Tumgik
astrososp · 5 years
Text
Vika #14
8-14 Apríl
Við vorum alla vikuna að pakka niður restina af dótinu okkar og flytja það yfir í húsið. Settum upp gólflista og þrifum allt. Ég raðaði öllu í eldhúsið og er það klárt. Á föstudeginum versluðum við í matinn og sváfum síðan fyrstu nóttina okkar í húsinu og erum tæknilega séð flutt inn þó svo allt sé út um allt. Við buðum foreldrum Benna í brunch í Herning á Laugardeginum og síðan fórum við heim og byrjuðum að setja saman nokkur húsgögn. Þegar við vorum að setja saman borðstofu stólana tókum við eftir að einn þeirra væri skemmdur þannig við fórum í gegnum alla sendinguna til að vera viss um að ekkert annað væri skemmt en fíllinn sem við keyptum var líka brotinn. Við fórum upp í Ilva og sýndum þeim þetta og konan sem afgreiddi okkur var miður sín og ætlaði að redda okkur nýju dóti og kemur það eftir páska. Á sunnudeginum kom pabbi Benna til að klára að múra ganginn. Ég setti allt dótið inn í bílskúr sem fyrrum eigandinn skildi efttir og ætlum viðað fara með það á haugana í næstu viku. Nú erum við á fullu að klára öll verkefnin sem við erum byrjuð á og klára að koma okkur fyrir. Mamma og pabbi koma á fimmtudaginn og flest allt ætti að vera komið í lag þá.  
0 notes
astrososp · 5 years
Text
Vika #13
1 - 7 apríl.
Benjamín var í fríi alla vikuna til að vinna í húsinu. Við kláruðum að mála á þriðjudeginum og á miðvikudeginum kom bróðir Benjamíns og pabbi hans til að hjálpa okkur að brjóta upp gamla gólfið og setja gólfhita og nýtt gólf og voru þeir í fríi restina af vikunni til að klára gólfið. Húsgögnin úr Ilva komu einnig sama dag og settum við þau niður í kjallara á meðan verið var að græja gólfið í stofunni uppi. Við ákváðum að taka veggfóðrið af veggjunum í svefnherberginu og mála það á meðan það væri tómt þannig ég fór í það verkefni á fimmtudeginum og kláraði það síðan daginn eftir með smá hjálp frá mömmu Benna. Bróðir benjamíns og kærata hans og strákurinn þeirra og Lærke og börn kíktu í heimsókn í kaffi og köku þar sem benjamín átti afmæli á fimmtudeginum. Gólfið gekk vel og var það verkefni klárað á laugardeginum, við fórum heim um 3 og ég keyrði síðan Benjamín í reunion um 4. Þegar ég kom heim fór ég í sturtu og fékk mér síðan cesarsalat  í kvöldmatinn og horfði á mynd. Benni hringdi í mig um 02.00 og bað mig um að sækja sig þannig ég fór á fætur og sótti hann og vini hans og keyrði þá heim. Við vorum búin að plana að fara í ikea á sunnudeginum og fór ég á fætur rúmlega 8 og gerði mig til, Benjamín svaf aðeins lengur á meðan ég gerði mig til og horfði á 1 þátt af HIMYM. Við lögðum af stað til Arhus um 11. Það var keypt fullt af allskonar dóti, mest af litlum hlutum en einnig skrifborð og kommóðu. Eftir Ikea fórum við beint í afmæli til ömmu hans og vorum þar til að verða 9. Fórum upp í hús með allt dótið og síðan heim að sofa þar sem við vorum bæði búin á því. Það var sól mest alla vikuna og hlýtt, hitinn fór alveg upp í 20 gráður. Í næstu viku verða settir gólflistar, klárað að mála ganginn og svefnherbergið og sett upp húsgögn. Vonandi gengur allt eftir plani og við verðum flutt inn um helgina.
0 notes
astrososp · 5 years
Text
Vika #10 - 12
Vika #10 #11 & #12
11.Mars - 31.Mars
Ég er ekki búin að setja inn blogg síðustu 3 vikur og er það bæði vegna þess að ég er upptekin og kanski smá löt en einnig vegna þess að netið er búið að vera meira en minni niðri og hef ekki getað tengt tölvuna við það nema fyrst núna í vikunni. Það er búið að vera nóg að gera hjá mér síðustu vikur. Við nýttum góða afslætti og keyptum fullt af dóti á þessum 3 vikum meðal annars rúm, Sængur og kodda, stóla, skáp, málverk, kaffivél, loftljós fyrir borðstofuna, lampa, sófa, sófaborð og fleira. Ég og Lærke kona bróður Benjamíns gerðum saman sushi og buðum fjölskyldunni í sushi veislu. Það tók mjög langan tíma að búa til sushi‘ið, sérstaklega að gera hrísgrjónin. Það var ótrúlega gaman að búa til sushi og ekkert smá gott. Alveg eins og keypt ef ekki betra. Við Benni héldum áfram með Game Of Thrones maraþonið og eigum 1 þátt eftir af seríu 3. Gengur ekkert nóg vel þar sem við erum þreytt eftir alla vinnuna í húsinu og Benni skiljanlega þreyttur eftir að vinna allan daginn og siðan í húsinu eftir vinnu suma daga. Við kláruðum að horfa á 9 þátt í 3 seríu áðan og er hann fyrsti þátturinn af þeim hingað til til þess að fá mig til þess að gráta og grét ég ekkert lítið, þeir sem hafa séð þáttinn vita hvað ég er að tala um. Ég er enn að jafna mig og mun þurfa smá tima í viðbót. Ég fékk að sjá húsið 11. Mars og byrjuðum við að vinna í því 13. Við erum búin að vera að vinna mestu um helgar í húsinu en líka aðeins á virkum dögum. Við ákváðum að taka allt af veggjunum í stofunni, ganginum og borðstofunni og voru það nokkur lög af veggfóðri og tók það langan tíma að ná öllu af. Þegar allt veggfóðrið var loksins  farið af þá múruðum við veggina. Ég byrjaði aðeins að þrýfa á efstu hæðinni og ætla síðan að halda því áfram í næstu viku. Við byrjuðum að mála veggina í gær og munum halda því áfram næstu 2 – 3 daga. Við fáum lyklana formlega afhenta á morgun og ætlum að byrja þá að flytja eitthvað af dótinu okkar í húsið. Fengum rafvirkja til að setja nýjar innstungur og það koma líka maður til að taka 3 ofna í burtu þar sem við ætlum að setja gólfhita. Þannig næst á dagskrá er að klára að mála síðan setja gólfhita og leggja gólfið. Og reiknum við með að vera alveg flutt inn helgina 12 – 14 apríl.
0 notes
astrososp · 5 years
Text
Vika #9 4-10 mars Ég var alla vikuna að finna hugmyndir fyrir húsið á Pinterest og fleiri síðum, bjó til lista yfir hluti sem okkur langar í og síðan pakkaði ég smá niður því það er möguleiki að við fáum húsið 1-2 vikum fyrr en ætlað var og ætti það að koma í ljós í byrjun næstu viku. Við vonum innilega að fá það sem fyrst þar sem fólkið sem bjó þar er flutt út. Ég byrjaði og kláraði að horfa Dirty John á Netflix. Var búin að heyra góða hluti um þessa þætti en mér fannst þér bara allt í lagi, en ekkert meira en það. Við héldum áfram að horfa á Game Of Thrones og erum komin á seríu 2. Á föstudeginum fórum Við Benni út að borða á ítalskan stað. Við fengum okkur bæði pizzu og rauðvín. Þetta var rosa sætur staður og mjög góðar pizzur. Við munum pottþétt fara þangað aftur þar sem staðurinn er í bænum sem við erum að fara að flytja í. Eftir matinn fórum við i bíó á Captain Marvel. Ég var mjög spennt að sjá myndina en varð fyrir vonbriðgum því Marvel getur gert mikið betur. Ég mæli samt með að sjá hana ef maður er Marvel fan og sérstaklega þar sem þessi persóna verður stór partur í loka mynd Avengers the Endgame. Við Benni notupum helgina í það að skoða og kaup nokkra hluti fyrir húsið, prófuðum rúm og skipuðum ryksugur. Við teljum að hin mikla leit af rétta rúminu sé loks á enda þar sem við erum 99% búin að velja rúm. Benjamín lakkaði eldhús borðið sem hann er búinn að vera að dunda sér við að búa til og er það nánast tilbúið. Lappirnar fyrir borðið komu í vikunni of eigum við bara eftir að setja þær á en við ætlum að bíða með þar þar til við fáum afhennt. ... þar til næst ✌🏼
0 notes
astrososp · 5 years
Text
vika #7 og #8
Blogg fyrir síðustu tvær vikur kemur saman inn og í aðeins öðruvísi formi en vanalega.
Vika #7 18 – 24 feb Benjamín var að vinna alla vikunna og var ég því ein heima. Ég gerði ekki mikið þessa vikuna, mest var ég að taka til og fara yfir dótið mitt sem er með hér og skipuleggja það aðeins. Við Benjamín horfðum á Star Is Born. Á miðvikudeginum fór ég í Herningcenter með Lærke, konu bróðir Benjamíns.Við skoðuðum nokkrar búðir, hún var að leita af skrauti fyrir skýrn og síðan fengum við okkur sushi. Við keyptum köku og fórum með hana í vinnnuna til Benjamíns og bróður hans. Ég var svo bara að pakka niður og gera allt klárt fyrir heimsókn til Íslands og ferð til Amsterdam. Á föstudaginum vaknaði ég um 04:00 og tók lest til Köben. Flugið var mjög fínt, ég sat ein með heila röð fyrir mig og lagðist yfir öll sætin og svaf aðeins. Edda kom að sækja mig upp á völl og þegar ég kom heim fengum við mamma okkur smurt crossant og krispy cream. Ég pakkaði upp úr töskunni minni og byrjaði að pakka smá fyrir Amsterdam. Um kvöldið fór ég út að borða með stelpunum þar sem við vorum að halda upp á afmælið hennar Eddu. Ég kom heim og fór fljótlega upp í rúm. Á laugardeginum fórum við mamma á smá flakk  síðan kom amma í heimsókn og inn á milli var ég að pakka niður. Ágústa, Einar og Sandra komu í mat. Við Grilluðum hamborgara og eftir matinn tókum við eitt spil. Ég fór til Andreu að hjálpa henni að ákveða hvað hún ætti að taka með til Amsterdam. Flugið var 07:40 á Sunnudeginum. Ég sótti Andreu rúmlega 5 og keyrði upp á völl. Þegar við vorum komnar til Amsterdam fórum við upp á hótel með töskurnar og síðan að löbbuðum við um og kíktum íbúðir. Við fengum okkur Burger King og svo fórum við í Prikmark. Fengum okkur starbucks á leiðinni til baka upp á hótel og stoppuðum líka í matvörubúð og keyptum okkur sushi sem við tókum með upp á herbergi. Við gerðum okkur til, borðuðum sushi’ið og horfðum á sjónvarpið. Þegar við vorum klárar fórum við á Írskan bar og síðan voru það nokkrir staðir eftir það. Við vorum komnar upp á hótel um 6. Og vorum við búnar að vera vakandi í meira en sólarhring.
