Tumgik
imbatravelers-blog · 8 years
Photo
Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media
Condor sigling a whitsundays 🏖🏖
0 notes
imbatravelers-blog · 8 years
Photo
Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media
Sydney og ferðalagið hafið fra Cairns
0 notes
imbatravelers-blog · 8 years
Photo
Tumblr media
Whitehaven beach is paradise 😍 #IMBAtravelers #australia #whitehaven #nofilter (at White Haven Beach)
0 notes
imbatravelers-blog · 8 years
Photo
Tumblr media
En eitt sólsetrið 🌅🌅 ----------------- One more sunset #australia #IMBAtravelers #sunset #nofilter (at The Whitsunday Islands, Australia)
0 notes
imbatravelers-blog · 8 years
Photo
Tumblr media
Eftir að hafa þurft að nauðlenda i v-Ástralíu komumst við loksins austur til Sydney, og vá hvað allt er flott ✈️🌉 #IMBAtravelers #australia #operahouse #sydney (at Sydney Opera House)
0 notes
imbatravelers-blog · 8 years
Photo
Tumblr media
Lífið er hrikalega ljúft hérna megin á hnettinum 🌏 #whitehavenbeach #australia #latergram #IMBAtravelers (en Whitehaven Beach, Whitsunday Islands)
0 notes
imbatravelers-blog · 8 years
Photo
Tumblr media
They don't call it "great" for nothing #rifið #australia #IMBAtravelers (en Great Barrier Reef (Australia))
0 notes
imbatravelers-blog · 8 years
Text
The land down under - fyrri hluti
Eftir um það bil tveggja klukkustunda flug frá Balí lenti vélin okkar og flugstjórinn bauð farþegana velkomna til Broome. "Broome? Hvað er nú það?" hugsið þið kannski núna - það gerðum við allavega. Broome er smábær á vesturströnd Ástralíu og samkvæmt rússnesk-ástralska manninum í sætinu við hliðina á Aðalbjörgu afskaplega fallegur og skemmtilegur. Af hverju Broome? Jú, í vélinni okkar var stelpa sem varð veik, svo alvarlega að vélin þurfti að lenda á næsta flugvelli. Það fannst okkur nú mikið í lagi og bjuggumst við að geta haldið áfram til Sydney fljótlega eftir að stelpugreyið væri komið frá borði. Svo var ekki. Samkvæmt einhverjum reglum þurfti verkfræðingur að skoða vélina áður en hún færi aftur í loftið en svo skemmtilega vildi til að hann kæmist ekki á staðinn fyrr en 7 klst síðar. Eftir að hafa beðið þrjá klukkutíma í vélinni eftir lendingu í Broome og einn inni á flugvellinum þar í bæ voru allir farþegar vélarinnar fluttir á stórgott hótel þar sem okkur var úthlutað ofboðslega fínu hótelherbergi OG matarpening, allt í boði flugvélagsins. Flugið okkar til Sydney átti að vera næturflug svo þreytustigið á þessum tímapunkti var vel yfir meðallagi. Það er því skemmst frá því að segja að þennan daginn sváfum við. Mikið. Já, og settum í þvottavél. Við komumst svo loksins til Sydney, tæpum sólarhring á eftir áætlun, og Ástralíuævintýrið hófst fyrir alvöru. Vegna þessara ofangreindu tafa á för okkar misstum við annan tveggja daga sem við höfðum áætlað að eyða í Sydney. Nú höfðum við því aðeins einn dag til að skoða okkur um svo fyrst á dagskrá var að sjálfsögðu óperuhúsið víðfræga. Við tímdum að sjálfsögðu ekki að borga fyrir skoðunarferð um bygginguna en það takmarkaði þó heldur þá hluta sem við máttum skoða. Við getum þó sagt ykkur að andyrið er þokkalegt og klósettin mjög snyrtileg. Minjagripabúðin er líka töff sem og bílastæðahúsið. Mikið fleira var nú ekki á dagskrá þennan daginn nema kannski haustútsölurnar í Sydney. Morguninn eftir flugum við svo norður til Carins og eyddum þar næstu dögum. Cairns er bær sem gerir mjög mikið út á túristaiðnaðinn. Þar eru risastór hostel og ofboðslega margt að gera. Strax á fyrsta degi ákváðu Margrét og Aðalbjörg að láta gamlan draum