Don't wanna be here? Send us removal request.
Text
einn dagur í einu - vítahringur.
Þið hafið heyrt það hjálpar alveg fullt að taka einn dag í einu, sem það gerir, taka einn dag í einu, ekki hafa kvíða eða áhyggjur af framtíðinni og njóta augnablikinn. Það er sniðugt á alla vegur, ég sjálf lifi einn dag í einu. En fyrir nokkrum vikum voru þetta þvílíkir öfgar, ég hafði ekki hugmynd um að einn dagur í einu gæti breyst í hrylling og öfga, en allt er nú hægt. Mér tókst nú bara rosa vel að gera það. Þetta byrjaði allt með að ég ákvað að byrja lifa einn dag í einu, þvi ég var endalaust að hafa áhyggjur af framtíð og mikil kvíði á hverjum einasta degi. Byrjaði fyrst vel þar til allt fór niðrá við. Ég veiktist rosalega andlega af geðhvarfasýkinni minni og var í miklari afneitun í 3 mánuði. 3 mánuði ? Já þessi afneitun og sjálfsblekking var sterk. hvernig fór ég að því að lifa einn dag í einu í öfga og maníu - þunglindi ? Já ég skal sko segja ykkur frá því. Þetta byrjaði þannig að ég lifði einn dag í einu en byrjaði að fríka út að ég þurfti að lifa einn dag í einu fullkomnlega einsog ég væri að deyja daginn eftir. Ég þurfti endalaust að vera gera eitthvað þá er ég ekki að meina að fara út að labba og vera sátt við það og vera þakklát að fá að fara út að labba og njóta þess, nei nei. Naut þess engan vegin, ég þurfti að hafa daginn þannig að búa til fullt af nýjum minningum og gera hann fullkomin, leið og ég vaknaði þurfti ég að gera alveg FULLT af hlutum, og vera að gera eitthvað alveg þar til ég fór að sofa svo sjáðu nú til ég þurfti að fara sátt að sofa, það mátti ekki setjast að slaka á , nei þá var ég að missa af deginum, ég þurfti að vera búin að fara út að labba, hitta eitthvað fólk, fara í búðir , fara mögulega í bíó, fara að gera alveg fullt af skemmtilegum hlutum allan daginn alveg til kvöld, var í rosalegri maníu og mátti ekki koma við heima að slaka á. Mátti valla anda inná milli. Ef ég t.d. var bara búin að fara út að labba, útí búð, hitta fólk fékk ég ólýsanlega mánísk reiðisköst, átti það til að brjóta hluti og gjörsamlega missa mig.. Því það var ekki nóg, ég var svo föst á því ég væri að missa af deginum ef eg skyldi ekki drífa mig að gera fullt fleira, ef það var planað að gera eitthvað, og planið gékk ekki upp, varð ég brjáluð , fannst líf mitt vera búið og allir voru á móti mér óg engin elskaði mig. En naut ég þess þegar ég fór t.d. út að labba? Neibb ég naut þess ekkert ég var of upptekin að flýta mér að finna eitthvað næst að gera eftir göngutúrinn. Og dagurinn var bara þannig að ég naut ekkert sem ég gerði yfir daginn, Útaf ég var alltof upptekin að reyna finna eitthvað annað að gera strax eftir á. Ég gat ekki verið kjurr. þetta gékk á um í nokkra daga svo var ég búin að keyra mig út þá voru svona 2 - 3 dagar sem ég gerði ekkert og datt niðursveiflu í þunglindi, og var byrjuð með sjálfskaða tilbúin að enda líf mitt, allur heimurinn var að hrynja og ég meikaði ekki þetta líf því það sökkaði og til hvers að lifa því ? Engin tilgangur. Svo 2 - 3 dögum eftir á sama sagan fór aftur uppí maníu og allur pakkin byrjaður aftur, þetta gékk á um í 3 mánuði, vítahringurinn mikli. Ég sá ekki hvað var í gangi með mig, ég var gjörsamlega í afneitun og miklari sjálfsblekkingu. Það var eitthvað að heiminum ekki mér, heimurinn