Tumgik
#Þau svæfa
hatari-translations · 3 years
Text
CYBER - Ojj (Eww) - transcript/translation
I'm still entirely not sure what this song is on about even after getting the official lyrics for the incomprehensible bits of the first verse (thanks Merthur), but here it is, as best I understand it.
Icelandic transcript
Korrikorriró, jó, það er kyrrð, ég er mjó
og má þess vegna fara í mínípils og hælaskó
Pilsner og vítamínpillur í pallíettukjól
Can á fóninn, kann hann ljónin að svæfa undir blárri sól, ó
En svo ég geri langa sögu stutta, sumir vaka en ég sef
Dreymi, dreymi, ég er ein í stórum heimi og ég fer
að fara, fara, fara, fara, gengur að mér og ég kveð
Er það? Ert það þú eða er það ég?
Stundum þá líður mér svo tómri að orðin flækjast fyrir mér
Þau fara fram og aftur, fyrir, yfir, undir, upp og niður
Skilur einhver en samt virðist allt svo skítt eitthvað hjá þér, yeah
Myndirðu
Myndirðu gera það ef þú bara mættir, þá myndirðu
synda burt og aldrei koma aftur, farið á stundinni
og á sundinu gætir þú stífnað og sokkið, myndirðu
Ég er svo ein
Ég er svo tilgerðarleg og sjálfsmeðvituð að ég dey
Sýni mig, þá sér mig enginn, ég fel mig, þá verð ég full
Mig klæjar undir allri ábyrgð en get ekkert orða bundist, ojj
Og svo hvað
Plánetur hreyfast í hringi og ég kyngi alltaf
Ég hringi oft og enginn svarar nema suma betri daga
segi ég "Halló, pabbi, halló, mamma, plís ekki fara, aaa"
Ég er á uppleið og mér leiðist
English translation
Hushabye, yo, it's dead quiet, I'm thin
so I'm allowed to wear miniskirts and heels
Pilsner and vitamin pills in a sequin dress
Can on the gramophone, can he put the lions to sleep under the blue sun, oh
But to make a long story short, some people wake but I sleep
Dreaming, dreaming, I'm alone in a big world and I'm
going, going, going, going, walk up to me and I say
Is it? Is it you or is it me?
Sometimes I feel so empty I can't figure out the words
They go back and forth, across, over, under, up and down
Understand a bit but still, everything seems so shitty for you, yeah
Would you
Would you do it if you could, then would you
swim away and never come back, leave that moment
and while swimming you could stiffen up and sink, would you
I'm so alone
I'm so pretentious and self-aware that I'm dying
Showing off, nobody sees me; I hide, then I get drunk
Responsibility makes me itch but I have to speak up, eww
And then what
Planets move in circles and I always swallow
I often call and no one answers, except some better days
I say "Hello, Dad, hello, Mom, please don't go, aaa"
I'm on the way up and I'm bored
Translation notes
Korriró is a piece of lullaby, hence translating it as "hushabye".
The "ég kveð" can mean either "I say", as a dialogue tag for the following line(s), or "I say goodbye". I felt the former made more sense in context but it's also sort of funny poetic language so I might have made the wrong call there.
The way I'm parsing "Sýni mig, þá sér mig enginn, ég fel mig, þá verð ég full" is like, "If I show off, nobody sees me; if I hide, I get drunk [and everybody sees me acting like an idiot]" but I could be wrong.
11 notes · View notes
auduraudur · 5 years
Text
Endilega panikkið: það sem allir þurfa raunverulega að vita um „Momo challenge“, kúkandi Elsur og hysteríska foreldra
Fyrir rétt tæpum 10 árum síðan varð ég ólétt að syni mínum.
Það var mikil gleði. Ég var týnt „young adult“ sem var búin að leggja af stað í heimsreisu og snúa við á miðri leið, komast inn í Listaháskólann en hætta við á síðustu stundu og prófa nokkrar greinar í hinum háskólanum án þess að mæta nokkurn tímann í lokaprófin, milli þess sem ég starði út í tómið eða fór á djammið.
Baunin í maganum mínum var aldeilis verkefni sem ég gæti einbeitt mér að til frambúðar!
