kidditr
kidditr
Kristinn Steinn Traustason
10 posts
Don't wanna be here? Send us removal request.
kidditr · 8 years ago
Text
Úlfarsárdalur í byggingu mars 2017
Ég fór í göngutúr um helgina um hverfið mitt góða Úlfarsárdal  og fannst ekki úr vegi að kíkja aðeins á þær framkvæmdir sem eru í gangi.
Mér telst til að í byggingu séu: -3 einbýli -6 parhús -3 raðhús -10 fjölbýli -Dalskóli er kominn af stað
Þetta er kannski ekki tæmandi listi en samt eitthvað til að horfa á. Ef við reiknum þetta upp á eru þetta um 150-160 íbúðir sem eru í byggingu í hverfinu.
Tumblr media
Svo eru einhverjar lóðir til sölu á almennum markaði en borgin er ekki með neinar lóðir í hverfinu til sölu.
Talning bygginaleyfa
Ef menn eru að telja byggingarleyfi hjá byggingarfulltrúa þá ætti að breyti því strax því það er ljóst að þegar byggingarleyfi er veitt er ekki þar með sagt að þar muni rísa hús strax.   Sem dæmi má nefna að þá er húsgrunnur sem hefur staðið hér óhreyfður frá árinu 2007.
Tumblr media
  http://gamli.rvk.is/vefur/owa/edutils.parse_page?nafn=BN035144
Lóðakuap borgarinnar 
Borgin ætti því kannski að far í það sama og hún hefur víða gert í miðborginni að kaupa hús og lóðir til að flýta fyrir framkvæmdum.  
Tumblr media
http://www.ruv.is/frett/borgin-kaupir-bsi-a-445-milljonir
Tumblr media
http://www.visir.is/borgin-kaupir-laugaveg-4-og-6-a-580-milljonir/article/200880125106
Lóðaskilmálar
Einnig má benda á að skilmálum sem fylgdu lóðaútboðinu á sínum tíma var mjög ströng skilyrði varðandi framkvæmdar hraða og byggingartíma.  En borgin hefur ekki viljað fara eftir sínum eigin skilmálum.
http://lukrskjol.reykjavik.is/skipulagssja/upplysingar/DSK_PDF_SKILMALAR/Ulfarsardalur_hverfi_4_skilmalar_20_12_22006.pdf
Aukin pressa léttir vandan
Með því að setja aukna pressu á lóðarhafa væri hægt að létta aðeins á húsnæðisvandanum í borginni.  Borgin hefur öll ráð í hendi sér til þess að þrýsta á lóðarhafa að klára byggingu húsa. 
Breytt skipulag hverfisiins. 
Borgin vinnur nú að breytingum á skipulagi í hverfinu bæði stækkun á því ofan Skyggnisbrautar og innan núverandi hverfis.  Því eru engar lóðir í hverfinu til sölu hjá borginni.  Þegar borgin tók lóðirnar úr sölu voru nokkrar einbýlishúsalóðir til sölu, engar fjölbýlishúsalóðir þær voru allar upp seldar. 
Hér eru myndir frá göngu ferðinni og kort af hverfinu. 
Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media
0 notes
kidditr · 8 years ago
Text
Innlegg í umræðu um húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins
Í liðinni viku fór fram umræða í borgarstjórn um húsnæðismál og lóðarskort á höfuðborgarsvæðinu og þá sérstaklega í Reykjavík. Reykjavík er það sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu sem á hvað mest ónýtt byggingarland. Í Úlfarsárdal hefur verið að byggjast upp hverfi þar sem íbúar hafa kallað eftir meiri byggð til að styrkja innviði hverfisins, verslun og öflugt íþróttastarf. Núverandi meirihluti borgarstjórnar hefur ekki tekið vel í aukna byggð í Úlfarsárdal og einblínt á þéttingu byggðar í eldri hverfum borgarinnar. Þétting byggðar er góð en ljóst er íbúðir á þéttingarreitum eldri hverfa verða ekki ódýrar. Mikill skortur er á íbúðum fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á íbúðamarkaði. Með því að hefja strax skipulagningu og úthlutun lóða í Úlfarsárdal getur borgin létt á pressu íbúðaverðs, sem hefur hækkað gríðarlega að undanförnu og gera spár ráð fyrir frekari hækkun á komandi mánuðum og árum.   Vill að önnur sveitafélög leysi vandan með þeim Í viðtali við RÚV þann 7. febrúar síðastliðinn óskar borgarstjóri eftir aðstoð nágranna sveitafélaga.  Orðrétt segir Dagur B. Eggertsson í samtali við fréttastofu: „Eftirspurnin er mjög mikil og þess vegna erum við að bæta í okkar áætlanir varðandi lóðaúthlutanir og ný svæði til þess að geta betur mætt þessu“. Síðar í sama viðtali segir Dagur „og (við) myndum gjarnan vilja að önnur sveitarfélög hér á höfuðborgarsvæðinu og víðar myndu taka á þessu verkefni með okkur.