var á móti mér, og engin elskaði mig og guð hataði mig, ég var sett í þennan heim til að þjást og ég átti ekki að vera til. Ég áttaði mig ekki á því að heimurinn var ekki vandamálið, ég var vandamálið. Eftir viku í þunglindi og eyða tímanum ein alla vikunna, að gera ekki neitt , opnaði ég loksins augun. Áttaði mig á að ég lifði í sjálfsblekkingu og játaði þá loksins ég var orðin mjög andlega veik, áttaði mig á hvað ég var búin að vera vanþakklát og áttaði mig á þetta var ekkert líf sem ég var búin að búa til. Ég áttaði mig á hvað ég naut ekkert af öllu þessu, náði ekki að búa til góða minningar til að halda í, því ég var of upptekin að finna alltaf eitthvað annað að gera, játaði fyrir sjálfri mér að ég væri búin að vera eigingjörn og gjörsamlega búin að ganga yfir strikið. Og nú væri tími að játa sannleikan. Að ég væri búin að vera mjög andlega veik og þurfti að taka mig saman í andlitinu og stoppa þennan ógeðslega vítahring. Hingað og ekki lengra sagði ég. Í dag lifi ég einn dag í einu á heilbrigðan hátt. Ég get slakað meira á og notið þess, núna efa plön virka ekki, nýt ég þess að slaka á. Ég fer út að labba og nýt þess í botn og kem heim sátt, ánægð og þakklát bara það að fara út að labba. Því það eru ekki allir sem geta það eða ná því. Að ég er mjög þakklát fyrir það að geta farið út að labba og notið mín. Og þótt ég var bara út að labba þá fer ég mjög sátt að sofa. Ég er í raun bara þakklát fyrir það að fá að vakna og byrja daginn í góðu. Þakklát að fá að lifa. Leið og ég áttaði mig á því að ég væri vandamálið var svolítið erfitt fyrst. En gat loksins þá unnið í mér og komið mér á rétta braut. Ég er mjög þakklát fyrir kærasta mín að hafa þolað mig í gegnum þetta allt saman , hann hjálpaði mér fullt að átta mig á sannleikanum. Núna lifi ég góðu og hamingjusömu lífi, og ætla halda því, gera hvað sem er til þess að halda þessari braut áfram og ekki detta inni leiðindar vítahring aftur. Er á batavegi loksins. - Embla Isabella.
0 notes
Text
Sjálfsvirðin eða ytri sjálfsvirðing?
Ætlaði að blogga um þetta á morgun, en þetta situr svo fast í mér. Ég var að lesa úr bókinni “meðvirkni” og lærði svoldið um mig sem ég hafði ekki hugmynd um fyrr en ég las þennan kafla í þessari bók. Það er sjálfsvirðing. Ég var svo viss um að ég væri með sjálfsvirðingu, að það væri bara svona rosalega auðvelt að brjóta hana í hvert skipti. Ég gat verið “sátt” með sjálfan mig, finnast ég t.d. flott í ákveðnum fötum og ánægð með mig hvað ég stóð mig vel í lífinu og hvað ég var sterk, bar mikla virðingu fyrir sjálfri mér, eða svo hélt ég. Hvert skiptið sem eitthver kom illa framm við mig eða gagngrýndi t.d. útlit mitt eða föt, brotnaði ég, ég hataði sjálfa mig óendalega mikið, hvernig er hægt að fara úr svona miklari “sjálfvirðingu” yfir í sjálfshatur á 0 , einni. Já það kallast ytri sjálfvirðing. Ytri sjálfsvirðing er þannig að það byggist á ytri aðstæðum, t.d. útlit, peningar, vinna og svo frammveigis, ég man sjálf að þegar ég var að vinna þá var eg sko með MIKLA sjálfsvirðingu eða þannig, Mig fannst ég góð í vinnunni og var mjög góð með mig hvað ég stóð mig vel í vinnunni og kunni að gera það sem eg gerði. Var með stollt og fagnaði endalaust hvað eg var dugleg. Og var svo 100% að ég væri að fá svo mikla sjálfsvirðingu útaf vinnunni þá