabúð. Allir keppendur fengu auk þess glaðning frá Air Iceland Connect.
Meistaramótið var lokapunktur hinnar árlegu sumarhátíðar í Nuuk, og þriðja ferð Hróksliða til Grænlands á árinu. Undanfarna daga hafa Hróksliðar farið í grunnskóla í höfuðborginni og fært á annað hundrað börnum reiðhjólahjálma frá Kiwanishreyfingu og Eimskip, heimsótt athvörf fyrir heimilislausa og fatlaða með ótal gjafir frá íslenskum vinum, fært Krabbameinsfélagi Grænlands á annað þúsund slaufur frá íslenska Krabbameinsfélaginu, sem seldar verða í fjáröflunarskyni, og komið gjöfum til barna á heimili sem ekki geta verið hjá fjölskyldum sínum. Leiðangursmenn voru Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman, og nutu þeir ómetanlegrar aðstoðar Þorbjörns ræðismanns, auk þess sem fjöldi einstaklinga og fyrirtækja lögðu til verðlaun og gjafir.
Framundan eru meðal annars hátíðir í Tasiilaq, Kullorsuaq og Ummannaq, en Hrókurinn fer að jafnaði 7-8 sinnum á ári að útbreiða fagnaðarerindi skáklistar og vináttu.
[divider]
#gallery-0-5 { margin: auto; } #gallery-0-5 .gallery-item { float: left; margin-top: 10px; text-align: center; width: 100%; } #gallery-0-5 img { border: 2px solid #cfcfcf; } #gallery-0-5 .gallery-caption { margin-left: 0; } /* see gallery_shortcode() in wp-includes/media.php */
Keppendur voru á öllum aldri og gleði og einbeiting í fyrirrúmi.
Unga kynslóðin lét sig ekki vanta, enda hafa þúsundir grænlenskra barna lært skák síðan Hrókurinn hóf landnámið árið 2003.
Róbert Lagerman, varaforseti Hróksins, við glæsilegt verðlaunaborð.
Skák er skemmtileg!
Skákir Paulusar Napatoq vöktu mikla athygli, en hann var hársbreidd frá verðlaunasæti.
Þorbjörn Jónsson aðalræðismaður Íslands á Grænlandi lék fyrsta leikinn á mótinu fyrir blinda snillinginn Paulus Napatoq.
Róbert Lagerman, Hrafn Jökulsson, Steffen Lynge skákmeistari Nuuk 2019, og Þorbjörn Jónsson aðalræðismaður.
Tónelski lögreglumaðurinn varði titilinn á hátíð Hróksins í Nuuk Steffen Lynge, lögregluþjónn, tónlistarmaður og dyggur Hróksliði varði titil sinn á Air Iceland Connect meistaramóti Nuuk, sem Hrókurinn og Kalak efndu til í Nuuk Center, verslunarmiðstöð höfuðborgar Grænlands á sunnudag.
0 notes
Text
Hrafn færði Vivian þingforseta blóm, osta, lambalæri og nýjasta meistaraverk RAX.
Vivian Motzfeldt, forseti grænlenska þingsins, var heiðursgestur á Air Iceland Connect-hátíð Hróksins í Nuuk á laugardag. Við sama tækifæri tók hún við taflsettum að gjöf til allra grænlenskra þingmanna, en skákáhugi á Grænlandi hefur vaxið stórum síðan Hrókurinn hélt fyrsta alþjóðlega mótið í sögu landsins árið 2003.
Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, setti hátíðina oí Nuuk Center, verslunarmiðstöð höfuðborgarinnar, og sagði m.a. að Íslendingar væru allra þjóða heppnastir með nágranna. Starfið á Grænlandi hefði verið gefandi, og ánægjulegt að fylgjast með vaxandi samskiptum þjóðanna á öllum sviðum. Þjóðirnar ættu samleið og gætu margt hvor af annarri lært.
Vivian, sem er þaulkunnug starfi Hróksins, þakkaði gjöfina og sagði að grænlenskir þingmenn myndu án nokkurs vafa taka gjöfinni fagnandi, enda skákin ekki einasta skemmtileg heldur gott verkfæri til að þjálfa hugann.
Kirsten Holm tók fagnandi við slaufum frá Krabbameinsfélagi Íslands, sem seldar verða í þágu málstaðarins.
Næst veitti Kirsten Holm, frá Krabbameinsfélagi Grænlands, viðtöku á rausnarlegri gjöf frá íslenska Krabbameinsfélaginu, vel á annað þúsund slaufum sem seldar verða í haust í þágu málstaðarins. Hvergi á Norðurlöndum er tíðni krabbameina jafn há og á Grænlandi. Kirsten bað fyrir kærar kveðjur til íslenskra velunnara, og sagði að gjöfin kæmi að afar góðum notum.
Þá var Henrik Leth heiðraður, en hann er stjórnarformaður Polar Seafood, öflugasta sjávarútvegsfyrirtækis Grænlands. Dótturfyrirtæki Polar Seafood og Síldarvinnslunar, Polar Pelagic, hefur stutt ötullega við starf Hróksins á Austur-Grænlandi mörg undanfarin ár. Henrik lýsti því yfir að fyrirtæki hans myndi áfram styðja starf Hróksins í þágu grænlenskra barna og ungmenna.