 Vika #8 25 feb- 3 mars
Vöknuðum um 11, gerðum okkur til og fengum okkur beiglu í morgunmat á einhverjum beiglustað. Fórum í nokkrar búðir og síðan upp á hótel að leggja okkur fyrir kvöldmatinn. Fórum út að borða á mjög góðan ítalskan stað og fengum okkur pasta.Við tókum okkar tíma að borða og löbbuðum eftir matinn upp á hótel. Daginn eftir vöknuðum við um 10 gerðum okkur til og fórum í brunch. Eftir hann ákváðum við að kíkja einn hring í gegnum Primark aftur, held að búðin hafi verið 5 eða 6 hæðir og var þetta snyrtilegasta Primark sem ég hef farið í. Við versluðum nokkrar flýkur, fórum á starbucks og síðan í nokkar búðir á leiðinni upp á hótel. Við gerðum okkur til þegar við vorum komnar á hótelið. Fengum okkur að borða á hótelinu og síðan tókum við taxa til að fara á Post Malone. Við keyptum okkur boli og drykk og fórum síðan inn í salinn. Tónleikarnir voru ótrúlega góðir og ekkert smá mikil stemning á þeim, kom mér virkilega á óvart hversu góður hann er live. Eftir tónleikana tókum við taxa á bar og fengum okkur bjór. Löbbuðum heim og vorum farnar að sofa um 4. Á miðvikudeginum vöknuðm við um 10 og pökkuðum dótinu okkar niður. Tókum taxa upp á flugvöll. Við vorum í 30–40 mínútur gegnum security check þó svo það væri varla röð. Fólkið sem var að vinna þarna talaði við okkur eins og við værum heimskar og spurði okkur fáránlegra spurninga. Það var leitað á Andreu og var það ekkert lítið. Veskið mitt var tekið til hliðar og allir hlutir teknir úr því og skannað aftur. Þegar þessu var loksins lokið fengum við okkur að borða og löbbuðum síðan í átt að hliðinu og þegar þangað var komið fórum við fljótlega í loftið. Við vorum ekkert smá heppnar með veðrið í Amsterdam, allan tímann var sól og 17-19 stiga hiti. Þegar heim var komið pakkaði ég upp og síðan aftur niður því sem ég ætlaði að taka með til DK. Árni og Ágústa komu að spila um kvöldið og ég fór frekar snemma að sofa. Daginn eftir vaknaði ég um 8 fór í sturtu og síðan í bakarí að kaupa kökur og fór með þær upp í gömlu vinnuna og heimsótti fólkið þar. Fór heim eftir það, pakkaði aðeins meira og svo í litun. Var búin þar um 3 og fór þá heim að klára að pakka öllu niður. Við mamma og pabbi fórum á sushi train og fór ég síðan að heimsækja Árna, Maju og stelpurnar. Um 9 fór ég til Eddu að hitta vinkonur mínar sem ég var að vinna með á leikskólanum. Eftir það fór ég heim að sofa. Vaknaði 4 á föstudeginum. Mamma og pabbi keyrðu mig upp á flugvöll. Það var smá vesen með töskurnar og þurfti ég að borga aukalega 10.000 kr. vegna þess að taskan mín var 4 kg of þung. Ég fór síðan í gegnum security check, keypti mér vefju og inn í vél. Svaf mest alla leiðina og þegar ég kom til Köben var handfangið á töskunni minni brotið af og þurfti ég að fara að tilkynna það. Fékk mér pulsu áður en ég fór í lestina og var síðan komin til Aulum rétt rúmlega 4. Benjamín sótti mig á lestarstöðina og við fórum beint heim og  byrjuðum á Game Of Thrones maraþoni. Helgin fór í það að slaka aðeins á, pakka smá niður í kassa og fara aðeins yfir það sem þarf að kaupa. Horfðum á nokkra GOT, fórum í göngutúr og gerðum upp gamlan gólf lampa. Á laugardagskvöldið bauð vinur Benjamíns okkur heim til sín og fengum okkur rauðvínsglas og bjór saman með vinum hans.      
0 notes
astrososp · 5 years
Text
Vika #6
Mánudagur 11. Febrúar 2019. Dagur 36 í Svíþjóð.
Þá er komið að síðustu vikunni minni hér í Svíþjóð. Ég vaknaði rúmlega 7 í dag. Krakkarnir voru enn sofandi en voru að fara vakna. Ég hjálpaði Katrínu í föt og Kristján klæddi sig sjálfur. Birta var heima í dag líka en fer líklegast í leikskólann á morgun. Ég fór með Katrínu og Kristján í leikskólann á meðan Alfreð var heima með Birtu. Kom heim og við Birta fórum að spila og lékum okkur saman. Fengum okkur hádegismat og síðan fékk Birta að vera aðeins í iPadinum í Georg og félagar og Lærum og leikum. Bjuggum til langstökks braut og vorum að æfa okkur að hoppa. Birta horfði smá á teiknimynd og á meðan var ég í tölvunni. Hengdi upp þvott og setti í uppþvottavélina og tók síðan úr henni. Fór rétt fyrir 4 að sækja krakkana á leikskólann. Komum heim og krakkarnir fóru að perla og kubba þar til það var kvöldmatur. Það var margrétta kvöldmatur, Kristján vildi grjónagraut, Katrín vildi skyr og Birta pizzu. Ég og Alfreð fengum okkur tortilla í ofni með chipotle chilli bolw. Eftir matinn fór ég fljótlega inn í herbergi að horfa netflix.
Þriðjudagur 12. Febrúar 2019. Dagur 37 í Svíþjóð.
Vaknaði svipuðum tíma og í gær. Krakkarnir voru að vakna og ég hjálpaði þeim að klæða sig í föt. Birta var orðin nógu hress til að fara í leikskólann. Við Alfreð fórum saman með þau í dag. Þegar við komum heim fengum við okkur kaffi og vorum aðeins að spjalla áður en hann fór að vinna. Ég braut saman þvott og hengdi upp. Horfði á 2 þætti af 90210 og borðaði hádegismat á meðan. Fór í sturtu og var síðan aðeins í tölvunni og horfði á heimildarmynd um Lady Gaga á netflix og eftir hana sofnaði ég í ca. 30 mín. Sótti krakkana og þau léku sér áður en það kom matur. Það var fiskur í matinn og eftir matinn fór ég að skoða rúm á meðan Hanna var að lesa fyrir krakkana. Þegar allir voru sofnaðir horfðum við Hanna á nýjasta Bachelor þáttinn og borðuðum ís. Klukkan var um 12 þegar þátturinn var búinn og fór ég þá upp í rúm að sofa,.  
Miðvikudagur 13. Ferbrúar 2019. Dagur 38 í Svíþjóð.
Vöknuðum aðeins seinna í dag. Krakkarnir fóru allir í sturtu og borðuðu morgunmat heima. Þegar við Alfreð vorum búin að fara með krakkana fórum við heim. Ég fór síðan í rúmfatalagerinn að skoða rúm sem ég sá á góðu tilboði og fór eftir það til Gautaborg. Ég fór á Burger King og kíkti aðeins í Sephora og keypti nokkra hluti sem mig langaði að prófa. Tók strætó heim og horfði á 90210, setti í vél og hengdi upp. Sótti síðan krakkana og þegar við komum heim ryksugaði ég. Í kvöldmatin voru tortilla pizzur og krakkarnir fengu kjötbokkur og egg. Fór síðan inn í herbergi og horfði á Netflix.
 Fimmtudagur 14. Febrúar 2019. Dagur 39 í Svíþjóð.
Vaknaði rúmlega 7 og allir voru enn sofndi eða uppi í rúmi. Morgunrútínan var sú sama og þegar ég kom heim eftir að hafa farið með krakkana þvoði ég þvott og horði á 90210. Setti síðan í uppþvottavélina og tók úr henni. Fékk mér hádegismat og bakaði svo súkkulaðiköku og á meðan kakan var í ofinum fór ég í sturtu. Tók síðan kökuna úr ofninum og bjó til krem á hana. Fór rétt fyrir 4 að sækja krakkana. Við fengum okkur kökusneið þegar við komum heim. Krakkarnir léku sér síðan þar til það kom matur. Ég bjó til pasta í hádeginu þannig við borðuðum það og krakkarnir fengu líka kjötbollur síðan í gær með. Eftir matinn var mikið stuð, krakkarnir léku sér og gerðu stelpurnar síðan kókoskúlur með Hönnu og á meðan var Kristján að dansa við tónlist í útvarpinu. Edda hringdi í mig og töluðum við saman í smá og svo fór ég að pakka niður dótinu mínu. Horfði á 2 þætti af How I Met Your Mother og fór síðan að sofa,
Föstudagur 15. Febrúar 2019. Dagur 40 í Svíþjóð.