“   Borgarstjóri í þversögn við sjálfan sig Í umræðunni í borgarstjórn fyrr um daginn sagði borgarstjóri að það væri ekki æskilegt að auka byggð í Úlfarsárdal því Miklabraut sé sprungin. Ljóst er að aukin byggð í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu mun ekki minnka álagið á Miklubraut. Ef byggt er íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ er keyrt framhjá Úlfarsárdal á leið til borgarinnar um Vesturlandsveg og síðar Miklubraut. Til að bregðast við umferðarstíflum á Miklubraut þarf að auka framboð atvinnuhúsnæðis í austurhluta borgarinnar, efla almenningssamgöngur og ráðast strax í löngu tímabæra lagningu Sundabrautar. Uppbygging hverfa Við uppbyggingu íbúahverfa þarf að fylgja uppbygging innviða svo sem skóla og íþróttamannvirkja í þjónustu við íbúa.  Þetta á bæði við á nýbyggingarsvæðum og á þéttingarreitum.  Ekki þýðir fyrir borgina að koma með þjónustu við íbúa mörgum árum eða áratugum eftir að hverfin byggjast. Ef það er gert þannig, eykur það einnig á umferð í borginni með aukinni mengun og óþægindum fyrir íbúa. Hér mætti borgin læra af nágrannasveitarfélögum. Aukið framboð ódýrra lóða Aukið framboð á ódýrari lóðum mun eðlilega halda aftur af hækkun húsnæðisverðs. Ungt fólk ætti þannig möguleika á að komast úr foreldrahúsum. Ég hvet borgina til að skoða þessi mál með opnum huga, samt ekki of lengi því það þarf að bregðast skjótt við þeim vanda sem nú ríkir á húsnæðismarkaðnum.
Tumblr media Tumblr media
Greinin birtist fyrst á visir.is
0 notes
kidditr · 10 years ago
Text
Mikil fjölgun íbúa í Úlfarsárdal
Á undanförum misseirum hefur íbúum Úlafarárdals fjölgað mjög mikið, en samkvæmt þjóðskrá þann 1.desember síðastliðinn voru skráðir íbúar hverfisins 906 og hefur þeim fjölgað um 162 frá áramótum. Stjórn íbúasamtakanna gerir ráð fyrir að íbúar hverfisins séu nú 1.200 manns því sumir íbúa hafa enn ekki fært lögheimili sitt.  Meðfylgjandi tafla sýnir fjölgun íbaúa frá árinu 2009.  Fjöldi barna á aldrinum 0-16 ára eru 275 talsins eða 37% af fjölda íbúa, en til samanburðar er  hlutfall barna í öllum hverfum Reykjavíkur 20%.   Því er óhætt að segja að núna strax er aðkallandi að byggja skóla- íþrótta- og menningarmiðstöð hverfisins mun hraðar en borginn áformar
Tumblr media
Hverfi fyrir ungar barnafjölskyldur
Ljóst er að Úlfarsárdalur er öðru fremur hverfi fyrir ungar barnafjölskyldur sem munu sækja í að  flytja þangað og stofna sín framtíðarheimili.  Þetta er í samræmi við þær kannanir sem gerðar hafa verið um það hvernig og hvar ungar barnafjölskyldur vilja búa.  Barnafjölskyldur vilja búa í minni sérbýlum eða minni fjölbýlum með sér inngangi, í barnvænum og rólegum hverfum þar sem stutt er í alla þjónustu og auðvelt er að ala upp börn.  Þetta rýmar vel við Úlfarsárdalinn þegar byggingu miðstöðvarinnar í hverfinu verður lokið.
Tumblr media
Þétting byggðar
Þétting byggðar er góð og gild en það þarf að gilda við öll hverfi.  Af hverju þarf að fara af stað með uppbyggingu nýrra hverfa svo sem eins og Vogabyggðar og Höfðahverfis þegar Úlfarsárdalurinn hefur ekki verið full byggður? Ósk íbúa og íþróttafélags hverfisins Fram er að hverfið verið 15.000 íbúa hverfi en ekki um 9.000,  sem samkvæmt öllum úttektum sérfræðinga er of lítill fjöldi til að viðhalda jafnvægi í hverfinu og tryggja sjálfbærni þess til langframa.  Það er efitt að sjá að uppbygging í Vogabyggð og Höfðahverfi leysi umferðarvandamál í Ártúnsbrekkunni.  Í þéttingu byggðar í eldri hverfum Reykjavíkur er ekki gert ráð fyrir nægilegum fjölda íbúða fyrir barnafjölskydur,   enda hefur það komið á daginn að barnafjölskyldum hefur fjölgað mest í nágrannasveitafélögum Reykjavíkur. Fjölgun íbúa í Reykjavík hefur verið 1,71% frá árinu 2013 en í ngrannasveitafélögunum um 4,13% að meðaltali.