Vinkona mín eignaðist barn á svipuðum tíma, og ég man að ég fór einu sinni í heimsókn til hennar þegar strákanir okkar voru bara nokkurra vikna gamlir. Vinkona mín sýndi mér Ipadinn sem þau voru nýbúin að kaupa. VÁ EN SNIÐUGT hugsaði ég. Við töluðum um hvað þetta væri næs með brjóstagjöfinni, að geta skrollað aðeins um internetið og tekið þátt í nútíma lífi án þess að þurfa að hafa tölvu ofan á barninu.
Jæja, snúður byrjaði að vaxa úr grasi og ekki leið á löngu þar til við skröpuðum saman fyrir svona Ipad. Pabbi hans gat notað hann í skólanum, við gátum tekið myndir og vídjó á hann, snúður gat horft á barnaefni eða spreytt sig á (afar þroskandi) tölvuleikjum.
Youtube var náttúrulega löngu komið til sögunnar, og þegar orðið uppfullt af myndskeiðum af öllu sem hægt er að ímynda sér og ekki ímynda sér. Á þessum tíma höfðu margir líka tekið sig til og byrjað að framleiða vandað efni fyrir börn.
„TuTiTu Toys come to life“, var t.d. fallegt og litríkt og dáleiðandi (á góðan hátt), meira að segja fyrir foreldrana. Önnur myndbönd kenndu snúðinum litina eða að telja, á meðan ég gat nælt mér í nokkrar mínútur af afar sjaldgæfum morgunsvefni.
Stuttu síðar fæddist okkur dóttir.
Ipadinn reyndist einmitt sérlega handhægur með brjóstagjöfinni (ég sko eignaðist ekki snjallsíma fyrr en fyrir tveimur árum). Langar setur í sófanum með blæðandi sár á geirvörtum urðu jafnvel bærilegri.
Lífið með tvö lítil börn var krefjandi, ekki síst þar sem við foreldrarnir vorum bæði í námi (og hljómsveit). Það var mikið að gera, við vorum blanka námsmannaklisjan holdi klædd, auk þess sem áföll dundu yfir innan fjölskyldunnar og við vorum stundum á hálfgerðum autopilot, að komast í gegnum hversdaginn. Sækja á leikskólann, versla í matinn, taka til, elda, ganga frá, hátta, svæfa, bugast. Endurtakið. Þið þekkið þetta!
Oft var fínt að geta rétt börnunum Ipadinn, meðan ég eldaði eða tók til (nú eða hékk sjálf í tölvunni eða starði út í tómið - ég viðurkenni það fúslega).
Þangað til dag einn.
BÚMM. Dóttir mín situr við eldhúsborðið og er að horfa á myndband af fullorðnum manni frá einhverjum smábæ í Hollandi sem er klæddur í Spiderman búning, að þykjast kúka á fullorðna konu í Elsu úr Frozen búning, sem þar að auki er að þykjast vera ólétt, og svo gubbar hún á kúkinn og svo mætir maður með jóker grímu og gyrðir niður um þau öll.
Hvað er ég búin að gera barninu mínu? Ég hef brugðist. Hún er skemmd til lífstíðar. Hugsaði ég. Ég er hræðilegt foreldri. Hvernig gat ég sofið svona á verðinum? BRENNUM ÞENNAN IPAD! BRENNUM ALLT!
Ég fékk semsagt áfall.
Ég var vissulega komin með mínar efasemdir um ágæti Youtube á þessum tímapunkti. Ég var búin að gera tilraunir til að taka það úr umferð og biðja nánustu ættingja að takmarka notkun þess með börnunum. En það var of seint.
Við tóku dagar, jafnvel vikur, af reglulegum, klukkutímalöngum öskrum yfir því að mega ekki horfa á Elsu og Spiderman. Þið sem þekkið dóttur mína ættuð að vita að hún er með úthald á við blettatígur og hljóðstyrk á við górilluhjörð, þegar svo ber undir.
Það hægðist um á endanum, en ef okkur varð það á að setja á eitthvað áhugavert Youtube myndband í tölvunni og hún kom auga á Elsu eða Spiderman vídjó í „suggestions“, þá vorum við komin beint aftur á byrjunarreit.
Ég reyndi ýmsar útgáfur af „restricted view“, „kids youtube“, hinar og þessar síur og ég veit ekki hvað og hvað. En ekkert af því virkaði í raun eða til lengdar, og eina lausnin var að gera heimilið (og heimili ömmu og afa o.s.frv.) alveg Youtube laust.