Síðast en ekki síst voru meðal heiðursgesta starfsmenn og börn af Pitu-heimilinu, sem er fyrir ungmenni sem ekki geta dvalið hjá fjölskyldum sínum. Hrókurinn hefur í mörg ár fært börnunum þar gjafir frá íslenskum vinum, leikföng og föt, og þau sneru klyfjuð og alsæl heim af skákhátíðinni, eftir að hafa teflt fjöltefi við Róbert Lagerman, varaforseta Hróksins.
Teflt blindandi. Róbert tefldi með bundið fyrir augun gegn blinda snillingnum Paulus Napatoq frá Ittoqqortoormiit.
Áður en fjölteflið hófst mættust Róbert og Paulus Napatoq, blindi skáksnillingurinn frá Ittoqqortoormiit, í sýningarskák. Róbert var með bundið fyrir augun, svo teflt væri á jafnréttisgrundvelli og lauk skákinni með jafntefli eftir æsispennandi sviptingar.
Róbert tefldi svo við tugi heimamanna á öllum aldri, og náðu þrjú ungmenni jafntefli gegn meistaranum.
Allir heiðursgestir hátíðarinnar voru leystir út með gjöfum, og vakti ekki síst lukku þegar Þorbjörn Jónsson, aðalræðismaður Íslands á Grænlandi, færði Vivian Motzfeldt landsliðstreyju í tilefni af sigri Íslands á Albaníu í knattspyrnu, en óhætt er að fullyrða að Íslendingar eigi hvergi dyggari stuðningsmenn en á Grænlandi.
Gestir Hróksins á Air Iceland Connect-hátíðinni voru auk þess leystir út með margvíslegum glaðningi, m.a. frá Air Iceland Connect, MS, KSÍ, Ísspor, Kiwanis, RAX, Sagafilm, Grænum markaði og íslenskum hannyrðakonum.
Hátíðin heldur áfram á sunnudag, þegar haldið verður Air Iceland Connect meistaramótið í Nuuk. Þar á Steffen Lynge, skákmeistari, lögregluþjónn og tónlistarmaður titil að verja.
[divider]
#gallery-0-5 { margin: auto; } #gallery-0-5 .gallery-item { float: left; margin-top: 10px; text-align: center; width: 100%; } #gallery-0-5 img { border: 2px solid #cfcfcf; } #gallery-0-5 .gallery-caption { margin-left: 0; } /* see gallery_shortcode() in wp-includes/media.php */
Teflt blindandi. Róbert tefldi með bundið fyrir augun gegn blinda snillingnum Paulus Napatoq frá Ittoqqortoormiit.
Kirsten Holm tók fagnandi við slaufum frá Krabbameinsfélagi Íslands, sem seldar verða í þágu málstaðarins.
Hrafn færði Vivian þingforseta blóm, osta, lambalæri og nýjasta meistaraverk RAX.
Hrafn Jökulsson, Vivian þingforseti Grænlands í íslenska landsliðsbúningnum, og Þorbjörn Jónsson aðalræðismaður á Grænlandi.
Henrik Leth, stjórnarformaður Polar Seafood, hét enn frekari stuðningi við starf Hróksins á Grænlandi.
Róbert skákmeistari með tveimur knáum köppum sem náðu jafntefli í fjölteflinu.
Henrik Leth var leystur út með nýjasta meistaraverki RAX.
Fólk fylgdist spennt með blindskákarviðureign Róberts og Paulusar.
Börnin af Pitu-heimilinu, sem ekki geta dvalið hjá fjölskyldum sínum, voru leyst út með fjölmörgum gjöfum og gleðin var allsráðandi.
Hinn þrautreyndi meistari, Grænlandsfari og varaforseti Hróksins, mátti hafa sig allan við í fjölteflinu.
Gleði, gjafir og vinátta allsráðandi á Air Iceland Connect-hátíð Hróksins í Nuuk Vivian Motzfeldt, forseti grænlenska þingsins, var heiðursgestur á Air Iceland Connect-hátíð Hróksins í Nuuk á laugardag.
0 notes
Text
Vinátta í verki -- umsóknir óskast!
Vinátta í verki — umsóknir óskast!
Öll sveitarfélög á Íslandi sýndu vináttu í verki
Velferðarsjóðurinn VINÁTTA Í VERKI hefur verið stofnaður. Sjóðurinn hefur til umráða söfnunarfé það sem skákfélagið Hrókurinn og Kalak vinafélag Íslands og Grænlands í samstarfi við Hjálparstarf Kirkjunnar söfnuðu til styrktar þeim sem þurftu að yfirgefa heimili sín í snatri eftir flóðbylgju í Uummaannaq firði á Grænlandi og geta ekki snúið aftur…
View On WordPress
0 notes
Text
Hátíð Hróksins er tileinkuð minningu hins unga veiðimanns, Karls Napatoq, sem drukknaði í Scoresby-sundi 14. mars.
Þrettándu páskahátíð Hróksins í Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæ Grænlands, lauk á mánudag með Air Iceland Connect-hátíðinni ,,Dagur vináttu Íslands og Grænlands”. Nú um páskana hafa Máni Hrafnsson og Joey Chan, liðsmenn Hróksins, staðið fyrir fjölda viðburða en hátíðin var tileinkuð minningu hins unga veiðimanns, Karls Napatoq, sem fórst í Scoresby-sundi í mars. Napatoq-fjölskyldan hefur frá upphafi verið meðal dyggustu liðsmanna Hróksins í ísbjarnarbænum mikla, og Paulus Napatoq, bróðir Karls, er einn snjallasti skákmaður Grænlands, þótt blindur sé.