Tumblr media
Ætlar borgin að sitja hjá í þessari umferð?
Það er ljóst að það tekur mörg ár að ganga frá skipulagi og hefja uppbyggingu  á þeim fjölmörgu þéttingarreitum sem fyrirhugað er að byggist upp á næstu árum.   Á meðan er framboð ákjósanlegs byggingarlands fyrir fjölskyldufólk ekki fyrir hendi í Reykjavík og kom það bersýnilega í ljós á hinum árlega fundi borgarstjóra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni að lítið miðar í uppbyggingarmálum , enda var þar farið yfir nánast sama prógram fyrir ári síðan.  Með þessu áframhaldi mun Reykjavíkurborg sitja hjá í þeirri miklu uppsveiflu byggingariðnaðarins sem nú er farin af stað nema  borgin endurskoði skipulag Úlfarsárdals, fjölgi þar íbúðum og hefji framkvæmdir strax því þar er ekkert sem getur tafið fyrir uppbyggingu. Það er öllum ljóst sem til þekkja að skortur á íbúðahúsnæði og hagkvæmum búsetukostum er stærsta vandamál íslensks samfélags í dag. Reykjavíkurborg þarf að axla sömu samfélagslegu ábyrgð og önnur sveitarfélög og bjóða upp á raunhæf úrræði sem hægt er að hrinda í framkvæmd hratt og bregðast þannig við þessum mikla vanda af festu og myndarskap. ����\�
0 notes
kidditr · 10 years ago
Text
Dalskóli fimm ára
Til hamingju íbúar Úlfarsárdals, nemendur og starfsfólk Dalskóla.  Það er ótrúlegt að það séu liðin 5 ár frá því Dalskóli var fyrst settur.  Það hefur verið einstaklega ánægjulegt að fylgjast með og vera þátttakandi í því starfi sem Dalskóli hefur rekið frá fyrsta degi.  Í Dalskóla er rekið mjög metnaðarfullt starf eins og í öllum skólum landsins.  Dalskóli hefur lagt ríka áherslu á listnám bæði tónlist og aðrar listir sem veitir börnum okkar í Úlfarsárdal mjög skapandi umhverfi. 
 Þrautseigja og samheldni íbúa
Fyrstu íbúar fluttu í hverfið í árslok 2007 og hófst þá biðin eftir skóla sem hafði þó verið lofað tilbúnum þegar fyrstu íbúar flyttu í hverfið. Í hruninu var ljóst að borgin myndi ekki hefja framkvæmdir strax eins og lofað hafði verið.Eftir mikinn þrýsting íbúa ákváðu borgaryfirvöld að byggja núverandi leikskólabyggingu og reka þar samrekinn leik- og grunnskóla fyrstu árin.  Hafist var handa við uppbyggingu um miðjan júní 2009 og var byggingin tekin í notkun í byrjun október 2010.
  Fyrirmyndarskóli
Þetta form og einkenni Dalskóla hefur reynst mjög vel og er nú svo komið að litið er til hans sem fyrirmyndarskóla í uppbyggingu skólastarfs í borginni og á landinu öllu.  Kennarar og stjórnendur skólans eru oft fengnir til að halda fyrirlestra um starfsemi skólans á fjölmörgum ráðstefnum og málþingum kennara og menntamálayfirvalda.
 Frábært starfsfólk
Það má segja að Dalskóli hafi sprengt utan af sér húsnæðið strax á fyrsta starfsári og síðan þá hefur bráðabirgða kennslustofum við skólann fjölgað stöðugt og eru nú um 20 talsins.  Þetta er ekki ákjósanlegt starfsumhverfi fyrir starfsfólk og nemendur skólans, en þrátt fyrir það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með okkar frábæra starfsfólki að störfum, án þeirra væri þetta ekki hægt.
 Framtíðin er björt
Segja má að framtíðin sé björt í Úlfarsárdal þar sem stendur til að byggja nýja og glæsilega miðstöð þar sem rúmast nýr Dalskóli, sundlaug, menningarmiðstöð og íþróttaaðstaða fyrir félagið okkar Fram.   Íbúar hefðu að sjálfsögðu viljað sjá þetta verkefni verða að veruleika mun fyrr og mun hraðar en áætlað er.  Þessi miðstöð mun verða mikil lyftistöng fyrir samfélagið í hverfinu.   Ég er sannfærður um að þegar þessi miðstöð verður risin þá mun sjálfkrafa vera gerð krafa um að hverfið okkar stækki sem mun styðja enn frekar við þjónustu í því,  þá á ég við Grafarholt og Úlfarsárdal sem eitt hverfi.  Innan fárra ára verður hér í dalnum um 15.000 manna byggð með blómlegu og iðandi mannlífi.