rætast og fóru í teygjustökk. Daginn eftir áttu Margrét, Aðalbjörg og Bryndís svo bókað langþráð fallhlífarstökk en eftir að þær höfðu beðið í fjóra tíma á skriftstofu fallhlífarklúbbsins var þeim tilkynnt að ekki væri hægt að stökkva þennan daginn vegna veðurs. Mikil vongbrigði! Á þriðja degi eyddum við svo stórum hluta dagsins í að kafa um Kóralrifið mikla með Nemó og Dóru, Krúsa skjaldböku, ónefndum hákarli og ógrynni af hinum ýmsum fiskum í öllum regnbogans litum á sama tíma og við dáðumst að kórölum af öllum stæðrum og gerðum. Ótrúleg upplifun! Á fjórða degi í Cairns var svo komið að því sem við allar höfðum beðið eftir með blöndu af eftirvæntingu og kvíða, að sækja húsbílinn sem yrði heimili okkar næstu 18 dagana á leið suður til Brisbane. Nú var komið að því að setjast aftur undir stýri og það öfugu megin í bílnum og á öfugum vegahelming. Eftir að hafa sótt bílinn brunuðum við beinustu leið í Coles Supermarket sem átti eftir að verða okkar uppáhaldsbúð næstu vikurnar. Haframjöl, poppkex, kotasæla, avocado, bollasúpur, núðlur, pasta og miiiikið af kóki var helsta uppistaðan í matarræðinu í fagurgræna Jucy bílnum okkar. Lífið í húsbílnum var alls ekki svo slæmt þó svo að fyrstu dagana hafi það tekið töluverðan tíma á hverju kvöldi að koma öllum töskunum og okkur sjálfum fyrir og hafa á sama tíma sæmilegt pláss til þess að sofa. Það var þó fljótt að lærast og við orðar atvinnuhúsbílatöffarar áður en langt um leið. Við viðurkennum þó að þeir voru ansi heitir flestir morgnarnir svo við sváfum yfirleitt ekki lengur en til sjö, hálf átta. Það gerði það að verkum að við vorum oftar en ekki búnar á því fljótlega upp úr níu á kvöldin. Þau voru því afar róleg og þar sem DVD-spilarinn í bílnum var bilaður var helsta afþreyingin spilastokkurinn sem við keyptum í Dubai í janúar. Ferðalagið sjálft gekk ótrúlega vel. Fyrstu dagana tókum við smávegis norðurkrók og keyrðum í gegnum skógi vaxna Ástralíu. Páskadagurinn þetta árið var einnig með töluvert öðru sniði en fyrri ár þar sem við eyddum morgninum í sólbaði við hina ýmsu fossa milli þess sem við kældum okkur í alltof köldu vatninu. Hefðbundnum páskaeggjum var skipt út fyrir Maltesers súkkulaði í ýmsum formum þó svo páskasteikin hafi nú verið á sínum stað en við ákváðum að vera flottar á því að fara út að borða í Townsville það kvöldið. Við gerðum þó fleira en að keyra húsbíl í Ástralíu. Við fórum meðal annars í þriggja daga siglingu um Whitsundays, þar sem við skoðuðum einhverja fallegustu strönd sem við höfum séð, snorkluðum heilan helling og slökuðum afskaplega mikið á. Á bátnum var hrikalega mikið af skemmtilegu fólki svo ferðin var hreint út sagt frábær. Lýkur hér fyrrihluta Ástralíuferðasögunnar þar sem við teljum þriggja vikna ferðalag vera aðeins of stóran bita fyrir eina bloggfærslu! Þangað til næst! xxx IMBA
1 note · View note
imbatravelers-blog · 8 years
Photo
Tumblr media
Surf-Abbý #bali #IMBAtravelers (en Balangan Beach)
0 notes
imbatravelers-blog · 8 years
Photo
Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media
Apar, Rise terrece og holy water temple
0 notes
imbatravelers-blog · 8 years
Text
Sjór, surf og sól
„Einu sinni fórum við í bað og ferðuðumst til Balí,” söng Helgi Björns eitt sinn en það er einmitt það sem við gerðum eftir morgunsturtuna síðasta daginn okkar í Filippseyjum. Eftir fjögurra tíma rútuferð í loftkælingarsnauðu rútunni milli Moalboal og Cebu City, flug frá Cebu til Manila og þaðan til Denpasar á Balí komumst við loksins í smábæinn Ubud, í svartamyrkri aðfaranótt 11. mars.