Hátíðin hófst með heimsóknum Hróksliða í leikskólann og dvalarheimili aldraðra í bænum, en þangað var farið með páskaegg og margvíslegan glaðning, ekki síst frá íslenskum prjónakonum. Þau Máni og Joey fóru síðan og lögðu blóm og ljósmynd á minnismerki Karls.
Á fimmtudag tefldi Máni Norlandair-fjöltefli, og samhliða hófst myndlistarsamkeppni PENNANS undir stjórn Joey. Á föstudag var komið að BÓNUS-páskaeggjamótinu, en þar voru páskaegg í boði fyrir alla keppendur. Hinn bráðefnilegi og trausti skákmaður Ignatius Arqe sigraði eftir harða baráttu, Paulus Napatoq hreppti silfrið og Hans-Henrik bronsið.
Ignatius tekur við sigurlaunum úr hendi Joey Chan. Þessi ungi efnismaður sigraði á báðum stórmótum Hróksins á páskahátíðinni.
Á laugardag var svo Air Greenland Meistaramótið haldið og þar náði Ignatius öðru gulli, Kristian Hammiken náði silfri og Paulus bronsi.
Auk framangreindra bakhjarla tóku sveitarfélagið Sermersooq og Mannvit þátt í hátíðinni. Í samtali við tíðindamann Hróksins sagði Máni, sem ótal sinnum hefur farið á Hróksins vegum vítt og breitt um Grænland að hátíðin hefði heppnast framúrskarandi vel: ,,Gleði og kærleikur voru leiðarljósin. Hér eigum við bestu vini í heimi, og hlökkum til að koma aftur á næsta ári.”
[divider]
#gallery-0-5 { margin: auto; } #gallery-0-5 .gallery-item { float: left; margin-top: 10px; text-align: center; width: 100%; } #gallery-0-5 img { border: 2px solid #cfcfcf; } #gallery-0-5 .gallery-caption { margin-left: 0; } /* see gallery_shortcode() in wp-includes/media.php */
Frá dvalarheimili aldraðra. Hróksliðar komu að vanda færandi hendi, m.a. með mynd úr síðustu heimsókn.
Gleðin var allsráðandi á hátíð Hróksins í afskekktasta bæ Grænlands.
Jarus Napatok við minnismerki sonarinar Karls, sem var efnilegasti veiðimaður bæjarins. Hátíðin var tileinkuð minningu hans.
Joey með grænlenskum vinum.
Keppendur á hátíðinni voru á öllum aldri, enda komin rík skákhefð í bænum eftir þrettán páskahátíðir í röð.
Lukka í leikskólanum með prjónavörur og páskaegg frá Íslandi.
Paulus, skáksnillingurinn blindi, Máni Hrafnsson, og veiðimaðurinn mikli Jarus Napatoq. Hátíðin var tileinkuð minningu sonar hans, sem fórst í Scoresby-sundi í mars.
Skák er skemmtileg!
Fjölmargar íslenskar prjónakonur sendu gjafir með Hróksliðum til Grænlands.
Ignatius tekur við sigurlaunum úr hendi Joey Chan. Þessi ungi efnismaður sigraði á báðum stórmótum Hróksins á páskahátíðinni.
Frábær hátíð Hróksins um páskana í afskekktasta þorpi Grænlands Þrettándu páskahátíð Hróksins í Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæ Grænlands, lauk á mánudag með Air Iceland Connect-hátíðinni ,,Dagur vináttu Íslands og Grænlands".
0 notes
Text
Hátíð Hróksins er tileinkuð minningu hins unga veiðimanns, Karls Napatoq, sem drukknaði í Scoresby-sundi 14. mars.
Liðsmenn Hróksins eru komnir til Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæjar Grænlands, þar sem í hönd fer þrettánda páskaskákhátíðin í röð. Þetta er jafnframt önnur ferð Hróksins til Grænlands á þessu ári, en útbreiðsla skáklistar og vináttu hófst árið 2003 og eru ferðirnar alls orðnar um 80. Hátíðin nú er tileinkuð minningu Karls Napatoq, hins 25 ára veiðimanns og Hróksvinar, sem drukknaði í Scoresby-sundi 14. mars síðastliðinn. Karl og fjölskylda hans voru meðal fyrstu vina Hróksliða í Ittoqqortoormiit, og Paulus bróðir hans, sem er blindur, er besti skákmaður Austur-Grænlands.