Í dag er síðasti dagurinn minn hér í Svíþjóð og fer ég á morgun til Benjamíns. Vaknaði rétt rúmlega 7 í dag. Krakkarnir borðuðu smá heima og síðan fórum við í leikskólann. Kom heim horfði á nokkra 90210, hengdi úr þvottavélinni og tók úr uppþvottavélinni. Fékk mér að borða og kláraði að pakka dótinu mínu. Og horfði síðan á smá meira 90210. Fór fyrr að sækja krakkana því við ætluðum að fara út að borða þar sem þetta var síðasta kvöldið mitt. Við tókum strætó til Gautaborg rétt fyrir 5 og löbbuðum svo frá stoppinu að Hardrock. Hanna og Alfreð gáfu mér Gautaborg glas í safnið mitt. Ég fékk mér The Originlal Legendary burgerinn eins og nánast alltaf. Hann klikkar aldrei. Eftir matinn fengu krakkarnir shake og síðan tókum við mynd af okkur krökkunum í Photo Booth sem var á staðnum og fórum síðan heim. Þegar við komum heim fór ég í sturtu og svo fljótlega að sofa.
Laugardagur 16. Febrúar 2019.
Vaknaði í dag klukkan 6:00 og káraði að pakka öllu niður. Tók taxa 6:50 til að taka bátinn til Danmerkur. Benjamín kom og sótt mig og síðan keyrðum við heim til hans. Þegar við vorum komin þangað fengum við okkur smá að borða með mömmu hans og pabba og ömmu. Við lögðum okkur síðan aðeins því við vorum svo þreytt. Við vökuðum rúmlega 5, gerðum okkur til og fórum út að borða í Holstebro, eftir matinn löbbuðum við aðeins um og keyrðum síðan fram hjá húsinu sem við vorum að kaupa þar sem það er í sama bæ. Fórum í Bilka og keyptum smá nammi og eitthvað að drekka og fórum svo heim. Fljótlega eftir að við komum heim fórum við að sofa.
Sunnudagur 17. Febrúar 2019.
Við vöknuðum í dag rúmlega 9, ég fór í sturtu og fengum okkur síðan að borða. Við ákváðum að kíkja aðeins í Jysk til að skoða rúm og fleira sem var á tilboði en keyptum samt ekki neitt. Planið er að bíða aðeins með að kaupa hlutina þar til við fáum afhent. Eftir að hafa farið í nokkrar búðir fórum við aftur að sjá húsið að utan og hverfið i kring þar sem við sáum ekki mikið í gær því það var orðið dimmt. Við löbbuðum aðeins um hverfið og fundum skemmtilegan almenningsgarð til að labba um rétt hjá. Keyrðum svo heim og horfðum á Martian þar til það kom matur. Eftir matinn kláruðum við myndina og vorum síðan bara að slaka á þangaði til við fórum að sofa. 
0 notes
astrososp · 5 years
Text
Vika #5
Mánudagur 4. Feberúar 2019. Dagur 29 í Svíþjóð..
Vöknuðum 07:00 í dag. Alfreð fór út í nótt og kemur aftur á fimmtudaginn. Kristján var vakandi þegar ég kom fram en stelpurnar voru sofandi. Ég vakti Birti og klæddi hana í föt en Hanna klæddi hin. Ég klæddi síðan krakkana í útiföt og fórum við Hanna, krakkarnir og Benjamín saman að ná strætó. Hanna fór í vinnuna en ég og Benjamín fórum með krakkana á leikskólann. Eftir það fórum við á kaffihús að fá okkur morgunmat og síðan heim. Ég braut saman þvott, hengdi upp, tók úr uppþvottavélinni og fór svo í sturtu. Við borðuðum pizzu í hádegismat frá því í gær og horfðum á Friends Bloopers á Youtube á meðan. Pökkuðum fullt af dótinu mínu niður sem Benjamín gat tekið með sér til Danmerkur og settum það út í bíl. Spiluðum síðanTicket To Ride og borðuðum ís á meðan. Hanna bauðst til að sækja krakkana í dag og leyfa mér og Benjamín að vera saman áður en hann færi heim og var það vel þegið. Benjamín fór klukkan 5 til Gautaborg til að ná bátnum til DK, ég fór þá á móti Hönnu með kerruna fyrir krakkana. Það var skítaveður úti rigning/slydda og því var snjórinn á götunum mikið blautut og var mikið slabb. Við Hanna og Kristján vorum rennandi blaut og köld þegar við komum heim en stelpurnar voru þurrar því þær voru í kerrunni. Birta og Kristján fóru að lita smá fyrir mat en Katrín sofnaði á leiðinni heim og var enn sofandi. Við borðuðum afganga síðan í gær. Var aðeins í tölvunni á meðan hanna svæfði krakkana og horfði síðan á Netflix áður en ég fór að sofa.
Þriðjudagur 5. Febrúar 2019. Dagur 30 í Svíþjóð.
Vaknaði í dag 6:50. Krakkarnir voru allir enn sofandi og leyfðum við þeim að sofa aðeins lengur í dag. Við Hanna hjálpuðumst að að vekja þau og klæða. Göturnar og gangstígarnir voru eins i dag og í gær, jafnvel aðeins verri. Ég datt í brekkunni á leiðinni í leikskólann og varð rennandi blaut. Slapp samt nokkuð vel því ég meiddi mig ekki. Ég er ekki með góða vetrarskó hér, bestu skórnir sem ég er með eru Dr. Martens skórnir mínir og eru þeir mjög slæmir í hálku. Hanna labbaði með okkur í strætóskýlið en fór síðan í sitt sem var hinu megin við götuna og ég fór ein með krakkana í leikskólann. Þegar ég kom heim horfði ég smá Brooklyn Nine-Nine setti í þvottavélar og hengdi úr þeim og braut saman þvott. Fékk mér að borða og setti í uppþvottavél og tók síðan úr henni. Mér leiddist svo mikið að ég ákvað að taka allt eldhúsið í gegn og endur raða í það. Hitti Hönnu í strætó á leiðinni og við fórum sama að sækja krakkana. Fórum beint með Birtu á dansæfingu og eftir það fórum við í Allum og fengum okkur kvöldmat. Eftir það fórum við í ICA að kaupa það sem vantaði heima og tókum strætó heim. Gekk frá dótinu á meðan Hanna baðaði krakkana.Talaði smá við Sylvíu á Snap face call og var síðan í tölvunni að skoða sófa og sófaborð og endaði daginna eins og alla daga að horfa á Netflix.
Miðvikudagur 6. Ferbrúar 2019. Dagur 31 í Svíþjóð.
Í dag var sama rútína eins og aðra morgna. Fór heim að þvo þvott eftir að hafa farið með krakkana á leikskólann, fékk mér að borða, fór í sturtu og horfði á Brooklyn Nine-Nine. Ég notaði banana sem voru að skemmast til að baka bananabrauð og spjallaði síðan aðeins við Andreu á Face time. Leikskólinn hringdi í Alfreð og sagði að Katrín væri dauð þreytt og spurði hvort það væri í lagi að hún myndi sofna. Ég fór stuttu eftir það að sækja krakkana og við fengum okkur bananabrauð þegar við komum heim. Krakkarnir fóru síðan að spila og ég var að skoða ljós myndir og myndaalbúm af krökkunum þar til maturinn væri tilbúinn. Eftir mat fóru krakkarnir að sofa og ég og Hanna horfðum saman á Bachelor á meðan Hanna nuddaði mig aðeins því ég fann það alveg í líkamanum í dag að ég hefði dottið í gær, var bólgin og með verk í hendinni og í bakinu. Ágústa hringdi síðan í mig á face time og eftir það hringdi Árni. Ég fór svo bara að sofa eftir það því klukkan var orðin nokkuð margt.
Fimmtudagur 7. Febrúar 2019. Dagur 32 í Svíþjóð.
Vaknaði 07:00 og stelpurnar voru enn sofandi. Við ákváðum að hafa stelpurnar heima hjá mér í dag þar sem þær voru mjög þreyttar í gær og Birta með ljótan hósta. Hanna fór því með Kristján í leikskólann. Birta fékk sér að borða en Katrín svaf aðeins lengur. Katrín vaknaði síðan og fékk sér að borða og hlustuðum við á útvarpið á meðan stelpurnar voru að leika sér. Horfðum á Moana, lituðum og perluðum. Alfreð átti að koma um kvöldmatarleytið en fluginu var seinkað Hanna sótti Kristján og þegar þau komu heim var ákveðið að panta bara Pizzu en það var mikið vesen þar sem númerið virkaði ekki, síðan var ekki hægt að borga með korti og að lokum kom í ljós að þeir senda ekki á þetta póstnúmer, þannig við hættum bara við þetta. Hanna eldaði lax í kvöldmatinn og ég fór síðan eftir matinn fljótlega inn í herbergi að horfa á Netflix.
Föstudagur 8. Febrúar 2019. Dagur 33 í Svíþjóð.
Vaknaði 07:20. Hanna fór með Kristján í leikskólann en stelpurnar voru heima í dag. Ég fór í sturtu fljótlega eftir að ég vaknaði. Alfreð var ekki að vinna í dag þannig hann var að mestu með stelpurnar. Þær voru að leika sér og horfa aðeins á sjónvarpið. Ég gekk frá þvotti og fór í mollið að labba um og kaupa smá. Ég kom heim og gekk frá dótinu og fór svo stuttu seinna að sækja Kristján á leikskólann. Þegar við komum heim horfðu krakkarnir á 2 þætti og síðan var kominn matur. Alfreð eldaði hakk og spaghetti. Katrín og Birta borðuðu mest lítið þar sem þær voru slappar. Eftir matinn horfðum við smá meira þangað til farið var upp í rúm. Birta sofnaði um leið og hún lagðist niður en ég las tvær stuttar bækur fyrir Katrínu. Var síðan í tölvunni og horfði á mynd þar til ég fór að sofa.
Laugardagur 9. Febrúar 2019. Dagur 34 í Svíþjóð.
Í dag vaknaði ég rétt fyrir 9 og þá voru allir enn sofandi eða allaveganna úppi í rúmi. Ég lá í rúminu til að verða 10 og fór þá fram. Allir voru þá komir á fætur og voru að borða. Um hádegi fekk ég mér að borða og síðan klæddi ég mig og ég og Hanna fórum með ruslið úr pappa tunnunni og plast tunnunni í endurvinnsluna. Komum heim og náðum í Kristján og fórum við þrjú saman í eina búð og síðan mollið. Fórum á kaffihús, keyptum smá föndur fyrir krakkana og síðan fórumvið í ICA að kaupa það helsta sem vantaði heima. Hanna og Alfreð voru að fara í matarboð hjá vinafólki sínu um kvöldið þannig ég var heima með krakkana. Við höfðum kjötbollur og franskar í kvöldmatinn. Horfum saman á mynd og borðuðum ís. Eftir myndina las ég 3 stuttar bækur fyrir krakkana og síðan sofnuðu þau. Ég horfði á nokkra 90210 þætti áður en ég fór upp í rúm að sofa.