var líf mitt fullkomið ! En svo ekki, ef það hafði verið svona fullkomið og eg hafði haft þessa sjálfsvirðingu, þá hefði ekki verið svona auðvelt að brjóta mig þannig að ég hætti vinnunni og gafst upp á lífinu. Það komu pínu erfiðleikar, sagt 1 ljótt við mig að ég væri feit og ljót og það var bara nóg til að brjóta þessa svokallaða “sjálfsvirðingu” niður. Ég var í mörg ár að reyna átta mig á afhverju það var svona auðvelt að brjóta sjálfsvirðinguna mína niður, en svo ákvað ég að lesa þessa bók og áttaði mig á því, að ég hafi aldrei verið með sjálfsvirðingu, ég var með svokallað “ytri sjálfsvirðing.” Ég fékk sjokk á að lesa þetta en hjálpaði mér fullt að átta mig á muninum á þessu. Það hjálpaði mér rosa að heyra munin, að átta mig á , að sjálfsvirðing er allt önnur en ytri sjálfsvirðing, ytri sjálfsvirðing tekur nokkrar sek að brjóta, en sjálfsvirðing gæti tekið mörg ár eða aldrei, þarf mikið að ganga á svo sjálsvirðingin brotni. En draumurinn minn eftir þetta er að fá sjálfsvirðingu. Þessi ytri sjálfsvirðing er svo mikil blekking fyrir mér í einu augnabliki er ég mjög góð með mig og sátt við sjálfan mig svo næsta augnablik hata ég mig og skil ekki hvernig ég gat verið sátt við mig, það hljómar ekki eðilega er það? Nei því þetta er ekki sjálfsvirðing eða er ytri sjálfsvirðing. Að lifa með ytri sjálfsvirðingu öll þessi ár er ekki búið að vera auðveld, og nuna sé ég bara hvað ég blekkti sjálfa mig mikið, en markmið mitt er að henda þessari ytri sjálfsvirðingu útum gluggan og gera allt, vinna í mér koma mér á rétta braut vera jákvæð og læra elska sjálfa mig, og læra bera virðingu fyrir sjálfri mér, útaf tja, sjálfsvirðing skiptir rosalega miklu máli. Lærðu að elska þig hvernig þú ert, það er bara eitt eintak af þér, og njóttu þess. Það eru fólk sem dæma mann, en ekki dæma sjálfan þig , njóttu sjálft þig , og fagnaðu því að vera þú og vera á lífi <3 - Embla Isabella Pearl Róbertsdóttir.
2 notes
·
View notes
Text
Barn.
það hafa nokkrir spurt mig hvernig meðgangan var og fæðing og allt því sem fylgjir. Ég hef ekki mikið talað um það vegna skömm sem fylgdi hvernig mér leið og hvernig allt gékk. Ég vissi ekki hvort það væri eitthvað að mér eða hvort ég væri bara hræðileg manneskja. Ég er greind með geðhvarfasýki og fleira. Þegar ég komst að því að ég væri ólétt, fylgdi mikil gleði og hamingja og jafnvel sjokk líka. Mér hafði langað í barn í langan tíma. Ég var búin að vera 18 ára í mánuð þegar ég komst að því að ég væri ólett. Ég var búin að vera í þvílíkri drykkju og neyslu áður en ég komst að því að ég gékk með barn. Daginn sem ég komst að því að ég væri ólétt, ekki nóg með að ég þyrfti að hætta fíkn í drykkju og neyslu 1 , 2 og 10. Heldur þurfti að kippa mér af öllum geðlyfjunum sem ég var búin að vera á í mörg ár. Ég varð veikari en allt. Ég gjörsamlega missti vitið. Ég var með mikla reiði í mér og sveiflaðist óendalega mikið. Fékk ólýsanleg slæm reiðisköst og fannst eins og allir voru á móti mér, Mér fannst ég ein á móti heiminum, og gékk með barn og vissi engan vegin hvernig ég átti að hugsa um barn þegar allt var í svona miklu rugli í lífi minu. Þegar það leið á meðgöngunni byrjaði mér að líða betur. Ekki það að ég var komin í jafnvægi heldur fór ég í rosalega mikla maníu - gleði og æsing restina af meðgöngunni. Og ég