Arnar Valgeirsson, sem var frumkvöðull að heimsóknum Hróksins til Ittoqqortoormiit, minnist Karls með mikilli hlýju:
Strax í fyrstu ferð Hróksins til Ittoqqortoormiit árið 2007 myndaðist vinskapur við fjölskyldu Karls. Þarna voru þau sjö systkinin, börn þeirra Jarusar og Nikolinu. Elstur Paulus, þá Karl, Emilia, Josef, Lea, Pauline og svo Mia litla, gleðigjafinn sem þau höfðu tekið að sér sem ungabarn. Þá átti Jarus son fyrir. Þessir krakkar með Paulus elstan, þá fimmtán ára blindan dreng, voru ótrúlega áhugasöm um skákina og það var mikil áskorun að kenna blindum pilti að tefla en hann var búinn að teikna borðið og mennina í huganum eftir svona 20 mínútur og lærði einfaldlega á fyrsta degi. Karli var veiðimennskan í blóð borin og sextán ára var það hans atvinna auk þess að fara með ferðamenn á hundasleðum út á hið ógnarmikla Scoresbysund sem tók hann til sín stuttu fyrir 26 ára afmæli sitt. Karl hafði ekki mikinn áhuga á skákinni þó hann kæmi og fylgdist með. Náttúrubarn fram í fingurgóma sem náði í sel fyrir bæði fjölskyldu sína og hunda. Veiddi moskuxa eða sauðnaut og var tilbúinn þegar ísbirnir ætluðu sér í þorpið. Lífsbaráttan er hörð þarna uppi í norðri og sorgin mikil hjá þessari mögnuðu fjölskyldu sem aldrei fellur verk úr hendi en Jarus byggði t.a.m. sitt hús sjálfur yfir fjölskyldu sína. Þar hafa liðsmenn Hróksins fengið margan kaffibollann, jafnvel eftir að hafa fengið sel, sauðnaut eða jafnvel ísbjarnarkjöt í kvöldmat. Karl lætur eftir sig barn sem hann átti úr fyrri sambúð. Minningarathöfn var haldin um hann þremur vikum eftir að hann hvarf úti á hafísnum, á tuttugu og sex ára afmælisdegi hans.
Gleði og kærleikur eru leiðarljós Hróksins, og í þeim anda verður hins unga veiðimanns minnst. Leiðangursmenn nú eru Máni Hrafnsson og Joey Chan, sem eru nú í þriðja skipti fulltrúar Hróksins í ísbjarnarþorpinu mikla.
Veiðimannafjölskylda. Karl heitinn, lengst til vinstri, með náhvalstönn, Jarus faðir hans með rostungshauskúpu, Paulus, blindi skáksnillingurinn og fjölskylduvinur.
Á fimmtudag mun Máni tefla Norlandair-fjöltefli við börn og fullorðna í íþróttahúsi bæjarins, á föstudaginn langa fer fram Páskaeggjamót BÓNUS og á laugardag er komið að Air Greenland Meistaramótinu. Á mánudag verður svo Air Iceland Connect-hátíð, Dagur vináttu Íslands og Grænlands.
Samhliða skákinni fer fram myndlistarsamkeppni Pennans, sem Joey hefur umsjón með, og jafnframt munu þau heimsækja dvalarheimili aldraðra og leikskólann í bænum, klyfjuð gjöfum frá fyrirtækjum og einstaklingum, ekki síst prjónahópnum góða í Gerðubergi og fleiri prjónakonum vítt og breitt um Ísland.
Ittoqqortoormiit er næstum þúsund kílómetra frá næsta byggða bóli á Grænlandi, lífsbaráttan er hörð en mannlífið gott. Sem fyrr leggjast margir á árar með Hróknum til að gera þessa árlegu stórhátíð að veruleika: Norlandair, Air Greenland, Air Iceland Connect, sveitarfélagið Sermersooq, BÓNUS, Telepost, Mannvit, prjónakonurnar góðu og fleiri. Fréttir og myndir munu birtast á heimasíðu og Facebook-síðu Hróksins á næstu dögum.
[divider]
#gallery-0-5 { margin: auto; } #gallery-0-5 .gallery-item { float: left; margin-top: 10px; text-align: center; width: 100%; } #gallery-0-5 img { border: 2px solid #cfcfcf; } #gallery-0-5 .gallery-caption { margin-left: 0; } /* see gallery_shortcode() in wp-includes/media.php */
Hátíð Hróksins er tileinkuð minningu hins unga veiðimanns, Karls Napatoq, sem drukknaði í Scoresby-sundi 14. mars.
Hróksliðinn Jóhanna Engilráð með hluta af páskaeggjunum sem BÓNUS gefur til hátíðarinnar.
Veiðimannafjölskylda. Karl heitinn, lengst til vinstri, með náhvalstönn, Jarus faðir hans með rostungshauskúpu, Paulus, blindi skáksnillingurinn og fjölskylduvinur.
Joey Chan, einn af gleðigjöfum Hróksins á Grænlandi á flugvellinum Nerlerit Inaat 16. apríl 2019.
Hrókurinn kominn til Grænlands! Myndin var tekin í dag á afskekktasta flugvelli Grænlands.
Karl Napatoq var, þrátt fyrir ungan aldur, einn helsti veiðimaður Ittoqqortoormiit, mikið náttúrubarn og Hróksvinur.
Þrettánda páskahátíð Hróksins í afskekktasta bæ Grænlands tileinkuð minningu hins unga Karls Napatoq Liðsmenn Hróksins eru komnir til Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæjar Grænlands, þar sem í hönd fer þrettánda páskaskákhátíðin í röð.
0 notes
Text
Hrókurinn og Kalak bjóða til fagnaðarfundum með vinum frá Grænlandi, laugardaginn 16. mars kl. 14, í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn. Boðið verður upp á tónlist, veitingar og fræðslu um Grænland.
Steffen Lynge er skákmeistari, tónlistarmaður og lögreglumaður, sem starfað hefur víða á Grænlandi. Hann tók þátt í fyrsta alþjóðlega móti Hróksins í Qaqortoq 2003, og hefur síðan verið burðarás í starfi Hróksins þar í landi. Steffen sigraði á meistaramóti Nuuk í fyrra, og hlaut Íslandsferð í verðlaun frá Air Iceland Connect. Hann er líka kunnur tónlistarmaður og lagahöfundur.