Sunnudagur 10. Febrúar 2019. Dagur 35 í Svíþjóð.
Vaknaði í dag um 9 og fór í sturtu. Það var mikill letidagur í dag og var ekkert sérstakt gert. Vorum bara heima í dag að dunda okkur. Hanna bakaði vöfflur í kaffitímanum og síðan horfðum við á disney lög á sænsku á Youtube. Í kvöldmatinn voru kjúklingaspjót og franskar. Var síðan bara inni í herbergi í tölvunni og ætla að horfa á mynd áður en ég fer að sofa.
0 notes
astrososp · 5 years
Text
Vika #4
Mánudagur 28. Janúar 2019.
Dagur 22 í Svíþjóð.
Þetta var letidagur.is Vaknaði rétt yfir 7 í dag. Gerði mig til og Sólrún vaknaði á sama tíma og pakkaði dótinu sínu niður í tösku og gerði sig klára að fara heim. Krakkarnir vou vaknaðir og voru að klæða sig í föt. Ég setti teygjur í stelpurnar og síðan klæddum við okkur í útiföt. Sólrún ákvað að labba með okkur í strætó til að fara til Gautaborg því hún og Egill voru að fara aftur heim til Stockholm. Þegar við Alfreð vorum búin að fara með krakkana fórum við heim. Ég var mjög þreytt og orkulítil þannig ég ákvað að leggjast upp í rúm og horfa á How I Met Your Mother. Sofnaði aðeins yfir því og fékk mér síðan að borða þegar ég vaknaði. Alfreð þurfti aðeins að skreppa og á meðan hengdi ég þvott og braut saman og tók úr uppþvottavélinni og fór síðan aftur að horfa. Fékk mér síðan núðlur áður en ég sótti krakkana. Ég tók sleðann með mér svo selpurnar gátu setið á honum á leiðinni heim. Við lásum saman bók þegar við vorum komin heim og síðan horfðu þau á einn þátt af Blíðu og Blæ á meðan við vorum að bíða eftir matnum. Það var kjúklingur í matinn með hrísgrjónum, sætum kartöflum og gurótum. Eftir mat klæddi ég krakkana í nátt föt og Alferð burstaði tennurnar þeirra. Fór síðan inn í herbergi og ætla að reyna að fara snemma að sofa í kvöld.  
Þriðjudagur 29. Janúar 2019. Dagur 23 í Svíþjóð.
Vaknaði rúmlega 7. Svaf ekki vel í nótt og var alltaf að vakna. Krakkarnir voru allir enn sofandi þegar ég fór fram. Ég valdi föt á stelpurnar og vakti krakkana. Hjálpaði þeim í föt og að tannbursta. Setti í hárið á Birtu, klæddum okkur í útiföt og fórum í strætó. Þegar ég kom heim tók ég úr uppþvottavélinni og setti í hana og fekk ég mér síðan te og settist aðeins við tölvuna áður en ég fór í sturtu. Eftir sturtu þvoði ég þvott og fór síðan inn í herbergi í tölvna og fékk mér melónur og bláber. Horfði á nokkra þætti af HIMYM og svo hringdu Ásdís og Árni í mig á Face time. Ég hengdi þvottinn upp og fékk mér síðan að borða. Ég var að mestu í tölvunni og horfa á netflix þar til við Alfreð fórum að sækja krakkana í leikskólann. Í dag var ballettæfing hjá Birtu og fórum við beint þangað. Eftir æfinguna hitta Hanna okkur og við förum öll saman á Subway. Tókum strætó heim og ég fór inn í herbergi að skoða dót fyrir húsið og var að plana smá hvað mig langar í. Horfði á netflix og fór síðan að sofa.
Miðvikudagur 30. Janúar 2019. Dagur 24 í Svíþjóð.
Í dag vaknaði ég um 7 en krakkarnir voru allir enn sofandi, ég vakti þau og síðan var morgunrútínan sú sama og venjulega. Fór heim eftir að hafa farið með þau á leikskólann, hengdi upp þvott og setti í vél. Fékk mér að að borða og horfði á HIMYM. Þessi vika er búin að vera algjör letivika og er ég bara búin að vera að mestu í tölvunni og horfa á Netflix. Fékk mér egg og ristað brauð í hádegismat. Ásdís hringdi í mig á face time og síðan fór ég út í búð og beint þaðan að sækja krakkana. Ég sótti þau aðeinn fyrr í dag og vorum við bara í rólegheitunum að klæða okkur í útiföt og tókum svo strætó heim. Þegar viðkomum heim fóru Birta og Katrín að lita og ég og Kristján tókum eitt tafl saman. Stelpurnar fóru síðan að hlusta á Línu langsokk og dansa með. Fyrir matinn vourm við að skoða bækur sem ég keypti í búðinni handa þeim. Það voru tortillur í kvöldmatinn með öllu tilheyrandi. Eftir matinn tannburstaði ég stelpurnar og Alfreð Kristján og síðan háttuðu sig allir. Ég las bók fyrir Katrínu en Alfreð var hjá Kristjáni og Birtu. Var í tölvunni eitthvað að stússast og síðan fór ég upp í rúm að horfa.
Fimmtudagur 31. Janúar 2019. Dagur 25 í Svíþjóð.
Dagurinn í dag byrjaði eins og allir dagar. Þegar við vorum búin að fara með krakkana á leikskólann fórum við Alfreð í eina búð að kaupa vettllinga og síðan heim og hann fór að vinna. Ég tók úr vél, hengdi upp, braut saman þvott og setti í aðra vél og hengdi það upp þegar vélin var búin. Fór í sturtu og bjó svo til quesadillas í hádegsismat. Síðan ryksugaði ég og skipti um á rúminu mínu. Ég ákvað að baka möndlu köku í dag og keypti allt fyrir hana í gær. Ég sótti krakkana á leikskólann og fórum við heim að borða köku og horfa á Bangsímon. Þetta var fyrsta skiptið sem ég bakaði þessa köku og heppnaðist hún ótrúlega vel og var mjög góð. Krakkarnir fengu núðlur í kvöldmatinn og við hin fengum okkur tortilla afganga og oumph. Ég las bók fyrir frakkana og síðan fórum við Kristján í teiknileik og hengimann. Kristján valdi fyrst orð og ég var búin að gíska nánast á alla stafina og vantaði enn 2 stafi þá spurði ég hvort að hann væri alveg viss að orðið væri rétt skrifað hjá honum þá sagði hann ‘‘ já er alveg viss, þetta er eina orðið sem ég kann‘‘. Orðið var KAKA. En þá hafði hann bara gleimt að skrifa stafina 2x. Fór síðan upp í rúm, fékk mér ís og horfði smá á HIMYM.
Föstudagur 1. Febrúar 2019. Dagur 26 í Svíþjóð.
Ég vaknaði í dag 06:50 því Benjamín var að koma. Hann var kominn hingað rúmlega 7. Ég var ótrúlega spennt að sjá hann enda næstum kominn mánuður síðan síðast. Hann var nánst ekkert búin að sofa nóttina þar sem hann þurfti að keyra og síðan í bát. Hann fór þess vegna beint upp í rúm að leggja sig en ég gerði krakkana klára og fór með þá á leikskólann. Þegar ég kom til baka lagðist ég hjá Benjamín og vorum þar í smá. Síðan fórum við fram og fengum okkur möndluköku og hann fékk sér kaffi og ég te. Eftir það fórum við út að labba um bæinn og síðan í Allum að fá okkur að borða og skoða aðeins um. Fórum í ICA keyptum nokkrar tegundir af ís í boxi til að taka með heim. Við horfðum á mynd þegar við komum heim og sofnuðum aðeins yfir henni. Ég fór og sótti krakkana og gaf þeim síðan köku og mjólk og spiluðum saman Funny Bunny. Krakkarnir fengu grjónagraut í matinn og borðuðu á undan okkur en við hin fengum pizzu, bæði venjulega og blómkáls og rauðvín með. Krakkarnir horfu á Brave á meðan við borðuðum. Benjamín og Alfreð fengu sér kaffi og súkkulaði eftir matinn. Við Benjamín fengum okkur ís og fórum að horfa á mynd inni í herbergi áður en við fórum að sofa.
Laugardagur 2.febrúar 2019. Dagur 27 í Svíþjóð.
Vöknuðum um 9. Fórum í sturtu og gerðum okkur til. Fengum okkur morgunmat og tókum saman dót þar sem ég var búin að panta hótel fyrir okkur í Gautaborg. Ég fattaði á leiðinni að ég hafði gleymt veskinu heima og var að vonast til að það myndi reddast. Fórum á kaffihús og löbbuðum aðeins Gautaborg þangað til við fengum herbergið. Sem betur fer var ekkert vesen við innrituna þó svo ég væri ekki með kort né skilríki en hún spurði samt um það og sagði að samkvæmt lögum þyrfti að sýna ID en hún sagði að þetta væri ekket mál. Hótelið var ótrúlega flott og algjört lúxus. Herbergið var risastórt og mjög nýtískulegt. Það var í boði að fara frítt í spa og ræktina og morgunmatur innifalinn. Löbbuðum aðeins um hótelið og horfðum á sjónvarpið og borðuðum snakk og dýfu. Ég var búin að panta borð fyrir okkur á Pinchos fyrir kvöldið. Maturinn var mjög góður og eftir matinn tókum við taxa upp á hótel og horfðum á sjónvarpið og fórum að sofa.
 Sunnudagur 3. Ferbrúar 2019. Dagur 28 í Svíþjóð.