Tumblr media Tumblr media Tumblr media
0 notes
kidditr · 10 years ago
Text
Síðustu einbýlishúsalóðirnar í Reykjavík til 2030
Undanfarið hefur verið mikill viðsnúningur í lóðarsölu í nýjast hverfi borgarinnar Úlfarsárdal og nú er svo komið að aðeins eru um 49 einbýlishúsalóðir eftir til sölu í hverfinu. Allar fjölbýlishúsa-, raðhúsa- og parhúsalóðir hverfisins eru gengnar út.  Þessi skyndilegi viðsnúningur er sannarlega fagnaðarefni fyrir íbúa og borgina. Viðsnúninginn má sennilega rekja til betra ástands efnahagsmála í samfélaginu, lóðarskorts í borginni og nýkynntra áform um uppbyggingu þjónustumiðstöðvar í Úlfarsárdal.    49 einbýlishúsalóðir eftir í borginni Ég hef engar áhyggjur á að þessar 49 síðustu einbýlishúsalóðir í Reykjavík til ársins 2030 gangi ekki út hratt. Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er ekki gert ráð fyrir sérbýlishúsalóðum fram til ársins 2030 þannig að þeir sem vilja tryggja sér sérbýlishúsalóðir verða að vera fljótir að því. Í aðalskipulagi borgarinnar er einungis gert ráð fyrir þéttingu byggðar vestan Elliðaáa en þar verða eingöngu byggð fjölbýlishús á þéttingarreytum. Vilji fjölskyldur byggja yfir sig sérbýli verða þær að horfa til annarra sveitarfélaga.  Framtíð Reykjavíkur er í Úlfarsárdalnum Í Úlfarsárdal eru einu sérbýlishúsalóðirnar sem Reykjavíkurborg á langs tíma. Á þéttingarsvæðum vestan Elliðaáa eru allar lóðir í eigu fjarfesta sem munu leggja ofur árherslu á að hámarka ágóðan af þeim fjárfestingum sem þeir hafa farið í, sem eðlilegt er. Ef borgin ætlar að geta tryggt ódýrara húsnæði fyrir barnafjölskyldur og ungt fólk þarf hún að auka framboð lóða í Úlfarsárdal um fram það sem tilgreint er í aðalskipulaginu. Reykjavíkurborg á til skipulag fyrir dalinn sem auðvelt væri að vinna með og aðlaga núverandi þörfum íbúðakaupenda.   Í skipulagsmálum þarf að horfa til langs tíma  Mér finnst yfirvöld oft horfa til of skamms tíma þegar skipulagsmál eru til umræðu. Í nýja aðalskipulaginu var lagt út í mikla greiningarvinnu þar sem margt var greint, hugsað og ritað. En svo þegar kemur að skipulaginu sjálfu þá horfa menn einvörðungu hvað er söluvænlegt hverja stundina. Til umræðu er að breyta skipulagi núverandi hverfis Úlfarsárdals þannig að þar megi þétta enn frekar sem mér er ekki ljóst hvernig menn ætla að gera það þar sem hverfið er mjög þétt skipulagt. Þegar hverfið var skipulagt á sínum tíma var gert ráð fyrir að það yrðu um 20 til 25 þúsund manna hverfi með Grafarholti svo skyndilega var horfið frá því eftir að farið var af stað með byggingu þess og hverfið minnkað niður í 9.000 manna hverfi. Því mætti spyrja hvort þeir sem skipulögðu hverfið á sínum tíma hafa ekki horft til langrar framtíðar þegar það var gert, eða þá að þeir sem samþykktu núgildandi aðalskipulag hefi heldur ekki horft til langrar fram tíðar í sínu nýja skipulagi. Ráðamenn borgarinnar þurfa að vanda betur til ákvarðanatöku og hugsa lengra en bara út yfirstandandi kjörtímabil. Fjárhagur borgarinnar  Með sölu byggingaréttar í nýju skipulagi Úlfarsárdals fyrir um það bil 15.000 manna hverfi væri hægt að bæta bágan fjárhag borgarinnar og styrkja byggðina í dalnum, gera hana sjálfbærari og nýta þá fjárfestingu sem borgin fór í þegar hverfið var byggt. Einnig myndi það liðka fyrir því að Knattspyrnufélagið Fram eigi auðveldara flytja starfsemi sína í dalinn. Með því að Fram komist upp í Úlfarsárdal myndi losna um lóðir á besta stað í borginni í Safamýri, sem er gríðarlega verðmætt byggingarland fyrir þá sem aðhyllast þéttingu byggðar. Fjárfestingaráætlun borgarinnar Nú á næstu dögum mun Reykjavíkurborg kynna fjárhagsáætlun  2016 og fjárfestingaráætlun borgarinnar til næstu fimm ára. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort borgin ætlar að standa við fyrri loforð  og klára uppbyggingu á þjónustumiðstöð í Úlfarsárdal á næstu sjö árum eða hvort núna, þegar loksins hefur tekist að glæða lóðarsölu í hverfinu með áformum um uppbyggingu, ráðmenn borgarinnar sjá augljósan hag þess að hraða framkvæmdum. Slíkt myndi rýma við mögulega frekari uppbyggingu og stækkun hverfisins. Við íbúar hverfisins vonumst að sjálfsögðu til þess að sjá aukinn kraft í framkvæmdum og að verkið verði klárað á mun skemmri tíma en núverandi áætlanir gera ráð fyrir.
