Photo


Það er fátt sem ekki er hægt að skilgreina sem tómstundir. Einhver gæti gert það að sinni tómstund að hreinsa klóaklagnir en mér tókst ekki að finna mynd af því.
0 notes
Quote
The very purpose of our life is to seek happiness
http://www.dalailamaquotes.org/the-very-purpose-of-our-life-is-to-seek-happiness/
0 notes
Link
Á Pinterest veggnum mínum safna ég saman allskonar skemmtilegum hugmyndum fyrir Tómstundir bæði heima og vinnutengt
0 notes
Text
Spjaldtölvur á frístundaheimilum
Frístundaheimili í Reykjavík eru vel útbúin af spjaldtölvum. Spjaldtölvurnar eru eðlilegur hluti af dóta úrvali barnanna enda mjög vinsælir.
Spjaldtölvurnar eru yfirleitt vel búnar af margvíslegum leikjum og þar á meðal leikjum sem eiga að vera þroskandi og fræðandi. Meðal annars er boðið uppá leiki sem kynna forritun fyrir börnum enda hefur orðið vitundarvakning í kostum þess að kynna börn fyrir tölvuvísindum snemma. Mörg dæmi eru um börn sem ung þróa með sér brennandi áhuga á tölvum og eru jafnvel orðin fullfærir forritarar fyrir menntaskólaaldur. Það veitir ekki af þarsem stöðugt vaxandi skortur er á hugbúnaðarfræðingum með yfirgripsmikla reynslu.

0 notes
Text
Jóga fyrir börn. Tískubóla eða bylting?
Jógastundun í hinum vestræna heimi hefur á sífellt aukið vinsældir sínar og jóga fyrir börn sem víða er vinsælt er einnig að festa sig í sessi hér á landi. Þetta er mjög jákvæð þróun að mínu mati enda tel ég jóga vera allra meina bót og hef bæði stundað það og kennt bæði fyrir börn og fullorðna.
Ég rakst á fræðigrein frá 2008 þar sem rannsóknarefnið var að finna út hvort jóga hefði sannanlega jákvæð áhrif á börn heilsu og líðan barna. í Rannsókninni var safnað saman álitlegum rannsóknum um efnið og greining gerð á þeim. 24 rannsóknir voru skoðaðar frá 1980 til og með 2007.
Niðurstöðurnar voru mjög áhugaverðar því í öllum þessum ólíku rannsóknum reyndist jóga hafa umtalsverð bætandi áhrif á líðan og getu barnanna. Meðal annara niðurstaðna má nefna:
Aukin hreyfigeta, styrkur og líkamsvitund.
Bætt viðbrögð bæði í sjón og heyrn.
Aukin skipulagshæfni og framkvæmdageta.
Aukin færni í fínhreyfingum. Aukin afkastageta. Aukin einbeiting bæði hjá heilbrigðum börnum og börnum með ADHD greiningar.
Bætt minni.
Betri líðan hjá börnum með kvíðaröskun og eða þunglyndi.
Börn með astma stórbættu líðan sína og náðu að minnka og jafnvel losna alveg við lyf.
Allar þessar 24 rannsóknir sýndu jóga í jákvæðu ljósi. Engin neikvæð áhrif komu fram. Samkvæmt niðurstöðu raðgreiningarinnar er þó varhugavert að draga of mikinn lærdóm af þessum rannsóknum því allar voru þær taldar undir meðallagi vandaðar í vísindalegu tilliti. Úrtökin voru of lítil, rannsóknartími of skammur, rannsóknarefnin of víðtæk og skráning ónákvæm. Rannsóknirnar voru því bæði tölfræðilega of lélegar til að mikið mark væri á þeim takandi sem og að of mikið svigrúm þótti til að skila hlutdrægum niðurstöðum.
Ég ætla mér engu að síður að taka þessu á jákvæðan hátt. Allar vísbendingarnar voru jákvæðar þó svo að þær séu kannski ekki vísindalega sterkar. Allur þessi fjöldi af mismunandi heilsubætandi niðurstöðum kom mér virkilega á óvart. Áfram jóga!
0 notes