Tumgik
skakhuginn · 3 hours
Text
Ný skákstig 1. maí - Lárus Sólberg hækkar mest
Ný skákstig voru gefin út i morgun 1. maí. Lárus Sólberg Guðjónsson (1600)hækkar um 25 stig eftir góðan árangur í Dublin um páskana. Adam Ferenc Gulyas bætir við sig 16 og fer í 1743 stig og Hermann Aðalsteinsson hækkar um 14 stig og fer í 1738 stig. Athygli vekur að mótið í Bristol sem Oleksandr Matlvak vann fyrir nokkrm dögum virðist ekki hafa verið sent inn til útreiknings eða það hafi verið…
Tumblr media
View On WordPress
0 notes
skakhuginn · 16 hours
Text
Smári efstur á fjölmennustu skákæfingu Goðans frá upphafi
Smári Sigurðsson varð efstur á mjög fjölmennri skákæfingu sem fram fór á veitingastaðnum Hlöðufelli á Húsavík í gærkvöld. Smári fékk 6,5 vinninga af 7 mögulegum, Rúnar Ísleifsson varð annar með 5,5 vinninga og Adam Ferenc Gulyas þriðji, með 5 vinninga. Tímamörk voru 10+2 og voru tefldar 7 umferðir. Alls mættu 20 keppendur til leiks á æfinguna sem er met í 19 ára sögu Goðans. Gamla metið voru 12…
Tumblr media
View On WordPress
0 notes
skakhuginn · 3 days
Text
Matlak í 1-2 sæti á Skákþingi Vestur-Englands - Náði enskum titil á mótinu
Oleksandr Matlak, varð í 1-2 sæti (co-winner) á Skákþingi Vestur-Englands sem lauk í borginni Bristol á Englandi í dag. Matlak vann enska stórmeistarann Peter K Wells (2351) í lokaumferðini í dag með svörtu mönnunum. Samkvæmt chess-results græðir Matlak 52,8 skákstig eftir mótið í Bristol í dag og verður því vel yfir 2200 skákstigum þann 1. maí nk. Það dugur fyrir enskum titli. (English national…
Tumblr media
View On WordPress
0 notes
skakhuginn · 5 days
Text
Reiknuð atskákæfing/mót í Hlöðufelli á mánudagskvöld
Nk. mánudagskvöld 29. apríl fer líklega síðasta skákæfing vetrarins fram á veitingastaðnum Hlöðufelli á Húsavík. Sú æfing verður reiknuð til atskákstiga hjá FIDE og verða tímamörkin 10 mín +2 sek/leik. Æfingin hefst kl 20:30 og má búast við að henni ljúki um kl 22:30. Frítt er á æfinguna en engin verðlaun verða í boði. Nú þegar hafa 14 keppendur skráð sig til leiks, sem er nýtt og glæsilegt met,…
Tumblr media
View On WordPress
0 notes
skakhuginn · 9 days
Text
Símon Þórhallsson er skákmeistari Norðlendinga 2024 - Adam efstur á mótinu
Símon Þórhallsson (SA) vann Adam Omarsson (TR) í lokaumferð skákþings Norðlendinga sem lauk í gær að Skógum í Fnjóskadal. Símon endaði mótið því með 5,5 vinninga og tryggði sér titilinn Skákmeistari Norðlendinga 2024 í fyrsta sinn. Adam Omarsson varð, þrátt fyrir tapið, einn efstur á mótinu með 6 vinninga og var þegar búinn að tryggja sér efsta sætið á mótinu fyrir lokaumferðina. En þar sem Adam…
Tumblr media
View On WordPress
0 notes
skakhuginn · 11 days
Text
Adam búinn að trygga sér efsta sætið á SÞN þó ein umferð sé eftir
Adam Omarsson vann báðar sínar skákir á Skákþingi Norðlendinga í dag tryggði sér þar með sigur á mótinu, þó ein umferð sé eftir. Adam vann Sverri Örn Björnsson í 5. umferð og Áskel Örn Kárason í 6. umferð og mætir Símon Þórhallssyni í lokaumferðinni á morgun. Símon Þórhallsson og Gauti Páll Jónsson eru í 2-3 sæti með 4,5 vinninga. Áskell, Sverrir, Þórleifur Karlsson og Jón Kristinn Þorgeirsson…
Tumblr media
View On WordPress
0 notes
skakhuginn · 12 days
Text
Adam Omarsson efstur með fullt hús á SÞN 2024
Adam Omarsson fer vel af stað á Skákþingi Norðlendinga sem hófst í kvöld að Skógum í Fnjóskadal. Adam vann alla sína andstæðinga og er efstur með 4 vinninga af 4 mögulegum. Áskell Örn Kárason og Sverrir Örn Björnsson koma næstir með 3,5 vinninga. Alls taka 19 keppendur þátt í mótinu sem lýkur á sunnudag. Staðan eftir 4 umferðir.  Mótið á…
Tumblr media
View On WordPress
0 notes
skakhuginn · 13 days
Text
Skákþing Norðlendinga hefst á morgun
Skákþing Norðlendinga 2024 hefst kl 19:30 föstudaginn 19. apríl að Skógum í Fnjóskadal. Mótið er hefðbundið helgarmót með 4 atskákum og 3 kappskákum. Sjá állt um mótið hér. Nú eru 20 keppendur skráðir til leiks, en opið verður fyrir skráningu til kl 19:00 á morgun. Mótið á chess-results.  
