Tumgik
svelgur · 10 years
Text
KSHK er ekki prívat SAFT verkefni
Facebook albúmið KSHK sem síðar þurfti að breyta í tumblr síðu gengur ekki, að mínum skilningi allavega, út á að hvetja til ábyrgar netnotkunar sem margir virðast halda. Eins og Hildur hefur sagt margoft hóf hún að safna skjáskotum af kvenhatursummælum sem hún fann á internetinu. Eitt af skilyrðunum sem hún setti sér var að ummælin væru opinber, þ.e. öllum aðgengileg og látin falla í því sem má skilgreina sem opinbera umræða. KHSK sýnir fram á að í opinberri umræðu telst það ekki sérstakt tiltökumál að viðhafa kvenhatur gegn konum. Oft í þeim tilgangi til að reyna þagga niður í þeim sem hópi. Það er lykilatriði. Kvenfyrirlitning og kvenhatur (e. misogyny) er hugtak sem lýsir því hvernig konur eru sem hópur undirsettar og eru gagnrýndar vegna þess að þær eru konur, ekki vegna þess hvað þær segja eða gera.
KSHK er feminískur aktívismi vegna þess að ætlunin er að varpa ljósi á kvenhatrið sem kerfisbundna orðræðu sem hefur lögmæti. Stundum hefur komið upp sá einfaldi (mis)skilningurinn að KHSK er eitthvað í átt við að vera prívat SAFT verkefni hennar – að maður skuli passa sig í samskiptum á netinu. Það er KSHK ekki. Hildur hefur aldrei málað sig sem einhvern internet-siðapostula. Það hafa aðrir gert.
Þar sem KSHK er feminsíkur aktívismi sem bendir á undirokun kvenna í orðræðu á internetinu skal þá gagnrýna KSHK fyrir sem það sem það er. Og fagna því það sem það er – jafnvel veita því viðurkenningu fyrir það sem það er. Ég hélt að Stígamót hefðu t.a.m. veitt Hildi viðurkenningu sína vegna þess. En nú virðist það komið í ljós að skilningur þeirra á viðurkenningunni hafi verið einhvers konar karakter viðkenning; og hún sé nú ekki þess verðskulduð. Það þykir mér naívískt af Stígamótum, sem stórkostlegum samtökum sem byggja á feminískri hugmyndafræði, að hafa ekki litið svo á að þau hafi verið að viðurkenna KSHK verkefni Hildar heldur persónu hennar sem einhvers konar siðferðislegt viðmið.
Það væri að bera í bakkafullan lækinn að skrifa í löngu máli um að ummælin sem hafa verið til fordæmalausar umfjöllunar upp á síðkastið en þau eru að sjálfsögðu engum til sóma. Það hefur Hildur sagt sjálf og Páll maðurinn hennar. Þau hafa beðist auðmjúklega afsökunar á þeim. Hvort fólk vilji taka fyrirgefningarnar til greina eða ekki er þeirra mál.
KSHK stendur óhaggað. Að sjá það ekki gefur það óneitanlega í skyn að skilningur á kynjamisrétti og kvenhatri er ábótavant. Annaðhvort það eða vegna and-feminískra sjónarmiða. Nema hvort tveggja sé.
5 notes · View notes
svelgur · 11 years
Video
0 notes