Vöknuðum rétt fyrir 9 og fórum í sturtu. Klæddum okkur og fórum síðan í morgunmat. Það var ótrúlega mikið úrval og maturinn var mjög góður. Held þetta hafi verið besta hótel sem ég hef farið á morgunmaturinn, rúmið og þjónnustan fá stróran plús hjá mér. Við slökuðum aðiens á eftir morgunmatinn og tókum svo dótið okkar saman og skiluðum síðan herberginu. Við keyrðum aðeins um Gautaborg og fengum okkur pizzu áður en við fórum heim. Þegar við komum heim gekk ég frá dótinu mínu, fengum okkur ís og horfðum a mynd og sofnuðum yfr henni. Í kvöldmatinn voru kjúklingabringur með beikoni og hrísgrjón. Eftir matinn fórum við Benjamín inn í herbergi að skoða hlut fyrir húsið.  
1 note · View note
astrososp · 5 years
Text
Vika #3
Mánudagur 21. Janúar 2019. Dagur 15 í Svíþjóð.
Klukkan hringdi 07:00 eins og alla virka daga núna. Ég var ekki alveg tilbúin að vakna þá þannig ég snoozaði 2x og fór svo fram úr. Katrín var vöknuð en Kristján og Birta voru enn sofandi. Við vorum í seinni kantinum í morgun því við ætluðum að reyna að ná morgunmatnum í leikskolanum og hann var um 8 leytið. Hanna burstaði tennurnar á krökkunum og við hjálpuðum þeim síðan að klæða sig í föt og svo fórum við af stað til að ná strætó. Við komum í leikskólann rétt um 8 og þá var morgunmaturinn að byrja. Við Alfreð fórum heim, hann þurfti smá að vinna og fór síðan á fund í bankanum. Á meðan kláraði ég að horfa á síðustu tvo þættina af Arrow sem ég átti eftir af seríu 7 og fékk mér scrambled egg og avocado. Alfreð keypti tilbúna pizzu til að hita í ofni handa okkur og síðan þurfti hann að halda áfram að vinna. Ég fór ein að sækja krakkana í dag. Það gekk smá erfiðlega að koma sér út af leikskólanum og tók ��að smá tima fyrir þau að verða tilbúin. Þegar allir voru loksins komin út þurfti ég að koma stelpunum í kerruna en þær tóku ekki vel í það að þurfa að vera i kerrunni á leiðinni heim. Loksins gátum við lagt af stað að ná strætó. Það gekk vel leiðina heim og stoppuðum við á róló á leiðinni og vorum þar í soldin tíma. Árni hrigdi í mig á Face time og spjölluðum við aðeins saman meðan krakkarnir voru að renna sér og róla. Þegar við komum heim fóru krakkarnir að perla og lita. Ég gaf þeim brauð á meðan og síðan fengu þau að horfa á nokkra þætti fyrir mat. Andrea hringdi í mig á snap video í smá og þegar ég var búin að tala við hana horfði ég á einn þátt með krökkunum. Krakkarnir fengu pasta og hakk frá því í gær en Alfreð bjó til brokkolí pizzu fyrir okkur og Hönnu. Eftir kvöldmatinn fór ég �� sturtu og var ég aðeins á Youtube og svo hringdi Árni á Face time og hann var hjá mömmu og pabba og voru þau öll að spila með Ágústu. Gat ekki sofnað og var ég þá bara aðeins á youtube til ca 01:00 og sofnaði fljótlega eftir það.
Þriðjudagur 22. Janúar 2019. Dagur 16 í Svíðjóð.
Vaknaði 7, klæddi mig og fór fram. Krakkarnir og Alfreð voru enn sofandi og Hanna var að gera morgunmat þar sem Alfreð átti afmæli í dag. Við vöktum Alfreð með afmælissöng og fengum okkur síðan að borða morgunmat. Krakkarnir klæddu sig í föt og síðan burstaði ég tennurnar þeirra. Við klæddum okkur í útiföt og fórum í strætó. Þegar við vorum komin á leikskólann fóru krakkarnir beit út að leika. Alfreð fór síðan heim en ég fór aðeins í ICA. Þar keypti ég nokkra hluti fyrir húsið sem voru á afslætti þar á meðal kökuform, on the go jógúrt box, mæliskeiðar, eldföst mót og fleira. Ég keyti mér líka bláberja nocco og það fyndna við það er að ég var beðin um skilríki við kassann, aldrei nokkurntímann hef ég verið beðin um það áður hahaha. Fór líka í aðra matvörubúð og keyti í ostasalat, fór heim og fékk mér að borða, setti í 3 þvottavélar og hengdi upp. Áður en ég fór að sækja krakkana bjó ég til ostasalat og fékk mér eina brauð með því til að smakka. Það eru ekki til eins ostar og heima þannig ég keypti einhverja venjulega milda osta til að nota í það og það var bara fínt á braðið, smá bragðlaust en ágætt. Fór og sótti krakkana og síðan beint heim. Það var orðið dimmt þegar við komum heim og stuttu eftir að við komum var kvöldmatur. Krakkarnir fengu skyr og kanilhring. En ég Alfreð og Hanna fengum okkur eggjaköku. Ég fór síðan inn í herbergi og las smá og var svo aðeins á Youtube þar til ég fór að sofa.
Miðvikudagur 23. Febrúar 2019. Dagur 17 í Svíþjóð.
Morguninn var eins og vanalaega, vakna 07:00 og gerði krakkana klára fyrir leikskólann. Þau borðuðu morgunmat í leikskólanum  í morgun þannig við gátum bara farið fljótlega af stað í strætó eftir að þau  voru komin í föt. Við Alfreð fórum síðan heim, hann fór að vinna og ég fékk mér kaffi og var aðeins í tölvunni. Ég fékk mér súrdaigsbrauð með ostalasati og linsoðið egg í hádegismat. Þvoði 2 eða 3 þvottavélar og hengdi upp. Ég fór síðan í sturtu og sótti krakkana. Þegar við vorum að labba upp brekkuna að húsinu sagði ég við Kristján að þetta væri soldið erfitt að ýta stelpunum upp í kerrunni i snjónum. Þá sagði hann við mig ‘‘ þú átt þetta alveg skilið, mamma mín er alltaf búin að vera að gera þetta‘‘. Mér fannst þetta mjög fyndið og fór smá að hlæja. Við fengum fisk í kvöldmatinn og síðan fór ég að horfa á HIMYM og borða ís.
 Fimmtudagur 24. Febrúar 2019. Dagur 18 í Svíþjóð.
Vaknaði fyrir 7 í dag. Morgunrútínan var sú sama og aðra daga. Þegar við Alfreð vorum búin að fara með krakkana á leikskólann fórum við heim. Hann fór að vinna og ég fór upp í rúm og lagði mig í klukkutíma, var þreytt og kalt. Ég vaknaði um 10:00 og fékk mér fljótlega smá að borða. Ég ákvað að baka bananabrauð þar sem það voru til gamlir bananar. Á meðan ég beið eftir brauðinu kláraði ég að lesa bókina sem ég er búin að vera að lesa. Ég setti í vél og hengdi upp. Ég smurði nokkur  bananabrauð og tók með þegar ég sótti krakkana í leikskólann. Þegar við komum heim var stutt í mat og krakkarnir fengu grjónagraut, við Alfreð fengum okkur pizzu með fullt af salati á og fetaosti. Ég fann til nátt fót fyrir krakkana og Alfreð burstaði tennurnar þeirra. Fór upp í rúm að horfa á HIMYM.
Föstudagur 25. Febrúar 2019. Dagur 19 í Svíþjóð.
Vaknaði fyrir 7 í dag. Hanna var vakandi og var að gera sig til fyrir vinnuna en Alfreð og krakkarnir voru enn sofandi eða upp í rúmi. Ég valdi föt á krakkana og þau klæddu sig í þegar þú vöknuðu. Síðan fórum við í strætó. Ég kom heim og hengdi upp þvott og braut saman það sem var þurrt. Fékk mér smá að borða og var aðeins i tölvunni. Síðan fór ég út og labbaði á McDonald‘s og síðan í ICA að kaupa eitthvað til að eiga að narta í um helgina. Kom heim og fór síðan fljótlega að sækja krakkana á leikskólann. Við fórum heim og naglalökkuðum okkur á meðan Alfreð var að elda. Við fengum súrdeigsbrauð í ofni með hakki, pestó, kalkún og osti. En stelpurnar vildu frekar jógúrt. Síðan horfðum vð öll saman á Christopher Robin (mynd um Bangsímon og félaga). Ég fór síðan inn í herbergi og bjó um dýnu á gólfinu þar sem Sólrún var að fara að koma til mín frá Stokhólm. Ég labbaði á móti henni út í strætóskýli og við háttuðum okkur síðan og vorum að spjalla til kl ca 2 og fórum þá að sofa.
 Laugardagur 26. Febrúar 2019. Dagur 20 í Svíþjóð.
Ég og Sólrún vöknuðum um 10:00 gerðum okkur til og fórum til Gautaborg. Löbbuðum aðeins um í Nordstan mollinu, fengum okkur crossant og hittum svo Egil (kærasta Sólrúnar) og vin hans sem býr þar. Löbbuðum öll saman um borgina og fórum síðan á kaffihús og fengum okkur köku og kaffi. Eftir það löbbuðum við upp rúmlega 200 tröppur að Skansen kronan sem er virki upp á hæð sem var byggt á 17. öldinni. Inni í því voru 23 fallbyssur en aldrei gafst tækifæri til að skjóta af þeim. Þessi bygging varð seinna fangelsi, síðan safn og í dag er þetta notað fyrir allskyns viðburði. Við löbbuðum síðan í fallegan almenningsgarð þar sem í voru selir ,mörgæsir, kanínur og fleiri dýr. Settumst á stað og fengum okkur bjór, fórum á hamborgarastað og síðan í heima ‘‘partý‘‘ hjá Íslendingum sem búa í Gautaborg. Ég og Sólrún ákváðum að taka strætó heim rétt fyrir 1 en hinir fóru á bar. Við komum við á McDonalds á leiðinni og þegar heim var komið fórum við fljótlega að sofa.
Sunnudagur 27. Febrúar 2019. Dagur 21 í Svíþjóð.