Tumblr media
View On WordPress
0 notes
skakhuginn · 21 days
Text
Skákþing norðlendinga 2024 fer fram 19-21 apríl
Skákþing Norðlendinga 2024 fer fram í Gamla Barnaskólanum að Skógum í Fnjóskadal helgina 19-21 apríl 2024. Mótið verður hefðbundið helgarmót af gamla skólanum með blöndu af atskák og kappskák. Það er Skákfélagið Goðinn sem sér um mótshaldið. Gamli Barnaskólinn að Skógum er staðsettur rétt sunnan við munna Vaðlaheiðarganga Fnjóskadalsmegin. Aðeins um 10 mín akstur frá Akureyri ef keyrt er um…
Tumblr media
View On WordPress
0 notes
skakhuginn · 22 days
Text
Hermann efstur á æfingu
Hermann Aðalsteinsson fékk 3,5 af 4 mögulegum vinningum á skákæfingu sem fram fór á Húsavík í gærkvöld. 5 keppendur mættu og tefldar voru skákir með 10 mín umhugsunartíma á mann. Lokastaðan Vinn BH SB PS DE 1. Aðalsteinsson, Hermann Skákfélagið Goðinn 1751 3.5 10.0 10.0 5.5 9.0 3 2 2. Smárason, Kristján Skákfélagið Goðinn 1679 2.5 10.0 10.0 3.0 8.5 2 2 3. Guðjónsson, Ingi…
Tumblr media
View On WordPress
0 notes
skakhuginn · 27 days
Text
Ný skákstig 1. apríl
Ný Fide skákstig tóku gildi þann 1. apríl sl. Hilmar Freyr Birgisson hækkar mest eða um 29 stig. Lárus Sólberg Guðjónsson hækkar um 26 og Oleksandr Matlak hækkar um 22. Tryggvi Þórhallsson og Ingi Hafliði Guðjónsson hækka einnig þó nokkuð. Bergmann Óli Aðalsteinsson er eini nýliðinn á listanum með 1739 stig og er þar með 7 stigahæsti félagsmaður Goðans. Oleksandr Matlak og Tómas Veigar…
Tumblr media
View On WordPress
0 notes
skakhuginn · 28 days
Text
Samantekt frá Dublin
Þá er Opna alþjóðlega mótinu í Dublin lokið og má segja að Íslensku keppendurnir get gengið sæmilega sáttir frá borði. 116 keppendur tóku þátt í mótinu og tefldar voru 7 umferðir á 4 dögum í öllum flokkum. Fyrirfram var ekki búist við að nokkur Íslensku keppendana yrðu í baráttunni um verðlaunasæti enda ferðin fyrst og fremst hugsuð til þess að hafa gaman og tefla við andstæðinga sem við höfðum…
Tumblr media
View On WordPress
0 notes
skakhuginn · 30 days
Text
Adam og Erlingur með flesta vinninga í Dublin
Opna alþjóðlega mótinu í Dublin lauk nú síðdegis. Engin af Íslensku keppendunum náði í verðlaun en Adam Ferenc Gulyas og Erlingur Jensson fengu flesta vinninga eða 4 af 7 mögulegum alls af íslensku keppendunum. Adam Ferenc Gulyas fékk 4 vinninga í opna flokknum. Unnar Freyr Ingvarsson, Smári Sigurðsson og Kristján Ingi Smárason fengu allir 3,5 vinninga. Opni flokkurinn. Erlingur Jensson og…
Tumblr media
View On WordPress
0 notes
skakhuginn · 1 month
Text
Skin og skúrir í Dublin
Tvær umferðir voru tefldar á Dublin International open í dag. Allir Íslensku keppendurnir hafa náð í amk einn vinning. Þeir feðgar Smári Sigurðsson og Kristján Ingi Smárason hafa 1,5 vinninga eftir þrjár umferðir og mætast í 4 umferð á morgun. Unnar Ingvarsson og Adam Ferenc Gulyas hafa einn vinninga hvor. Stöðunar og pörun má sjá á chess-results. Erlingur Jensson hefur 1,5 vinninga í 40+…
Tumblr media
View On WordPress
0 notes
skakhuginn · 1 month
Text
Erfið byrjun í Dublin
The Dublin International Open 2024 mótið í skák hófst í kvöld á Talbot hótelinu í Dublin. Í opna flokknum vann Unnar Ingvarsson sinn andstæðing og Smári Sigurðsson gerðu jafntefli. Kristján Ingi Smárason og Adam Ferenc Gulyas lutu í gras fyrir stigahærri andstæðingum. Í 40+ flokknum lutu Hermann Aðalsteinsson og Erlingur Jensson einnig í gras gegn stigahærri andstæðingum Í 65+ flokknum töpuðu…
Tumblr media
View On WordPress
0 notes
skakhuginn · 1 month
Text
Kristján Ingi Páskameistari Goðans 2024
Kristján Ingi Smárason vann alla sína andstæðinga og þar með Páskaskákmót Goðans sem fram fór í gærkvöldi. Kristján féll 5 vinninga af 5 mögulegum. Þetta er fysti titillinn sem Kristján vinnur í fullorðinsflokki. Smári Sigurðsson varð annar með 4 vinninga og Adam Ference Gulyas þriðji með 3 vinninga. Einungis 6 keppendur tóku þátt í…
Tumblr media
View On WordPress
0 notes
skakhuginn · 1 month
Text
Goðamenn og Skagfirðingar til Írlands
The Dublin International Open 2024 fer fram á Talbot Hótelinu í Dublin á Írlandi 29 mars til 1. apríl 2024. (Föstudagurinn langi til og með annar í Páskum) Tefldar verða 7 umferðir með 90+30 sek á leik á 4 dögum. Teflt verður í 3 flokkum: Open, 40+ og 65+. Fimm félagsmenn Goðans, tveir félagsmenn úr Skákfélagi Sauðárkróks og einn KR-ingur, hafa skráð sig til leiks á mótinu og er óhætt að segja að…
Tumblr media
View On WordPress
0 notes