Dines Mikaelsen frá Tasiilaq er hér á ferð ásamt Færeyingnum Birgi Hansen, og tveimur unglingspiltum frá Tasiilaq, Samuel Mikaelsen og Mikael Bajare. Dines er allt í senn veiðimaður, listamaður og rithöfundur og hefur lagt sérstaka rækt við að varðaveita menningu Austur-Grænlendinga.
Við sama tækifæri verður haldin sýning á teikningum barnanna í Kulusuk, en þar voru Hróksliðar á ferð fyrstu vikuna í mars.
[divider]
#gallery-0-5 { margin: auto; } #gallery-0-5 .gallery-item { float: left; margin-top: 10px; text-align: center; width: 100%; } #gallery-0-5 img { border: 2px solid #cfcfcf; } #gallery-0-5 .gallery-caption { margin-left: 0; } /* see gallery_shortcode() in wp-includes/media.php */
Dines Mikaelsen er víðkunnur veiðimaður, sagnameistari og listamaður frá Austur-Grænlandi. (1)
Hrafn Jökulsson og Steffen Lynge, sem sigraði á meistaramóti Nuuk 2018 og hlaut Íslandsferð í verðlaun.
Fagnaðarfundur með grænlenskum vinum Hrókurinn og Kalak bjóða til fagnaðarfundum með vinum frá Grænlandi, laugardaginn 16. mars kl. 14, í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn. 135 more words
0 notes
Text
Liðsmenn Hróksins hafa síðustu vikuna staðið fyrir árlegri Polar Pelagic-hátíð í Kulusuk á Grænlandi, sem er næsti nágrannabær Íslendinga. Hápunktur hátíðarinnar var meistaramót grunnskólans þar sem allir nemendurnir, rúmlega þrjátíu talsins, voru meðal keppenda.
Hátíðin hófst með kennslu og fjöltefli Hrafns Jökulssonar, en öll börnin í Kulusuk kunna mannganginn og mörg eru orðin harla góð í skáklistinni eftir fjölmargar heimsóknir Hróksins á liðnum árum. Reyndar þurfti að gera hlé á fjöltefli Hrafns, þegar fréttist að einn af veiðimönnunum í Kulusuk hefði fellt ísbjörn í jaðri þorpsins. En það var ekki bara skáklistin sem var á efnisskrá hátíðarinnar. Heiðbjört Ingvarsdóttir sá um föndur- og hannyrðanámskeið og hin 9 ára gamla Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir hélt utan um myndlistarkeppni barnanna í skólanum.
Meistaramótið í Kulusuk var haldið á þriðjudag, og þar sigraði Mikkel Nathanielsen eftir æsispennandi baráttu. Í næstu sætum komu Grethe Nakinge, Julius Abelsen og Kenno Kalia. Öll fengu börnin glaðning frá Nóa Síríus, auk þess sem Hróksmenn færðu öllum börnunum ný skáksett að gjöf frá Air Iceland Connect. Verðlaun í myndlistarsamakeppninni hlutu Hansiman Abelsen, William Nathanielsen, Pipaluk Utitsatikitseg, Grethe Nakinge, Helle Petersen, Enos Utuaq og Jacob Abelsen. Allar myndir krakkanna í Kulusuk verða til sýnis í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn helgina 16.-17. mars en þá standa Hrókurinn og Kalak fyrir Grænlandshátíð, til heiðurs Steffen Lynge, skákmeistara, tónlistarmanni og lögregluþjóni frá Grænlandi. Steffen hefur tekið þátt í starfi Hróksins á Grænlandi frá upphafi, árið 2003, og er heiðursfélagi í Hróknum.
Polar Pelagic-hátíðin er nú haldin í fimmta skipti, og eru liðsmenn Hróksins afar þakklátir fyrir frábæran stuðning. Aðrir bakhjarlar voru Air Iceland Connect, Íslenskir fjallaleiðsögumenn, Nói Síríus, prjónahópurinn í Gerðubergi og fleiri íslenskar hannyrðakonur, sem lögðu til mikið af vönduðum og góðum prjóna- og ullarfatnaði í gjafir og vinninga fyrir börnin í Kulusuk.
[divider]
#gallery-0-5 { margin: auto; } #gallery-0-5 .gallery-item { float: left; margin-top: 10px; text-align: center; width: 100%; } #gallery-0-5 img { border: 2px solid #cfcfcf; } #gallery-0-5 .gallery-caption { margin-left: 0; } /* see gallery_shortcode() in wp-includes/media.php */
Hansiman Abelsen fekk fyrstu verdlaun i myndlistarkeppninni.
Listaverk eftir William Nathanielsen
Pipaluk Uitsatikitseq teiknadi merki Hroksins.
Bornin fengu taflsett að gjöf fra Air Iceland Connect
Fra fjoltefli Hrafns Jokulssonar.
Jóhanna Engilráð og Frederik Willy fara yfir úrslit a skákmótinu.
Vinningshafar a meistaramotinu i Kulusuk.
Vinningshafar i myndlistarkeppninni.
Polar Pelagic-hátíð Hróksins: Kæti í Kulusuk Liðsmenn Hróksins hafa síðustu vikuna staðið fyrir árlegri Polar Pelagic-hátíð í Kulusuk á Grænlandi, sem er næsti nágrannabær Íslendinga. 277 more words
0 notes
Text
Kulusuk-hátíð í Pakkhúsi Hróksins á laugardaginn
Kulusuk-hátíð í Pakkhúsi Hróksins á laugardaginn
Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, efna til skákmóts og kynningar á starfinu á Grænlandi 2019, í Pakkhúsi Hróksins á laugardaginn, 23. febrúar, klukkan 14. Þar verður slegið upp Kulusuk-skákmóti í tilefni af því að fyrsti leiðangur Hróksliða til Grænlands heldur til þessara næstu nágranna okkar í næstu viku.