Á flugvellinum í Manila höfðum við nýtt tímann í að panta okkur gistingu í á netinu, eins og svo oft áður. Við vorum sérstaklega spenntar í þetta skiptið þar sem við stóðum í þeirri trú að við værum á leið í herbergi með fimm tvíbreiðum rúmum, fyrir nánast engan pening. Þegar við komum að hostelinu, í sama svartamyrki og við minntumst á hér rétt áðan, leit það út eins og eitt þeirra fjölmörgu buddhahofa sem við höfum séð á ferðum okkar og allir virtust vera steinsofandi. Það er að segja allir nema mjög svo vakandi hundur sem við sáum nú hvergi en heyrðum svo sannarlega í þar sem hann gelti án afláts í myrkrinu. Eftir um það bil hálftíma af hrópum og köllum út í myrkrið vaknaði loksins einn af starfsmönnum hostelsins og hleypti okkur inn í herbergið okkar. Úrvinda úr þreytu vorum við æstar í að leggjast hver í sitt tvíbreiða rúmið og tilbúnar að breiða úr okkur. Í stuttu máli sagt var það ekki það sem gerðist. Í ljós kom að við höfðum pantað eitt af fimm herbergjum með tvíbreiðu rúmi svo það eina í stöðunni var að leggjast allar þversum og kúra þar saman til morguns. Ákveðinn skellur en alls ekki svo slæmt. Morguninn eftir skiptum við því yfir á annað hostel, með aðeins meira plássi en hitt, og héldum áfram með lífið. Nú var líka komið endurfundum því vinir okkar Ívar og Júlía voru einmitt stödd í sama bæ.
Fyrsti dagurinn á Balí fór í skoðunarferð um Monkey Forrest, þar sem fjölmargir apar búa og stela öllu steini léttara af grunlausum túristum sem labba þar í gegn. Þeir voru þó ósköp krúttlegir greyin svo við fyrirgáfum þeim flest, t.d. það þegar þeir stálu vatnsflöskunni hans Ívars. Þennan sama dag leigðum við okkur líka vespur og þeystumst um sveitir Balí. Við gengum um Rice Terrace, ótrúlega fallega hrísgrjónaakra, og heilsuðum upp á heimamennina þar og enduðum á að heimsækja Holy Water Temple þar sem hluti hópsins baðaði sig í heilögu vatni. Virkilega viðburðaríkur dagur þar sem við drukkum í okkur indónesíska menningu á þessari gullfallegu eyju. Kvöldið fór svo í að borða frábæran mat, líkt og flest önnur kvöld í þessari reisu okkar.
Daginn eftir eyddum við töluverðum tíma í að skoða götumarkað Ubud þar sem við gerðum stórgóð kaup, eins og á flestum öðrum mörkuðum sem við höfum heimsótt hingað til. Á ferðalagi okkar um Asíu höfum við kynnst nokkrum svo óskaplega notalegum bæjum að við vildum helst aldrei þurfa að yfirgefa þá. Ubud er klárlega einn af þeim. Þegar leið á daginn var kominn tími til að kveðja Ubud, þennan yndislega bæ og það frábæra andrúmsloft sem þar ríkir. Það sem tók við var þó ekki síðra því framundan var vika í brimbrettaskóla í Uluwatu á Suður-Balí og þangað héldum við sexmenningarnir þennan sunnudagsseinnipartinn.