Vöknuðum um 10:00, fórum í sturtu og gerðum okkur til og fórum aftur í Gautaborg. Við hittum strákana þar og fórum saman í brunch. Það hafði snjóað ágætlega um nóttina og snjóaði smá enn og blés aðeins, bara svona ekta íslenskt veður. Okkur var smá kalt þannig við ákváðum að fara bara í  Nordstan og löbbuðum þar um og fórum í þó nokkuð margar búðir og keyptum aðeins þar. Ákveðið var að fara á PizzaHut um kvöldið þar sem það er orðin smá ‘‘hefð‘‘ hjá Agli og Sólrúnu að fara þangað þegar þau fara á nýja straði. Það var einn í mollinu en við ákváðum að fara á annan sem var rétt hjá. Komum þangað og pöntuðum matinn en komumst svo að því að það væri ekki til cheesy bites skorpa né cheesy crust þannig Sólrún bað hana að hringja á staðinn í mollinu og athuga þar því hún varð að fá þessa með cheesy bites. Þau voru með það þar þannig við löbbuðum til baka. Þegar við vorum búin að borða fórum við í 7-Eleven til að kaupa smá nammi og síðan heim að chilla og bráðum verður farið að sofa. Be kind to one and another, Góða nótt. xx
0 notes
astrososp · 5 years
Text
Vika #2
Mánudagur 14. Janúar 2019. Dagur 8 í Svíþjóð.
Í dag vaknaði ég á undan vekjaraklukkunni, nánar tiltekið kl 07:00. Svaf ekkert svo vel þannig ég var löt við að fara úr rúminu og var þar til kl 08:00. Krakkarnir voru nýlega vaknaðir þegar ég kom fram og voru að borða morgunmat. Við perluðum, lituðum og spiluðum  þangað til það kom hádegismatur. Krakkarnig vildu núðlur en ég fékk mér spælt egg og vorrúllur. Fljótlega eftir hádegismat klæddum við okkur í útiföt og löbbuðum í leikskólann sem krakkarnir fara í á morgun. Við löbbuðum aðeins um svæðið og hittum einn kennarann fyrir utan leikskólann og spjölluðum við hana í smá stund. Eftir það fórum við heim og ákváðum við að taka strætó til baka. Þegar heim var komið fengu krakkarnir heitt kakó og brauð og fóru síðan að horfa á mynd sem Kristján keypti sér um helgina. Hanna kom heim þegar við vorum að borða kvöldmat og í matinn var fiskur í ofni og brokkolí. Ég fékk mér líka vorrúllur síðan úr hádeginu. Eftir matinn fór ég inn í herbergi og var nánst í símanum allt kvöldið. Fyrst hringdi Benjamín og við spjölluðum í ca. 1 klst og 30 mín. Eftir það hringdi bróðir minn í smá og hjá honum voru mamma og pabbi þannig ég talaði líka smá við mömmu í leiðinni. Í lokin talaði ég við eddu og andreu í gegnum video call a snapchat. Ég skoðaði síðan nokkrar danskar síður með húsgögnum og áhöldum fyrir heimilið og var að leita eftir hugmyndum fyrir húsið.
Þriðjudagur 15. Janúar 2019. Dagur 9 í Svíþjóð.
Ég var mjög lengi að sofna í gærkvöldi og sofnaði eitthvað um 01:00. Klukkan hringdi 07:20 í morgun en eg var vöknuð fyrir það en fór bara á fætur þegar klukkan hringdi. Í dag var fyrsti dagur í aðlögun á leikskólanum hjá krökkunum og áttu þau að mæta kl 09:00. Þau voru að borða morgunmat þegar ég kom fram. Þau klæddu sig í föt og burstuðu tennurnar. Síðan setti ég í hárið á stelpunum, klæddum okkur í útiföt og röltum af stað í átt að strætóskýlinu. Allt gekk vel í aðlögunni og krakkarnir stóðu sig rosalega vel og vorum við til 11:00 í dag. Það byrjaði að snjóa á meðan við vorum þar og þegar við fórum út var kerran öll þakin í snjó. Krakkarnir fengu að leika sér aðeins í snjónum í garðinum á leikskólanum áður en við tókum strætó til baka heim. Krakkarnir fengu heitt súkkulaði þegar við komum heim og í hádegismat borðuðum við vegan ‘‘ kjúkling‘‘ grænmeti og ávexti. Við lékum okkur síðan inni eftir matinn fram að kvöldmat. Krakkarnir fengu skyr og vínber og smá pulsubita  í kvöldmatinn en ég og Alfreð fengum okkur osta-beikon pulsur og egg. Um kvöldið fór ég í sturtu og síðan inn í herbergi að lesa smá og síðan horfa á netflix, as always. Og ætla að reyna að fara að sofa fyrr í kvöld.
Miðvikudagur 16. Janúar 2019. Dagur 10 í Svíþjóð.
Í dag vaknaði ég við vekjaraklukkuna kl 07:00. En vakanði samt um 06:00 við vekjaraklukku sem var að hringja frammi. En náði að sofa örlítið lengur til 7. Ég fór fram úr rúminu,  burstaði tennurnar og klæddi mig. Krakkarnir voru enn sofandi þegar ég var tilbúin. Við Alfreð vöktum þau og Birta og Kristán klæddu sig . Ég gaf krökkunum cheerios að borða og greiddi hárið á stelpunum og síðan klæddi Katrín sig og fóru svo allir í útiföt. Þegar allir voru búnir að klæða sig lögðum við að stað út í strætóskýli til að fara í leikskólann. Það gekk vel í dag eins og í gær og vorum við til 11:00. Fórum heim og fengum okkur lasagna og kjötbollur í hádegismat. Við vorum inni að leika í dag, spiluðum svartapétur saman og svo spiluðum við Kristján latabæjarspilið 2x og allir fengu popp. Ég var aðeins í tölvunni á meðan krakkarnir voru að horfa á 2 þætti. Tókum aðeins til í herberginu hjá krökkunum á meðan við vorum að bíða eftir matnum, ég tók líka úr uppþvottavélinni og setti í hana aftur á  meðan krakkarnir voru að lita. Í matinn voru kjúklingabringur með kotasælu og einhverju öðru ofan á.
Fimmtudagur 17. Janúar 2019. Dagur 11 í Svíþjóð.
Vaknaði kl 07:00 og morgun rútínan var sú sama og í gær. Í dag vorum við til hádegis í leikskólanum. Krakkarnir fengu súpu og brauð í hádegismat og borðuðu þau öll vel. Kl 12:00 fórum við heim, krakkarnir fengu að leika smá í garðinum á leikskólanum áður en við tókum strætó. Ég fékk mér gríska jógúrt með granóla og brauð þegar við komum heim. Birtu og Katrínu langaði líka í jógúrt með granóla og fengu þær þannig líka. Við lékum okkur inni eftir hádegi. Á meðan krakkarnir voru að dunda sér að kubba setti ég í þvottavél og hengdi þvott upp. Ég tók líka aðeins til í fataskápnum hjá stelpunum. Krakkarnir fengu síðan að horfa á mynd þangað til maturinn kæmi, Kristján valdi að horfa á Lion king 3. Í kvöldmatinn var ofnbakaður kjúklingur með beikoni og kotasælu og niðurskorið blómkál með osti og kryddi. Eftir matinn fór ég í sturtu talaði síðan aðeins við benjamín og svo Eddu og Andreu á video call á snap chat. Horfði síðan á H.I.M.Y.M og fór að sofa.
Föstudagur 18. Janúar 2019. Dagur 12 í Svíþjóð.
Í morgun var soldið erfitt að vaka og ég snoozaði vekjaraklukkuna 2x þannig vaknaði 07:20. Krakkarnir voru enn sofandi. Ég og Alfreð vöktum þau og Alfreð gaf þeim síðan að borða. Krakkarnir tannburstuðu sig síðan og klæddu sig í föt og við fórum af stað í leikskólann. Það voru -8 gráður úti og frost yfir öllu. Þegar við komum í leikskólann sagði Debby kennarinn þeirra að við Alfreð mættum bara fara heim og koma aftur að sækja þau kl 14:00 því þetta er búið að ganga svo vel. Þannig við fórum þá bara heim. Ég braut saman smá þvott og kláraði að raða i skápana hjá krökkunum. Síðan fengum við okkur að borða, Alfreð gerði eggjaköku fyrir okkur og fenugm við okkur síðan avocado með. Rétt fyrir 14:00 fórum við að sækja krakkana. Dagurinn gekk mjög vel hjá þeim og það var ekkert mál fyrir þau að vera ein. Við fórum heim eftir leikskólann og gerðum kókoskúlur, krökkunum fannst það rosa gaman og biðu spennt eftir að fá að borða þær. Ég og Hanna vorum búnar að plana að fara í Nordstan mollið í Gautaborg þegar hún væri búin að vinna. Hanna keypti sér nokkra kjóla fyrir vinnuna en ég keypti mér ekki neitt. Við komum við í ICA maxi á leiðinni heim og keyptum allskonar dót. Klukkan var rúmlega 22:00 þegar við vorum komnar heim. Ég fór bara upp í rúm að horfa á Netflix.  
Laugardagur 19. Janúar 2019. Dagur 13 í Svíþjóð.
Vaknaði kl 08:40 og gerði mig til. Í dag var ákveðið að fara á skíði. Við fengum okkur að borða, Hanna gerði nesti til að taka með og svo tókum við saman dótið og lögðum af stað. Hanna og Alfreð leigðu bíl fyrir daginn. Það tók rúmlega klukkutíma að keyra á skiðasvæðið. Vinafólk þeirra var líka að fara með okkur og hittum við þau á staðnum. Ég hef 1x farið  á skíði og það var fyrir mörgum árum, en ég ákvað að prófa snjóbretti í fyrsta skiptið. Það var ógeðslega erfitt og var ég alltaf á rassinum. En varð  aðeins betri í lokin en á samt langt í land með að kunna þetta almennilega. Birta og Kristján voru að prófa skíði í fyrsta skipti og gekk þeim rosalega vel og vor þau mjög flott. Alfreð var bara að mestu með Katrínu að renna á sleða. Við fórum síðan öll saman á PizzaHut eftir á. Allir voru mjög þeryttir og búnir á því eftir skemmtilegan dag og krakkarnir sofnuðu allir í bílnum.Ég fór í sturtu og horfði síðan á síðustur 29 mínúturnar af leiknum.  Ég og Alfreð horfðum síðan á einn þátt. Ég fór síðan upp í rúm og ákvað loksins að byrja á 7 seríu af Arrow og horfði á einn þátt áður en ég sofnaði.