Nú, þið munið að ég á líka son sem er rúmum þremur árum eldri en dóttirin. Heili hans var þremur árum þroskaðri, og því ekki jafn útsettur fyrir þessum sturluðu Elsu og Spiderman vídjóum. Hann var ekkert sérstaklega sáttur við að mega ekki nota Youtube inni á heimilinu. Hann var auðvitað búinn að uppgötva að á Youtube er alls konar áhugavert og spennandi efni, og honum er treystandi upp að vissu marki til að láta ekki leiða sig út í einhverja vitleysu á internetinu.
Mér er samt sem áður mjög illa við að hann sé á Youtube eða svipuðum efnisveitum eftirlitslaus, því sama hversu vel ég kenni honum „umferðarreglur internetsins“ þá get ég ekki gert þá kröfu að hann haldi sig frá öllu á internetinu sem getur verið skaðlegt fyrir hann. Hvernig get ég krafist þess af honum ef að meira að segja ég læt stundum internetið leiða mig á slóðir sem ég hefði helst ekki viljað vita af?
Og hvernig, HVERNIG get ég ætlast til þess af honum, þegar ég veit að það eru einhver helvítis fífl einhversstaðar í Hollandi og mun víðar, sem munu ganga MJÖG LANGT til að græða á og manipjúlera börnin mín, með sinni fullkomlega útfærðu algóritmastrategíu, sem ég hef sjálf ekkert vit á hvernig virkar, og það inni á mínu eigin heimili?
Það er óþægilegasta tilfinning í heimi að geta ekki einu sinni tryggt öryggi barna sinna inni á sínu eigin heimili.
Við það bætist samviskubitið yfir að hafa brugðist, leyft börnunum að fá of mikinn „skjátíma“, að hafa ekki kennt þeim nógu vel að umgangast internetið og fylgjast ekki nógu vel með, og síðast en ekki síst, að hafa ekki verið nógu góð fyrirmynd þegar kemur að snjallsímum og tölvum.
Víkur nú sögunni að þessari Momo fígúru, sem foreldrar (líklega fyrst og fremst) hafa verið að deila og vara hvor aðra við.
Sprettur þá upp fólk sem vill ólmt bæta við samviskubiti: „díses foreldrar, lesið ykkur til um staðreyndir áður en þið deilið svona vitleysu og takið þátt í þessu hysteríska hæpi“.
Við þau, og ykkur öll, vil ég segja þetta:
Ég hef ekki mestar áhyggjur af þessari tilteknu fígúru. Mér er ekki í mun að vita nákvæmlega hversu mörg dauðsföll eða glataðar sálir má sannanlega rekja til hennar. Ég er ekki einu sinni viss um að þessi tiltekna fígúra myndi hræða mín börn eitthvað sérstaklega, þau hafa ábyggilega teiknað meira krípí fígúrur sjálf. Ég ákvað samt að deila þessu, sem eins konar ákalli um hjálp.
Staðreyndin er sú að Youtube er ekki öruggur staður fyrir börn. Þetta er aldeilis ekki eina dæmið um það. Ég, og margir aðrir foreldrar, erum nú þegar brennd af því að einhver kríp hafi komist inn í heila barna okkar. Hysterísk viðbrögð eru eðlileg þegar þú upplifir vanmátt og óttast um öryggi barna þinna.
Þannig að kæra fólk, í staðinn fyrir nota öll tækifæri sem gefast til að gera lítið úr foreldrum fyrir allt sem þeir gera þegar kemur að „skjánotkun“ sinna eigin barna, getum við þá frekar í sameiningu unnið að því að gera internetið að öruggari stað fyrir börn (og konur...alla)? Það er jú komið til að vera, og innan um allan viðbjóðinn er auðvitað rosalega mikið af uppbyggjandi, gagnlegu og skemmtilegu efni.
Aðstæður barna eru líka mismunandi. Á Íslandi þurfa flestir foreldrar að vinna fullt starf eða meira til að hafa í sig og á, margir eru einstæðir, sumir glíma við veikindi eða aðra erfiðleika. Sjálf er ég í ágætis stöðu eins og er, en mér fallast samt oft hendur og langar að grenja þegar kemur að Internetinu og öryggi barna minna. Hversdagslífið er nógu krefjandi fyrir.
Yfirleitt leggja samfélög sig fram um að vernda öll börn fyrir hættum - ekki bara sín eigin. Afhverju á það sama ekki við um internetið?
Ef ég hljóma eins og biturt, hysterískt og örmagna foreldri, þá er það vegna þess að það er einmitt það sem ég er.
Takk og bless.
0 notes