Tumblr media Tumblr media
Myndir fengnar af vef Reykjavíkurborgar www.rvk.is
0 notes
kidditr · 10 years ago
Text
Er borginni treystandi fyrir byggingarréttargjaldinu?
Reykjavíkurborg ákvað fyrir nokkrum árum að innheimta svonefnt byggingarréttargjald af umsækjendum um lóðir en gjaldið er greitt fyrir byggingarrétt á lóðum umfram gatnagerðagjald.  Gatnagerðagjald er hins vegar lögboðið gjald sem sveitafélögum er heimilt að innheimta til að standa straum af gatnagerð og kostnaði við að gera lóðir byggingarhæfar.  
Í hverfinu mínu, Úlfarsárdal, var tilvonandi íbúum talin trú um að með því að greiða hið svokallaða byggingarréttargjald fengju þeir hraða uppbyggingu á þjónustu í hverfinu, það er að segja á skóla og íþróttaaðstöðu.  Því má segja að íbúar hverfisins hafi staðgreitt uppbygginguna.  Tilvonandi lóðarhöfum var jafnvel egnt saman með útboði til að fá sem hæst verð fyrir lóðirnar.
Ólögleg skattheimta?
Nú er komin nokkur reynsla á gjaldið hjá borginni og hver skyldi hún vera?  Jú, sjaldan eða aldrei hefur gengið jafn hægt að byggja innviði nokkurs hverfis.  Ég spyr því hvort er um að ræða gjald sem standa á undir uppbyggingu innviða eins og fyrirheit voru gefin um eða er þetta í raun almennur skattur á þá sem vilja byggja og búa í Reykjavík?  Þarf slík skattheimta þá ekki að eiga sér stoð í lögum?
Einnig er vert að benda á að frá því að byggingarréttargjaldið var tekið upp hefur lóðaverð sem hlutfall af byggingarkostnaði farið úr 4% í rúm 17%. Kemur það að sjálfsögðu beint inn í hækkun byggingarkostnaðar og söluverðs eigna sem aftur skilar sér í hærra íbúa- og leiguverði fyrir barnafjölskyldur.
Með nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir mikilli þéttingu byggðar sem er gott og göfugt markmið í sjálfu sér.  Í því sambandi hafa borgarfulltrúar boðað að með breyttu skipulagi og auknu byggingarmagni á þéttingarreitum skuli greiða byggingarréttargjald.  Vonandi fá þeir sem gjaldið greiða áreiðanlega tryggingu fyrir því að gjaldið verði notað í uppbyggingu innviða í hverfunum.  
Trausti rúin borgarstjórn
Nýverið kynnti borgarstjóri uppbyggingaráform á þjónustu í Úlfarsárdal en þar á að byggja skóla, sundlaug, menningarmiðstöð og íþróttaaðstöðu fyrir Knattspyrnufélagið Fram.  Gert er ráð fyrir að sú uppbygging taki minnst 7 ár.  Eftir 7 ár héðan í frá verða því liðin 15 ár frá því að fyrstu íbúar Úlfarsárdals fluttu í hverfið og um aldarfjórðungur frá því fólk flutti fyrst í Grafarholtið.  Og það þrátt fyrir að íbúar hafi nú þegar staðgreitt fyrir uppbygginguna sem þá á loksins að vera lokið. Það verður seint kölluð hröð uppbygging innviða í borgarhverfi og ég tel af fenginni reynslu að skrifa eigi í skipulagslög að sveitarfélögum verði óheimilt að hefja lóðaúthlutun í nýjum hverfum fyrr en þar hafi verið reist íþróttaaðstaða og skóli.