Sunnudagur 20. Janúar 2019. Dagur 14 í Svíþjóð.
Vaknaði hálf 10 í dag, litaði á mér augabrúnirnar og fékk mér síðan að borða. Dagurinn í dag var algjör letidagur og gerði ég ekki neitt spennandi. Las aðeins, lagði mig inn á milli blaðsíðna og horfði síðan á nokkra þætti af Arrow. Alfreð eldaði hakk og pasta í kvöldmatinn. Hann gerði sér hakk fyrir okkur sem var aðeins sterkara en hitt fyrir krakkana og Hönnu og það var mjög gott. Ég kláraði að skirfa vikuna og plana að klára daginn að horfa á Arrow eða eitthvað annað á Netflix.
Setning vikunnar,‘‘Ég elska þig svo mikið, alveg út í geim‘‘. K.Lára (2 að verða 3  ára er alltaf að segja þetta) 
-Þangað til næst! Adios !
0 notes
astrososp · 5 years
Text
Vika #1
Virku dagarnir eru flestir mjög svipaðir hjá mér til að byrja með. Ég og Alfreð erum með krökkunum heima. Borðum saman kvöldmat og síðan fer ég inn í herbergi til að gera það sem eg þarf og langar til að gera eins og horfa á þætti eða myndir, skrifa niður fyrir bloggið, lesa bók eða annað.
Mánudagur 7. Janúar 2019. Dagur 1 í Svíþjóð.
Stillti vekjaraklkkuna mína á 08:00 og fór svo á fætur stuttu eftir það. Við Alfreð vorum heima með krakkana saman í dag og verðum með þau þessa vikuna og mánudaginn næstu viku því leikskólinn byrjar ekki fyrr en á þriðjudaginn. Alfreð eldaði hafragraut fyrir okkur og eftir morgunmatinn fór ég í sturtu. Fram að hádesgismat vorum við að perla, klippa, lita og fleira. Í hadegismat fengum við egg og ristað brauð. Eftir matinn klæddum við okkur í útiföt og fórum í göngutúr út á róló, lékum okkur í fótbolta og svo út í búð. Þegar við komum heim fengu krakkarnir heitt kakó og við Alfreð kaffi. Síðan bjuggum við krakkarnir til origami skjaldböku og froska. Krakkarnir voru rosa ágægð með froskana sína og voru að keppast um hver hoppaði lengst og hæðst. Síðan var horft á bíómynd, myndin var um litlar stuttmyndir með bílnum Krók úr Cars. Krakkarnir og ég lékum okkur saman fram að mat og í matinn í dag var fiskur og hrísgrjón. Ég kláraði að koma mér fyrir og ákvað að slaka aðeins á eftir daginn og horfa á friends þangað til ég varð þreytt og fór að sofa.                                                                                                                                                                                                                Þriðjudagur 8. Jaúar 2019                                                                                    Dagur 2 í Svíþjóð.
Vaknaði 08:00 og stuttu eftir það kom Kristján inn til mín og lagðist hjá mér í rúmið. Við láum þar og spjölluðum aðeins saman áður en við fórum á fætur. Krakkarnir borða morgunmat, ekki ég þar sem ég er að reyna að fara aftur í sömu rútínu og fyrir jól. Eftir morgunmatin var farið í föt, burstað þennur og leikið inni. Alfreð var að vinni aðeins í dag þannig ég var meira ein með krakkana. Í hádegismat fengu krakkarnir núðlur en ég fekk mér egg og brauð. Ég fór svo út á róló og í göngutúr með krakkana eftir matinn. Við spiluðum smá fótbolta og bjuggum til nokkra sandkastala. Þegar við komum til baka heim fengu við okkur restina af núðlunum og brauð með banana. Krakkarnir perluðu aðeins og lituðu. Við horfðum síðan öll á mynd saman áður en kvöldmaturinn var tilbúinn. Alfreð eldað fyrir okkur tortillur með hakki og grænmeti. Ég fór svo eftir mat inn í herbergi að setja upp yfirlit yfir árið 2019 í bullet dagbókina mína, þar sem eg var ekki búin að því. Edda Karen hringdi í mig á meðan ég var að því og við sjöllum aðeins saman í gegnum video chat a Facebook. Ég endaði daginn á að spila Ticket To Ride með Hönnu.
Miðvikudagur 9. Janúar 2019. Dagur 3 í Svíþjóð.
Vaknaði 06:00 í morgun við vekjaraklukku sem var að hringja frammi og svo stuttu seinna þá vöknuðu stelpurnar. Ég var upp í rúmi hálf vakandi til half 8 og fór þá fram úr. Dagurinn var voða svipaður hinum dögunum, borðuðum lasagne í hádegismat og eftir hann fórum við í göngutúr á leikvöll sem heitir Justin Beaver og eftir það kíktum við á bókasafnið í smá og út í búð. Tókum svo strætó til baka heim. Við lékum okkur aðeins og svo var komið að kvöldmat, það var kjúklingur með hrísgrjónum og kasjúhnetum. Ég eyddi restini af kvöldinu á netflix og fór snemma að sofa.
                                                                                                                              Fimmtudagur 10. Janúar 2019. Dagur 4 í Svíþjóð.
Sama morgun rútína og hina dagana. Um morguninn voru -6 gráður úti og nánast alveg fram að hádegi. Í hádegismat fengum við egg og beikon og eftir matinn lékum við okkur inni en fórum síðan út þegar það var aðeins farið að hlýna. Alfreð þurfti líka að vinna aðeins þannig það hentaði vel. Alfreð kom síðan út til okkar þegar hann var búinn. Þegar við vorum búin að vera dálítið úti fórum við inn og fengum mjög góða súkkulaðiköku sem Alfreð bjó til. Þetta var svona ‘‘hollustu‘‘ kaka þar sem hún var úr sætrikartöflu, banana, súkkulaði og einhverju fleira ekkert hveiti í henni né hvítur sykur. Krakkarnir fengu síðan að horfa smá á sjónvarpið áður en maturinn kæmi. Í kvöldmatinn var burger og eftir matinn fór ég að skrifa smá innkaupalista fyrir nýja húsið og horfði síðan á netflix áður en ég fór að sofa.
                                                                                                                              Föstudagur 11. Janúar 2019. Dagur 5 í Svíþjóð.
Vaknaði 07:30 í morgun. Kristján og Birta voru enn upp í rúmi og Katrín var sofandi. Morgunrútinan var sú sama nema Alfreð fór með Katrínu til tannlæknis kl 10 á meðan vorum við hin heima. Við spiluðum mastermind og svo fengu krakkarnir að velja sitthvorn þáttinn á Netflix. Við borðuðum hádegismat þegar Alfreð og Katrín komu frá tannlækninum. Leikum okkur aðeins inni og fórum svo út að leika. Krakkarnir hittu stelpu úti á róló sem var á sama aldri og Birta og voru að leika við hana þangað til við fórum heim. Þegar heim var komið var litað, perlað og leikið fram að kvöldmat. Alfreð bjó til blókmálsbotns pizzu, mig hefur alltaf langað til að smakka þannig og það var eins gott og ég hafði ímyndað mér. Hanna kom heim þegar við vorum rétt að klára að borða. Við horfðum öll saman á mynd eftir matinn. Myndin sem varð fyrir valinu var Gerge Of The Jungle.
                                                                                                                              Laugardagur 12. Janúar 2019. Dagur 6 í Svíþjóð.
Ég ákvað að nýta daginn að labba um og skoða bæinn aðeins. Vaknaði kl 9:00 og fór á fætur ca 9:20. Burstaði tennurnar, klæddi mig í föt og málaði mig. Þegar ég var tilbúin fór ég af stað niður í bæ. Það tók mig um 30 mínútur að labba í Allum shopping center hér í Partille. Ég labbaði þar um og fór inn í nokkrar búðir, fékk mér svo að borða kjklingaborgara á MAX. Hélt svo áfram að rölta um mollið og endaði að fara i ICA maxi sem er risastór matvörubúð. Ég keypti mér ekkert sérstakt þar aðallega nammi og drykki. Ég varð fyrir smá vonbrigðum af nammibarnum þar sem það var ekki mikið úrval af súkkulaði þar og þeir sem þekkja mig vita að ég elska gott súkkulaði. Mig langar ótrúlega mikið í djúpur at the moment og get ekki hætt að hugsa um þær. Ég keypti líka nokkra nocco og hér úti eru til fleiri tegundir heldur en út í búð heima eins og t.d. vatnsmelónu, hann er einn af mínum uppáhalds. Benjamin hringdi í mig meðan ég var í ICA og við töluðum saman í smá tíma. Eftir það fór ég að borga og hélt leið minni út á bókasafn þar sem Hanna og Alfreð voru með krakkana. Ég ákvað að fara heim með pokana og slaka aðeins á eftir daginn og svo var ég líka með verki í bakinu. Ég fékk lyklana hjá þeim og tók strætó til baka. Kom heim gekk frá dótinu sem ég var að kaupa og fór að horfa á How I Met Your Mother og éta nammi. Ég sofnaði í smá og þegar ég vaknaði var alveg að koma matur. Við fengum fisk í kvöldmatinn og fullt af ávöxtum og grænmeti. Eftir matinn spiluðum við nokkur spil áður en krakkarnir fóru upp í rúm. Ég fór svo inn í herbergi að horfa á H.I.M.Y.M.
                                                                                                                              Sunnudagur 13.janúar 2019. Dagur 7 í Svíþjóð.
Í dag vaknaði ég 09:00 en fór ekki á fætur fyrr en 10:00, fór í sturtu og fékk mér svo egg og beikon í morgunmat sem Alfreð gerði. Eftir matinn bjó ég til janúarmánuð í bullet journal bókina mína (betra er seint en aldrei). Krakkarnir voru að mála og lita á meðan. Ákveðið var að fara í bíó í dag að sjá Mary Poppins, við gerðum okkur til og röltum siðan af stað í strætóskýlið. Tókum strætó áleiðis og síðan sporvagn eftir það. Þegar við komum í bíóið keyptum við okkur popp, gos og nammi og fórum síðan inní sal. Eftir myndina borðuðum við á veitingastað sem var í sama húsi og bíóið. Ég fékk með pasta með spínati og týgrisrækjum, Hanna hamborgara, Alfreð steik og krakkarnir spaghetti. Maturinn smakkaðist bara nokkuð vel og allir sáttir. Það hefði samt mátt vera sósa með mínu pasta frekar en einhver sítrónu chili olía, ég vil hafa sósu með öllu þar sem ég elska sósu og sérstaklega elska ég hvítlaukssósuna frá Shake and Pizza. Mamma þekkir það vel, nota sósuna með gjörsamlega öllu þegar ég er heima, hahah. Við héldum síðan heim á leið eftir matinn og vorum komin heim rétt um 20:00. Þá fór ég inn í herbergi og skrifaði vikubloggið og ég ætla síðan að enda daginn á að horfa á nokkra þætti eða mynd á Netflix það er nefnilega fullt af skemmtilegu inná Sænska Netflix sem er ekki heima.