Samhliða skákmótinu munu liðsmenn Hróksins og Kalak segja frá þeim…
View On WordPress
0 notes
Text
Hrókurinn er þessa dagana á ferð og flugi, og heimsótti í síðustu viku grunnskóla í Borgarnesi, Siglufirði, Dalvík, Hörgársveit, Grenivík, Akureyri og Eyjafjarðarsveit. Hrafn Jökulsson byrjaði á því að segja frá Grænlandi í máli og myndum og er óhætt að segja að áhugi barnanna á þessu næsta nágrannalandi okkar hafi verið ósvikinn. Síðan tóku við fjöltefli, og tefldi Hrafn alls við á fimmta hundrað barna í þessum leiðangri, sem heppnaðist afar vel.
Óhætt er að segja að gleðin hafi verið í fyrirrúmi, eins og fram kemur í færslu Sigurðar Arnarsonar, á Facebook-síðu íslenskra skákmanna. Hann skrifar:
Í dag hitti ég unga stúlku úr Hrafnagilsskóla. Hún sagði mér stolt frá því að hún hefði unnið Hrafn Jökulsson í fjöltefli. Það vakti undrun mína því þessari ágætu stelpu er margt betur til lista lagt en að tefla skák. Ég hældi henni að sjálfsögðu fyrir afrekið og spurði nánar út í skákina. Kom þá upp úr dúrnum að um svokallaða ,,töfraskák” var að ræða. Það fyrirbæri þekkti ég ekki og vinkona mín tók að sér að kynna hana fyrir mér. Hún fer þannig fram að þegar Hrafn átti mát í einum þá snéri hann borðinu við og verkefni hnátunnar var þá að finna mátið. Það tókst og þar með vann hún og var mjög ánægð með árangurinn!
Takk, Hrafn, fyrir að gleðja ungmennin og takk fyrir að vekja áhuga á skák.
Í vikunni liggur leið Hróksins um Suðurland, Suðurnes og Vesturland.
[divider]
Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri í Fjallabyggð rýnir í stöðuna ásamt vöskum hópi.
Gleðin allsráðandi í Brekkuskóla á Akureyri.
Kátir krakkar í Borgarnesi .
Ósvikinn áhugi á Dalvík — einsog annarsstaðar!
Stórmeistaralegir á Grenivík!
Töfraleikur í uppsiglingu í Hrafnagilsskóla!
Þrjár saman í liði gegn Hrafni í Þelamerkurskóla í Hörgársveit.
Hrókurinn á ferð og flugi um landið Hrókurinn er þessa dagana á ferð og flugi, og heimsótti í síðustu viku grunnskóla í Borgarnesi, Siglufirði, Dalvík, Hörgársveit, Grenivík, Akureyri og Eyjafjarðarsveit.
0 notes
Text
Heiðursgesturinn Jacob Isbosethsen leikur fyrsta leikinn fyrir Hjörvar Stein. Hrafn svaraði fyrir Sveinbjörn Jónsson.
Stórmeistararnir Bragi Þorfinnsson og Hjörvar Steinn Grétarsson urðu efstir og jafnir á Grænlandsmótinu í skák, á hátíð Hróksins og Kalak, sem haldin var til heiðurs Jacob Isbosethsen, nýskipuðum ræðismanni Grænlands á Íslandi. Jón Torfason lenti í 3. sæti en keppendur voru alls sautján. Samhliða skákmótinu efndi hin unga og bráðefnilega Sjana Rut Jóhannsdóttir til sannkallaðrar tónlistarveislu, og boðið var upp á ljúffengar veitingar.
Hátíðin var haldin í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn, og bauð Hrafn Jökulsson gesti velkomna fyrir hönd Hróksins og Kalak. Hann bauð Jacob hjartanlega velkominn til starfa á Íslandi, og sagði mikil tímamót og fagnaðarefni að okkar næstu nágrannar hefðu opnað sendiskrifstofu í Reykjavík, enda sköpuðust þannig tækifæri til að auka samvinnu og efla vináttu grannþjóðanna enn frekar. Jacob, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur mikla reynslu af störfum á erlendum vettvangi í þágu Grænlands, tók næstur til máls og sagði um stórt skref að ræða fyrir Grænlendinga. Hann kvaðst hlakka til þeirra fjölmörgu verkefna sem framundan væru, og þakkaði fyrir starf Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, á liðnum árum.
Elisabeth Nielsen starfaði lengi sem hjúkrunarfræðingur á Grænlandi og Kristjana G. Motzfeldt bjó þar í 25 ár.