Traust margra íbúa á borgaryfirvöldum er ekki til staðar og víða eru djúp sár sem getur reynst erfitt að græða.  Sást það best í síðustu kosningum þar sem fjölmargir skiluðu sér ekki á kjörstað. Ef borgin vill láta taka sig alvarlega og endurheimta traustið þegar kemur að sölu byggingarréttar þarf hún að gera betur en þetta.
Tumblr media
Tímalína í verkefnunu bygging þjónustubygginga í Úlfarsárdal 33 mánuður liðnir
0 notes
kidditr · 10 years ago
Text
Til hvers þarf rándýrar skólabyggingar?
Borgarstjóri kynnti á opnum íbúafundi viðhorfskönnun borgarinnar til umhverfis og þjónustu í hverfinu. Einnig var framkvæmdar- og frumkostnaðaráætlun fyrir uppbyggingu á nýrri miðju fyrir hverfin Úlfarsárdal og Grafarholt.  Þar sem byggður verður nýr Dalskóli, íþróttaraðstaða fyrir Fram, menningarmiðstöð með bókasafni og sundlaug. Fjölmenni var á fundinum og voru viðbrögð fundarmanna æði blendin.  
Viðhorfskönnunin kom verulega illa út fyrir borgina þar sem fólk í hverfinu er afar óánægt með þá þjónustu sem borgin veitir.  Það kemur undirrituðum ekki á óvart enda margar ástæður fyrir því.  Svo sem þjónusta við íbúa og hvernig borgin hefur komið fram í skipulagi hverfisins þar sem ekki hefur verið tekið neitt mark á þeim fjölmörgu athugasemdum sem íbúar hafa gert við hinar ýmsu skipulagstillögur.
Nú er ljóst að Reykjavíkurborg ætlar sér ekki að standa við stóru orðin og byggja hratt upp skóla og þjónustubyggingar í Úlfarsárdal fyrir í íbúa Úlfarsárdals og Grafarholts eins og lofað var.  
Borgin ætlar sér 7 ár í viðbót við þau 3 ár sem nú eru liðin frá því ákveðið var að breyta skipulagi Úlfarsárdals.  Því verða liðin 15 ár frá því að fyrstu íbúar Úlfarsárdals fluttu í hverfið og um aldarfjórðungur frá því íbúar fluttu í Grafarholtið.
Maður spyr sig að því tilhvers þarfa að byggja alla þessa fínu og fallegu skóla um alla borg  sem kosta marga miljarða ef það er í lagi að koma heilu árgöngunum í gegnum skólakerfið í bráðabyrgða húsnæði.  Væri ekki nær að spara allt þetta fjármagn og nýta í einhvern önnur skemmtilegri verkefni á vegum borgarinnar, ef þetta er nóg?
Einnig væri hægt að nýta bæjarlækinn til sundkennslu eins og gert var í gamaldaga, allir lærðu jú að synda.
Nei í alvöru talað þá getur það vart talist til eðlilegra vinnubragða við uppbyggingu og rekstur hverfa borgarinnar að  heilu árgangarnir fari í gegn um grunnskólakerfið við þær aðstæður sem okkar börnum er boðið upp á. Í ljósi þeirrar miklu og metnaðarfullu uppbyggingar sem fyrirhugðuð er í Reykjavík á komandi árum ætti þessi framkvæmd sem okkur hefur verið kynnt að endurspegla þann metnað og setja ný viðmið í hraða uppbyggingar innviða hverfa borgarinnar, 15 ár til þess er of langur tími – betur má ef duga skal.
Myndir af fyrirhuguðum þjónustubyggingum.
Tumblr media
Myndir af fyrirhuguðum þjónustubyggingum.
Tumblr media
Myndir af fyrirhuguðum þjónustubyggingum.
Tumblr media
0 notes
kidditr · 10 years ago
Text
Hvað er til ráða í húsnæðismálum í Reykjavík?
Hvað er til ráða í húsnæðismálumí Reykjavík?  Nú er mikil umræða um skort á íbúðum fyrir ungt fólk og skort á leiguhúsnæði. Mikil vinna er í gangi hjá borginni, í því að skipuleggja ný svæði á þéttingarreitum víðsvegar um borgina með miklum tilkostnaði.  
               Erfitt og seinlegt getur verið að skipuleggja nýja byggð í grónum hverfum vegna ýmissa ástæðna svo sem andstöðu íbúa og margra annarra hagsmuna.  Lóðir á þéttingarreitum borgarinnar eru fæstar í eigu borgarinnar sjálfrar heldur í eigu fjárfesta og hafa þær gengið kaupum og sölu undanfarin ár. Fjárfestarnir vilja að sjálfsögðu fá sem mest fyrir sínar eignir.  Bygging húsa á þéttingarreitum er oft flóknari og erfiðari en á nýbyggingasvæðum og getur að auki kallað á endurskipulagningu annara innviða s.s. samgöngumannvirkja og lagnakerfa sem eykur kostnað enn frekar, um þá staðreynd er hins vegar sjaldan rætt í tengslum við áform um þéttingu byggðar.