Vikan í brimbrettaskólanum var fáránlega skemmtileg en síður en svo auðveld. Tímar hófust strax á mánudagsmorgninum og voru á hverjum degi fram á laugardag, og fór hálfur dagurinn yfirleitt í að surfa í heitum sjónum við hinar og þessar fallegu strendur suðurhluta eyjunnar. Það er mikil erfiðisvinna að koma sér aftur út í sjó eftir að hafa staðið öldu mislangar vegalengdir. “Paddle out, PADDLE OUT!” er sú setning sem er í minnstu uppáhaldi hjá okkur öllum eftir þessa viku. Svo má nú ekki gleyma sólbrunanum! Það að vera í bikiníbuxum á brimbretti klukkustundunum saman er með verri hugmyndum sem nokkur maður hefur fengið í sögunni. Við áttuðum okkur því miður ekki á þessu fyrr en það var orðið um seinan. Skaðbrenndir rassar og læri voru okkar raunveruleiki strax eftir fyrsta dag í öldunum, í mismiklum mæli. Síðar hlaupabuxur urðu því partur af surfgallanum restina af vikunni, við mikinn fögnuð húðfrumnanna á áður nefndum svæðum. Erfiðið og bruninn fellur þó algjörlega í skuggann af öllu stuðinu og snilldinni sem einkenndi dagana í skólanum. Kennararnir okkar, sem voru allir karlkyns Indónesar, voru álíka miklir Justin Bieber aðdáendur og Aðalbjörg og eyddu heilu klukkutímunum í að syngja og grínast með okkur meðan við biðum eftir næstu öldum. Virkilega hressir náungar! Í skólanum kynntumst við líka ógrynni af skemmtilegu fólki og eignuðumst við þar frábæra vini frá hinum ýmsu löndum.
Við gerðum þó fleira en að surfa þessa vikuna. Við horfðum á sólsetrið og drukkum bjór á hinum víðfræga bar Single Fin, eins og sönnum surfurum sæmir, og kíktum á næturlífið í Kuta, bæ sem var ekki svo langt í burtu. Þar fundum við einhvern rosalegasta skemmtistað Asíu, fimm hæða snilld með risastóru dansgólfi á hverri hæð og mismunandi tónlist.
Síðasta daginn okkar á Balí héldum við svo aftur til Kuta, leigðum þar vespur og skoðuðum okkur um. Kuta er mikill túristastaður og töluvert stærri og vestrænni en Ubud. Við rúntuðum þarna um allar trissur, kíktum í eins og eina verslunarmiðstöð og borðuðum Nasi Goereng, eða fried rice, í síðasta skipti á asískri grundu, í þessari ferð í það minnsta.
Um kvöldið var svo komið að kveðjustund í bili þar sem við fjórar vorum á leið í aðra flugvél en Ívar og Júlía. En það var ekki bara þau sem við þurftum að kveðja því nú var Asíuhluta ferðarinnar að ljúka eftir rúma tvo yndislega mánuði. Maturinn, menningin, landslagið, andrúmsloftið og fólkið í þessari ólýslanlega frábæru heimsálfu er eitthvað sem við munum alla tíð búa að hafa fengið að kynnast. Við erum allar staðráðnar í að heimsækja aftur þessar slóðir í framtíðinni, vonandi sem allra fyrst!
Þær voru því blendnar tilfinningarnar sem við fundum fyrir á leið um borð í vélina til Sydney aðfaranótt 23. mars. Annars vegar var ótrúlega sárt að skilja við Asíu en framundan voru hrikalega spennandi vikur í Ástralíu! Meira um það síðar!
xxx IMBA
0 notes
imbatravelers-blog · 8 years
Photo
Tumblr media
Kveðjum Filippseyjar og höldum til Bali 🌅🌅 #IMBAtravelers #philippines #sunset (at Moalboal, Cebu)
0 notes
imbatravelers-blog · 8 years
Video
Klárlega besti dagurinn hérna i Filipseyjum 🐢🐢😍😍 #IMBAtravelers #philippines #turtle #diving #moalboal (at Panagsama Beach)
0 notes
imbatravelers-blog · 8 years
Video
Fann draumastarfið mitt í dag 🐍💚 #IMBAtravelers #phillipines #snakes #travelgram (at Bohol, Philippines)
0 notes
imbatravelers-blog · 8 years
Photo
Tumblr media
Sáum þennan litla sæta Tarsier prímata í dag, en þeir eru í mikilli útrýmingarhættu vegna ólöglegrar sölu og eyðileggingu búsvæða 🙊🌿❌ #phillipines #bohol #tarsier
0 notes
imbatravelers-blog · 8 years
Photo
Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media
Kaþólsk skoðunarferð um Cebu City og túristaferðalag um Bohol 😄
0 notes
imbatravelers-blog · 8 years
Photo
Tumblr media
Ástfangin af Filippseyjum 😍 #IMBAtravelers (en Panagsama Beach)
0 notes