Hrafn færði Jacob að gjöf hina glæsilegu bók Guðmundar Páls Ólafssonar, Ströndin í náttúru Íslands, og Jacob lék síðan fyrsta leikinn á Grænlandsmótinu fyrir Hjörvar Stein gegn Sveinbirni Jónssyni. Tefldar voru átta umferðir, og ljóst frá upphafi að stórmeistararnir tveir myndu keppa um sigurinn. Þeir mættust í æsispennandi skák í fjórðu umferð, sem lauk með jafntefli eftir miklar sviptingar og tímahrak. Þeir komu svo hnífjafnir í mark, með 7,5 vinning en gamla kempan Jón Torfason náði þriðja sætinu með 5,5 vinning. Aðrir keppendur voru Guðfinnur Rósinkranz Kjartansson, Sveinbjörn Jónsson, Hjálmar Hrafn Sigurvaldason, Arnljótur Sigurðsson, Kristján Stefánsson, Oddgeir Ágúst Ottesen, Hörður Jónasson, Ingi Tandri Traustason, Jón Steinn Elíasson, Jóhann Valdimarsson, Tómas Ponzi, Jóhann Helgi Hreinsson, Arnar Logi Kjartansson og Niels Jensen. Forlagið og Sagafilm lögðu til vinninga, auk þess sem Niels hreppti stórvirki Ragnars Axelssonar, Jökull, í happdrætti keppenda.
Sjana Rut heillaði hina fjölmörgu gesti og keppendur á hátíðinni tónlist sinni og söng.
Fjölmargir gestir lögðu leið sína á hátíðina, jafnt Grænlandsvinir og Grænlendingar sem búsettir eru á Íslandi. Sjana Rut spilaði og söng, og vann sannarlega hug og hjörtu allra viðstaddra. Þá kom hinn þekkti grænlenski tónlistarmaður Miki Jacobsen fram og flutti seyðandi tóna. Boðið var upp á vöfflur og heitt súkkulaði, og að auki gómsætar kökur frá Bakarameistaranum sem skreyttar voru með grænlenska fánanum og myndum frá Grænlandi.
Margt er á döfinni í Grænlandsstarfi Hróksins og Kalak, og mun fyrsti leiðangur ársins halda til Kulusuk í lok mánaðarins. Þá verður efnt til ýmissa viðburða á næstunni í Pakkhúsi Hróksins, en þar er jafnframt safnað góðum fatnaði og gjöfum fyrir grænlensk börn.
Lokastaðan á Grænlandsmótinu: http://chess-results.com/tnr411398.aspx?lan=1&art=1
[divider]
Elisabeth Nielsen starfaði lengi sem hjúkrunarfræðingur á Grænlandi og Kristjana G. Motzfeldt bjó þar í 25 ár.
Grænlenski tónlistarmaðurinn Miki Jacobsen spilaði og söng á hátíðinni.
Heiðursgesturinn Jacob Isbosethsen leikur fyrsta leikinn fyrir Hjörvar Stein. Hrafn svaraði fyrir Sveinbjörn Jónsson.
Jacob ásamt Grænlendingum sem búsettir eru á Íslandi.
Jacob sker fyrstu kökusneiðina.
Kempan Jón Torfason kom næstur á eftir stórmeisturunum og lenti í 3. sæti.
Kristján Stefánsson og Tómas Ponzi í þungum þönkum.
Sjana Rut heillaði hina fjölmörgu gesti og keppendur á hátíðinni tónlist sinni og söng.
Ungir gestir létu ekki sitt eftir liggja.
Bragi og Hjörvar efstir á Grænlandsmóti Hróksins og Kalak Stórmeistararnir Bragi Þorfinnsson og Hjörvar Steinn Grétarsson urðu efstir og jafnir á Grænlandsmótinu í skák, á hátíð Hróksins og Kalak, sem haldin var til heiðurs
0 notes
Text
Grænlandsmót í Pakkhúsi Hróksins á laugardaginn
Grænlandsmót í Pakkhúsi Hróksins á laugardaginn
Hinn nýskipaði sendimaður Grænlands á Íslandi, Jacob Isbosethsen, verður heiðursgestur Hróksins og Kalak, nk. laugardag 2. febrúar, kl. 13, í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn. Hann mun kynna sér starfsemi félaganna og leika fyrsta leikinn á Grænlandsskákmóti sem slegið er upp af þessu tilefni.
Félagar í Kalak, Hróknum og aðrir Grænlandsvinir eru hvattir til að mæta tímanlega og…
View On WordPress
0 notes
Text
Guðni forseti setti hátíðina, og hvatti liðsmenn Hróksins og Kalak til dáða.
Fjölmenni var á jólagleði Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, á laugardaginn. Guðni Th. Jóhannesson forseti var heiðursgestur hátíðarinnar og lék fyrsta leikinn á Air Iceland Connect jólamóti Hróksins.
Hrafn Jökulsson bauð gesti velkomna, fyrir hönd félaganna og fór stuttlega yfir starfið 2018. Hrókurinn, sem fagnaði 20 ára afmæli, skipulagði alls sjö leiðangra til Grænlands og hélt fjölda hátíða, í samvinnu við Kalak. Þá stóð Hrókurinn áfram fyrir fatasendingum til Grænlands og í desember sendu Hrókurinn og Kalak Stekkjarstaur til Kulusuk með gjafir handa öllum börnunum í þorpinu. Í vor efndi Hrókurinn til árlegs skákmaraþons, þar sem 5 milljónir söfnuðust án nokkurs tilkostnaðar, og rann afraksturinn í söfnun Fatimusjóðs og UNICEF fyrir stríðshrjáð börn í Jemen. Þá héldu Hróksmenn áfram að heimasækja Barnaspítala Hringsins vikulega, og studdu sem fyrr við skáklíf fyrir fólk með geðraskanir. Í september var haldið glæsilegt afmælismót í Ráðhúsinu, en að auki efndi Hrókurinn til fjölda viðburða og heimsótti skóla víða um land.