Ég segi þetta gott þessa vikuna, takk fyrir mig og góða nótt. Ást og friður xx
0 notes
astrososp · 5 years
Text
Upphafið
Ég hef ákveðið að byrja með smá svona ‘’blogg’’ fyrir þá sem vilja fylgjast með því sem ég er að fara að gera næstu mánuði þar sem ég er að flytja út. Aðal ástæðan fyrir þessu er sú að auðvelt er fyrir fjölskyldu og vini að fylgjast með hvað er að gerast hjá mér en einnig hefur mig alltaf langað til að vera með blogg þar sem það er eitthvað svo spennandi við það. Ég ætla að reyna að vera eins dugleg og ég get að skrifa hér inná og setja myndir og fleira skemmtilegt sem mér dettur í hug.  -astrososp 
0 notes
astrososp · 5 years
Text
Byrjunin. Löng helgi í Köben :)
Fimmtudagur 3. Janúar 2019.
Jæja þá er ferðalagið byrjað. Við Benjamin vöknuðum 03:40 í morgun og lögðum af stað upp á völl 4:20. Það var mjög erfitt að vakna enda svaf ég mjög illa þessa ‘‘nótt‘‘. Mamma og pabbi ákváðu að skutla okkur bæði upp á völl. Þegar við komum sögðum við bless við mömmu og pabba sem var rosalega erfitt og það var grátið aðeins saman. Við Benni innrituðum okkur, fórum með töskurnar og svo í secutity check. Allt gekk hratt og vel fyrir sig. Við fengum okkur smá að borða og ákváðum svo að labba að hliðinu, þegar þangað var komið var byrjaðað innrita inn í vél og fengum við að fara ein af þeim fyrtsu í gegn þar sem við vorum með priority pass. Við biðum eftir strætó í ca. 20-30 mín og þegar við vorum loksins komin út í vél þurftum við að bíða eftir farþegum sem voru að koma með flugi frá Chicago. Þegar þeir eru rétt ókomnir um borð þá fer einum farþega vélarinnar skyndilega að líða illa og kallað er á sjúkrabíl og tekin er ákvörðun að hann fari ekki með til Köben heldur fór hann með sjúkrabílnum. Eftir alla þessa bið fórum við loksins í loftið ca. 1klst og10 mín eftir áætlun. Flugið var þægilegt og mjóg fljótt að líða, enda sváfum við mest allan tímann. Klukkan er 11:40 þegar við lendum í Köben, við náum í töskurnar okkar, fáum okkur pulsu og tökum svo lestina til kobenhavn hovedbanen og löbbum þaðan upp á hótel þar sem það voru bara nokkrar mínútur á milli. Á leiðinni er ferðataskan hans Benna eitthvað að pirra hann og á endanum brotnar handfangið til að draga töskuna af og taskan dettur í jörðina. Mér fannst þetta aðeins of fyndið en ég þorði ekki að hlægja þar til hann myndi byrja þar sem hann var smá pirraður því taskan var búin að vera að stríða honum alla leiðina. Við litum hvort á annað og sprunum úr hlátri. Þegar við komum upp á hóteli innrituðum við okkur inn og tókum síðan tveggja tíma lúr uppi í herbergi. Eftir að við vöknum ákváðum við að labba í Fisketorvet að skoða í búðir, fá okkur pizzu og fara svo í bíó á Aquaman. Klukkan var 00:00 þegar myndin var búin, við löbbum til baka á hótelið og förum að sofa um 02:00. 
                                                                                                                              Föstudagur 4. Janúar 2019.
Vöknuðum 8:40 og fórum í morgunmat á hótelinu. Eftir matinn fórum við upp á herbergi í sturtu og gerðum okkur til fyrir daginn. Við ákváðum að labba soldið um í dag og skoða. Byrjuðum að labba niður strikið og að nýhöfn. Kíktum í nokkrar búðir á leiðinni, en keyptum ekkert. Fórum svo niður að Christianiu og löbbuðum aðeins um þar. Ég hef aldrei komið þangað áður og fannst mjög skrítið að labba þar um og sjá fullt af borðum úti á götu þar sem á voru krukkur, box og pokar með grasi í og ekkert lítið magn þar á ferð og fólk stóð þarna við borðið að selja það. Þarna kemur full af allskonar fólki inn til að kaupa á öllum tíma dags. Eftir við vorum búin að labba aðeins þarna um þá vorum við orðin svöng og ákváðum að fara á kaffihús sem heitir Sanders. Það var mjög skemmtilegt kaffihús. Það var á efstu hæð á hóteli og var eins og maður væri í gróðurhúsi því veggirnir og loftið var úr gleri. Inni voru fullt af fallegum plöntum og hægt var að sitja bæði inni og úti. Við fengum okkur bæði steikarsamloku sem var með bestu samlokum sem ég hef smakkað. Þegar við fórum út af staðnum þá blés soldið og mér var mjög kalt þanig við fórum upp á hótel að slaka aðeins á fyrir kvöldmat. Við ákváðum að fá okkur hamborgara í kvöldmat og ætluðum á stað sem heitir Gasoline grill sem eiga að vera með mjög góða hamborgara en þeir seljast upp hjá þeim mjög oft. of voru þeir akkurat uppseldir þegar við komum þangað þannig við prófuðum að fara á Hot buns sem er líka á lista yfir bestu hamborgara í köben og stóðu þeir við það. Fengum okkur burger, krullufranskar, aioli og bjór. Þessi matur fær topp einkun hjá mér. Eftir matin ákváðum við að kíkja í bjór á the Dubliner. Þar var live tónlist og bandið sem var að spila var með írskum söngvara en restin var frá svíþjóð og noregi eða finnlandi (man ekki alveg hvað þeir sögðu). Þeir voru mjög góðir og vorum við alveg þangað til þeir hættu að spila og fengum okkur nokkra bjóra á meðan. Ég drakk full mikið, held það hafi verið sex bjórar í heildina og fann mikið á mér á leiðinni á hótelið. Komum við á burger king á leiðinni og keyptum tvo kjúklingaborgara. Benjamin borðaði sinn á hótelinu en ég var of upptekin að þurfa að æla (hahah). Klukkan var eitthvað um 3 þegar ég sofnaði.
                                                                                                                               Laugardagur 5. Janúar 2019.
Þar sem það var drukkið soldið kvöldið áður þá vökuðum við 12:30 fórum í sturtu og gerðum okkur svo til. Fórum á Royal Smushi café á strikinu. Eftir það fór Benjamin að kaupa sér nýja ferðatösku þar sem hin skemmdist. Ég kíkti aðeins í Sephora en keypti samt ekkert þar og svo fórum við í Matas þar keypti ég bara shampó, næringu, maskara og skrúbb. Á leiðinni upp á hótel fórum við í JD sports þar sem ég hafði séð skó þar í gær sem mig langaði í og voru þeir á útsölu en þeir voru ekki til í minni stærð. Ég skoða nokkra aðra en enginn er til í minni stærð, alltaf eru þeir búnir. En á leiðinni út sé ég nike skó sem mig langar í. Ég máta þá í 39 í hvítu og bleiku en langar í þá í hvítu og grænu en þeir voru ekki til í minni stærð. Þannig ég kaupi þá bleiku og hvítu. Klukkan er tæplega 7 þegar við komum upp á hótel og chillum aðeins þar sem við erum ekki svöng strax og ákváðum að fara að borða um 9 leytið. á Hótelinu spjalla ég aðeins við mömmu og pabba og ágústu og endum við Benjamín á því að panta ferð til Tene með þeim fyrir næstu jól þar sem við fjölskyldan ætlum öll að fara saman og vera yfir bæði jól og áramót. Rétt rúmlega 9 förum við svo út að borða á mínum uppáhalds stað í köben, Ristorante Italianoþ Við Benni elskum ólífurnar sem þeir eru með þær eru bestu ólífur í heimi (mæli með). Í forrétt fékk Benni sér húmarsúpu og ég fékk mér cannelloni með osti og spínat, við fengum okkur svo bæði pizzu í aðalrétt. Eftir matinn fórum við upp á hótel horfðum á Dark Knight Rises og einn þátt af Sherlock Holmes og pökkuðum síðan niður fyrir morgundaginn. Klukkan var um 3 þegar við fórum að sofa.
                                                                                                                              Sunnudagur 6. janúar 2019.
Í dag vöknuðum við 10:00 fórum í morgunmat og svo aftur upp á herbergi og lögðum okkur í 30 – 40 mín í viðbót. Pöntuðum lest, ég til Gautaborg og Benni heim til sín. Við skiluðum svo herberginu og fórum fljótlega af stað upp á lestarstöð. Lestin mín fór kl 13:27 og var ég mætt til Gautaborg 17:10. Tók síðan taxa á leiðarenda til Hönnu, Alfreðs, Kristjáns, Birtu og Katrínar. Krakkarnir voru mjög glaðir og spenntir að sjá mig. Alfreð eldaði mjög góðan fisk í kvöldmatinn og með fiskinum var líka eitthvað baunabuff sem var mjög fínt. Eftir mat gekk ég frá dótinu mínu inn í skáp. Við krakkarnir perluðum aðeins og las ég svo bók fyrir Birtu. Kvöldið var bara rolegt enda var ég mjög þreytt eftir daginn. Góð hegi að baki í köben, flott veður allan tímann, sól, engin rigning og 3-6 gráður. 
Ég er spennt fyrir nýjum ævintýrum í Gautaborg og framhaldnu. 
0 notes