Á sama tíma og mikill húsnæðisvandi blasir við og fólk er á hrakhólum eða jafnvel á götunni, er slegið af, tilbúið skipulag fyrir blandaða byggð. Auk þess hafa íbúar þess hverfis beinlínis óskað eftir fleiri íbúum, til unnt sé að standa við það að skapa sjálfbært hverfi með fjölbreyttri þjónustu.
Hverfið sem um ræðir er Úlfarsárdalur svæði 2 en þar var gert ráð fyrir um 540 íbúðum sem mætti auðveldlega fjölga ef áhugi væri fyrir hendi.  Á þessu svæði væri auðvelt að byggja hratt og byggja ódýrari íbúðir fyrir ungt fólk og ungar fjölskyldur.  Með þessu væri hægt að styrkja innviði hverfisins auka þjónustu í því og auka um leið nýtingu almenningssamgöngukerfisins og þau veitukerfi sem lögð voru þegar hverfið var byggt.  En þau eru gerð fyrir um 20.000 manna hverfi.  
Í skipulagi Úlfarsárdals var gert ráð fyrir sjálfbæru hverfi með þjónustu fyrir íbúa og á neðri hæðum sumra húsa var gert ráð fyrir atvinnuhúsnæði.   Nú er borgin búin að falla frá kvöðum um atvinnuhúsnæði á neðri hæðum með plássi fyrir kaupmanninn á horninu og skósmiðinn í nágreninu, sem er ekki í samræmi við áherslur í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur. En þar segir „Í hverjum borgarhluta og hverju hverfi skal vera hverfiskjarni og nærþjónustukjarni, þannig að dagleg verslun og þjónusta sé í sem mestri nálægð við íbúana og sem flestum gert kleift að versla, fótgangandi eða hjólandi, innan síns hverfis.“  Þjónusta samkvæmt Aðalskipulaginu  á greinilega ekki við um öll hverfi borgarinnar.
Borgarfulltrúar meirihlutans bera fyrir sig að ungt fólk vilji bara búa í miðbænum í ódýru leigu húsnæði en það er því miður ekki að fara að gerast sama hvað hver segir. Í miðborgum allra landa er fasteigaverðið alltaf hæst sama hvert farið er og ungt fólk hefur sjaldnast efni á því að eiga eða leigja húsnæði þar nema það sé í lélegu ásigkomulagi.  Á meðan ekki er staðið við hraða uppbyggingu á þjónustu í svokölluðum úthverfum og vill fólk ekki flytja þangað sökum þess og velur því önnur sveitafög í nágrenni borgarinnar eins og dæmin sanna.  Ungt fólk í dag gerir meiri kröfur um þjónustu en gert var fyrir 30 til 40 árum síðan og er það ekki óeðlilegt í ljósi þess að verð á lóðum, og þar með fasteignum, hefur hækkað gríðarlega á nýliðnum árum. 
Linkur á deiliskipulagið:
http://eldri.reykjavik.is/Portaldata/1/Resources/skipbygg/skipulagsm_l/mal_kynningu/deiliskipulag_2007/ulfgrein4.pdf
Myndir frá skipulagi fyrir áfanga 2 í Úlfarsárdal 
Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media
0 notes
kidditr · 10 years ago
Text
Nú er komið að borginni að standa við stóru orðin.
Nú hefur fengist glæsileg niðurstaða í hönnunarsamkeppni um samþættan leik- og grunnskóla með aðstöðu fyrir frístunda- og félagsstarf, menningarmiðstöð, bókasafn, sundlaug og íþróttaaðstöðu Fram í Úlfarsárdal. Næstu skref eru að ljúka hönnun mannvirkjanna og hefja framkvæmdir.
Húsnæði Dalskóla er mest aðkallandi í augum íbúa Úlfarsárdals, enda liðin sjö ár frá því fyrstu íbúar fluttu í hverfið. Búið er að selja allar fjölbýlishúsalóðir í hverfinu og eru nú eftir um 111 sérbýlishúsalóðir. Gera má ráð fyrir að nemendum Dalskóla muni fjölga verulega á næstu árum. Nemendur Dalskóla eru í dag um 200 og má áætla að þeir verði um 400 eftir tvö ár.