Guðni leikur fyrsta leikinn fyrir Guðlaugu gegn Róbert. Árni Gunnarsson og Jóhanna Engilráð fylgjast með.
Helsta verkefni Kalak, eins og mörg undanfarin ár, var að bjóða 11 ára börnum frá litlu þorpunum á Austur-Grænlandi til tveggja vikna dvalar á Íslandi, til að læra sund og kynnast íslensku samfélagi. Þetta er mikið ævintýri fyrir börnin, sem sjá og upplifa margt í fyrsta skipti á ævinni: Bíóferð og leikhús, heimsókn í Húsdýragarðinn og Alþingi, fara á hestbak og Gullna hringinn, og voru að vanda boðin ásamt fylgdarliði til Bessastaða.
Guðni forseti flutti setningarávarp, og þakkaði Hróknum og Kalak fyrir áralangt starf í þágu barna á Íslandi og Grænlandi. Hann hvatti liðsmenn félaganna til að halda áfram góðu og mikilvægu starfi.
Forseti lék svo fyrsta leikinn á Air Iceland Connect jólaskákmóti Hróksins fyrir Guðlaugu Unni Þorsteinsdóttur skákdrottningu, sem hafði hvítt í 1. umferð gegn Róbert Lagerman, varaforseta Hróksins. Árni Gunnarsson forstjóri Air Iceland Connect svaraði að bragði fyrir Róbert, sem hafði betur í skákinni. Við þetta tækifæri færði Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir forsetanum
Sigurvegarar. Róbert lenti í efsta sæti, Arnljótur í 2. og Kristján hreppti silfrið.
að gjöf ljósmynd Jóns Grétars Magnússonar af Hvalseyjarkirkju á Grænlandi, en þar fór fram brúðkaup árið 1408, sem er síðasti skráði viðburðurinn í sögu norrænna manna á Grænlandi. Viðstödd var Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt, en hún gekk í hjónaband í Hvalseyjarkirkju með Jonathan Motzfeldt, fyrsta forsætisráðherra og landsföður Grænlands, og var það fyrsta athöfnin í 500 ár í hinu forna guðshúsi.
Róbert sigraði á jólamótinu, Arnljótur Sigurðarson varð í 2. sæti og Kristján Stefánsson hreppti bronsið. Aðrir keppendur voru Þórir Benediktsson, Gunnar Skarphéðinsson, Guðlaug Þorsteinsdóttir, Héðinn Briem, Guðfinnur R. Kjartansson, Hörður Jónasson, Sigurjón Björnsson, Aðalsteinn Thorarensen, Jóhann Valdimarsson, Hjálmar Hrafn Sigurvaldason, Bjarni Árnason, Einar S. Einarsson, Tómas Ponzi, Pétur Jóhannesson og Axel Diego.
Systkinin bráðefnilegu, Sjana Rut og Alex, töfruðu alla upp úr skónum.
Systkynin Alex og Sjana Rut Jóhannsdóttir fluttu lög eftir Sjönu, en þessi kornunga listakona hefur vakið mikla athygli fyrir lög sín og söng. Þá tróðu Birkir Blær Ingólfsson og Margrét Arnardóttir upp með saxófón og harmónikku, og er óhætt að segja að allt hafi tónlistarfólkið töfrað gesti upp úr skónum með tónum.
Margt er framundan á nýju ári hjá Hróknum og Kalak. Liðsmenn Hróksins halda áfram skólaheimsóknum vítt og breitt um landið, og margar hátíðir eru á teikniborðinu, jafnt á Íslandi sem Grænlandi.
[divider]
Birkir Blær Ingólfsson og Margrét Arnardóttir heilluðu gesti.
Elda Þórisson Faurelien, löngum kennd við kaffihúsið góða, Haiti, með Guðna forseta.
Framarinn Marcin Bylica var ánægður með sinn Stjörnuforseta!
Guðni forseti, Lisa Solrun Christiansen og dóttir hennar Aviâja Isaksen. Lisa vinnur hjá grænlensku landstjórninni en býr á Íslandi.
Hrafn, Lilja Steingrímsdóttir sérlegur bakhjarl Grænlandsstarfs Hróksins, og Róbert.
Jóhann Valdimarsson og Tómas Ponzi skemmta sér jafnan dátt við skákborðið.
Jökull Ingason Elísabetarson með dætrunum Lillý og Talíu.
Kempur og burðarásar í íslensku skáklífi um árabil. Guðfinnur Kjartansson, Kristján Stefánsson og Einar S. Einarsson.
Margrét Arnardóttir lék á nikkuna af mikilli list.
Róbert, Árni, Kristjana, Guðni, Jóhanna Engilráð og Guðlaug með myndina góðu af Hvalseyjarkirkju á Grænlandi.
Sigurbjörg Guttormsdóttir og Haraldur Auðunsson. Sigurbjörg er leikskólakennari í Hringnum en þangað hafa Hróksmenn komið vikulega í 15 ár.
Sirkuslistamennirnir Bjárni Árnason og Axel Diego, sem báðir hafa farið á vegum Hróksins til að gleðja grænlensk börn.
Verðlaunahöfundurinn, Hróksiðinn, Grænlandsfarinn þandi saxann. Hann hefur glatt ófá grænlensk börn á Hróksins vegum.
Þessi erlendu ferðamenn brustu í dans undir tónaflóðinu.
Tafl og tónaveisla á jólagleði Hróksins og Kalak Fjölmenni var á jólagleði Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, á laugardaginn. Guðni Th. Jóhannesson…
0 notes