var sko án efa tilbúin í allan pakkan. Að vera lyfjalaus á meðgöngu er ekki auðvelt, ég vil biðja þá sem eru að plana meðgöngu og eru á sterkum lyfjum að fara til lækni og látta trappa sig niður á lyfjunum. Því það er alls ekki sniðugt að kippa sér af lyfjum 1,2 og 10. Þegar dagurinn kom. Fór ég uppá spítala með hríðar, ég missti vatnið en fæðingin gékk ekki rosa vel. Það sem ég vissi ekki um tíma og ekki buin að fræða mig er hvað er alls ekki sniðugt fyrir fyrrum fíkil eða allavena í mínu lylefni . Er mænudeyfing og hlátursgas. Fæðingin gékk engan vegin og þá fékk ég mænudeyfingu og hlátursgas. Ég var gjörsamlega útur heiminum. Ég vissi valla að ég væri að fara eiga barn. Fæðingin var ekki að gerast og endaði á því að ég átti að fara í bráðarkeisara. Ég grét yfir því , því þetta var svo mikið sjokk, en læknirinn sagði að hann myndi tvöfalda mænudeyfinguna , og auðvitað fíkill í mér hætti ég að grenja og var ógeðslega ánægð með það að fá að vera meira útur heiminum. Það var gefið mér aukið mænudeyfinguna og ég var alveg farin. Var reitandi af mér brandara og alveg útí kú hvað væri i gangi! Ég fattaði engan vegin að það væri verið að skera mig upp, svo heyrðist gráturinn. Ég sá son minn í fyrsta skiptið, og ég hef heyrt oft hvað það er góð tilfinning, hvað foreldrarnir tárast við að sjá barnið og hamingjan. Í minni stöðu vissi ég ekkert hver þetta var. Og hvaða barn væri að gráta. Það tók tvo daga fyrir mig að komast niður af þvílíkri “vímu” og átta mig á að ég var orðin móðir, að barnið inni herberginu hjá mér var barnið mitt. Ég fékk sjokk. En þrátt fyrir allt þetta varð ég hamingjusöm. Ég var komin með barn. Og hann var fullkomin. Þegar Við fórum heim var ég ennþá í bleikum skýjum með að ég væri orðin móðir. Ég var með hann á brjósti í 3 vikur. Ég vildi hafa hann lengur en það var ekki hægt. Ég fékk endalausar sýkingar í vinstra brjóstið og var endalaust á sýklalyfjum sem fóru illa í hann, fannst þetta ömurlegt! Hafa hann á brjósti var svo góð tenging. Ég fann hvað hann þurfti á mér að halda , sem var besta tilfinning í heimi. Ég barðist að hafa hann á brjósti eins lengi og ég gat þrátt fyrir sýkingingar. En leið og þetta fór svona illa í hann ákvað ég að hætta. Ég gjörsamlega brotnaði. Leið og ég hætti með hann fann ég fyrir sorg, fannst ég vera misheppnuð og fékk sú ranghugmynd að núna þyrfti hann ekki á mér að halda. Fæðingarþunglyndi byrjaði. Viku seinna gjörsamlega gafst ég upp á lífinu, var föst í þessari ranghugmynd að hann þyrfti ekki á mér að halda, veit það sem manna best núna að hann þarf alltaf á mér að halda. Ég datt í drykkju allar helgar. Var ekki til staðar fyrir hann. Alkólistinn í mér gjörsamlega tók völdin. Þetta gékk á um langan tíma. Þar til ég fékk val, ég fékk val að halda áfram þessari drykkju eða vera hjá syni mínum. Þrátt fyrir mikin alkolista og vanlíða auðvitað valdi ég son minn. Að verða edrú fyrir hann var það besta sem ég kaus. Ég sá þá hvað hann þurfti á mér að halda. Hvað ég var blind og veik að átta mig ekki á því fyrr. Í dag er hann orðin 5 ára og heilbrigður. Þrátt fyrir erfiða meðgöngu og alla þessa erfiðleika er hann það besta sem hefur komið fyrir mig. Hann er það besta sem ég hef! Hann gjörsamlega bjargaði lífi minu <3 - Embla Isabella Pearl Róbertsdóttir.
4 notes
·
View notes