Borgin hefur nú auglýst lóðirnar í hverfinu til sölu á föstu verði og til þess að vel takist til með sölu lóða verður borgin að sýna framá raunhæfa og metnaðarfulla áætlun um hraða uppbyggingu á þessum nauðsynlega þjónustukjarna. Ekki er ásættanlegt að Reykjavíkurborg ætli sér næsta áratuginn eða tvo til uppbyggingar þegar borgin hefur nú þegar dregið lappirnar í um 15 ár tengt uppbyggingu íþróttamannvirkja fyrir íbúa Grafarholts og Úlfarsárdals.
Nú er komið að Reykjavíkurborg að standa við stóru orðin um myndarlega og hraða uppbyggingu í hverfinu eins og lofað var þegar lóðirnar í hverfinu voru boðnar út og seldar á mjög háuverði. Íbúar Úlfarsárdals og Grafarholts fagna niðurstöðu úr hönnunarsamkeppni og bíða spenntir eftir að sjá þessa glæsilegu hönnun verða að veruleika.
 Kristinn Steinn Traustason
Formaður íbúasamtaka Úlfarsárdals
Vinningstillaga í hönnunarsamkeppninni. Sigurvegarar VA-Vinnustofa Arkitekta.
Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media Tumblr media
0 notes
kidditr · 10 years ago
Text
Hefur búseta kjörinna fulltrúa áhrif á stjórnun borgarinnar?
Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um kynjahlutfall ístjórnmálum. Fyrirborgarstjórnarkosningar nú í vor eru fleiri konur í framboði en karlar og vonandi verður hlutfall kynja jafnt í borgarstjórn eftir kosningar. Hins vegar hefur lítið hefur verið fjallað um búsetu frambjóðenda en hugsanlega er búseta það ekki síður mikilvægt en kyn.
Ef bornir eru saman sex efstu frambjóðendur þeirra flokka sem bjóða fram til borgarstjórnar eftir póstnúmerum kemur í ljós að 50 prósent frambjóðenda búa í póstnúmeri 101 en þar búa um 13% íbúa borgarinnar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar búa ríflega 46% borgarbúa í póstnúmerum 109-116 en einungis 19% frambjóðenda í sex efstu sætum flokkanna búa í þessum hverfum.
Þegar áherslur borgarstjórnar á núverandi kjörtímabili eru skoðaðar kemur ekki á óvart að áhugi hefur að langmestu leiti verið á uppbyggingu í þeirra nærumhverfi. Á sama tíma hafa úthverfin setið á hakanum og þau jafnvel töluð niður. Farið hefur verið gegn vilja borgarbúa í austurhluta borgarinnar í skóla- og skipulagsmálum. Borgarstjórn telur að Reykvíkingar vilji ekki búa í úthverfum, sú skoðun stenst ekki skoðun ef litið er til uppbyggingar í nágrannasveitarfélögunum. Þar er hægt að treysta á skipulag og hraða uppbygginu hverfa þrátt fyrir „hrun“. Hvaða útsvarsgreiðendur vill Reykjavík hafa? Það er eðlilegt að flestir borgarbúar á aldrinum 16-24 ára vilji búa miðsvæðis, en hvað vilja þeir 10 árum og tveimur börnum seinna? Á núverandi kjörtímabili hefur verið lögð mikil áhersla á hjólreiðar sem raunhæfan valkost í samgöngum sem er gott en það er of langt er fyrir börn í Grafarholti að hjóla niður í Safamýri til að sækja æfingar að vetri til.
Nú þegar ljóst er hvernig flokkarnir stilla upp sínum framboðslistum er spurning hverjir eru best til þess fallnir að þjóna hagsmunum allra borgarbúa. Er hugsanlega kominn tími til að breyta kosningarfyrirkomulaginu þar sem borginni er skipti upp í 10 hverfi til samræmis við vinnu að nýju hverfisskipulagi. Í slíku skipulagi mætti tryggja að kjörnir fulltrúar í borgarstjórn yrðu í samræmi við dreifingu íbúa eftir hverfum borgarinnar. Ég hef þá skoðun að núverandi fyrirkomulag þjóni ekki hagsmunum allra borgarbúa. Núverandi úrtak borgarbúa í borgarstjórn endurspeglar ekki nægjanlega vel viðhorf allra borgarbúa. Að mínu mati er búsetuskipting borgarfulltrúa ekki síður mikilvæg en kynjaskipting.
Kristinn Steinn Traustason
Formaður íbúasamtaka Úlfarsárdals
Tumblr media
Skipting borgarfulltrúa eftir hverfum og fjöldi íbúa í hverju hverfi.
Tumblr media
Skipting borgarfulltrúa eftir hverfum
Tumblr media
Kynjaskiptin borgarfulltrúa
Tumblr media
Skipting íbúa eftir hverfum
0 notes