Tumgik
#hreindýralandið
undri72 · 2 years
Photo
Tumblr media
Það er vetur í hreindýralandinu. Fannhvít vetrarábreiðan hefur verið lögð yfir héraðið og ísinn lagstur á Löginn. #hreindýralandið #austurland #egilsstaðir https://www.instagram.com/p/CnOvQ4BgDW_/?igshid=NGJjMDIxMWI=
1 note · View note
undri72 · 2 years
Photo
Tumblr media
Þegar jörðin virðist frosin og tóm en athygli okkar beinist að grunni lífsgæða okkar. Heitt vatn úr iðrum jarðar, heitar vakir á ísilögðu vatninu þar sem hægt er að baða sig, fljóta og njóta. #hreindýralandið #austurland #vök #vokbaths https://www.instagram.com/p/CnHCS43gFuW/?igshid=NGJjMDIxMWI=
1 note · View note
undri72 · 2 years
Photo
Tumblr media
Það er snæviþakið hreindýralandið þó engin sé ófærðin innan bæjarmarkanna. Um fjallvegina er aðra sögu að segja, þar dugar ekki til að eiga öflug tæki til snjómoksturs og vaska menn til að stjórna þeim, við ofurefli er að etja þegar veðurguðirnir ákveða annað. Hreindýrunum þykir lítið til þessara hugðarefna okkar koma. Líður vel í kuldanum og snjónum og færa sig yfirleitt um set í átt að honum en ekki frá, eins og okkur mannfólkinu er tamara. Og þetta segi ég auðvitað sitjandi 20°C heitri stofunni minni með teppi yfir tánum þar sem snarkar í arnininum sem brennir síðasta mandarínukassanum. #hreindýralandið #austurland #egilsstaðir https://www.instagram.com/p/CmwNCTlof_v/?igshid=NGJjMDIxMWI=
0 notes
undri72 · 2 years
Photo
Tumblr media
#hreindýralandið #egilsstaðir #austurland https://www.instagram.com/p/Cmo-2IpIuv0/?igshid=NGJjMDIxMWI=
0 notes
undri72 · 2 years
Photo
Tumblr media
Það kom að því að vetrarábreiðan var lögð yfir héraðið. Það er kalt úti en undir fannhvítri fölinni finnur þú friðsæld aðventunnar, brosandi andlit og eftirvæntingu í augum þeirra sem vita hvað í vændum er. Það eru að koma jól. Hátt yfir höfuðstað Austurlands sveif ég til að líta yfir snæviþakið hreindýralandið. Hér finnur þú vetrarveröldina mína. #hreindýralandið #egilsstaðir https://www.instagram.com/p/CmH3pYTIStR/?igshid=NGJjMDIxMWI=
0 notes
undri72 · 2 years
Photo
Tumblr media
Urriðavatn er orðið ísilagt og snævi þakið. Nú er augljóst hvaðan Vök dregur nafn sitt, af vökunum á vatninu sem fyrst dró athygli fólks að heitu vatni sem líður um æðar bergsins langt undir vatninu. Aðalæðin sem yljar okkur íbúum Egilsstaða og nærumhverfis er sótt í um 1600 metra dýpi undir Urriðavatni miðju í æð sem er talin vera um 30 cm í þvermál. 70 gráðu heitt vatnið er svo hreint að það er vottað til drykkjar og hægt að bragða beint úr iðrum jarðar á tebarnum í Vök. Vakirnar á Urriðavatni eru merkilegar og minna okkur á lífsgæðin sem fylgja heitu vatni. Vök er falleg og notaleg áminning um þá sögu sem er raunverulega hægt að baða sig í. #hreindýralandið #austurland #vokbaths (at Vök Baths) https://www.instagram.com/p/CmBuPjeIXBv/?igshid=NGJjMDIxMWI=
0 notes
undri72 · 2 years
Photo
Tumblr media
Það er eins og undirbúningur fyrir snæviþakin og falleg jól séu í loftinu hér í hreindýralandinu eftir ótrúlega milt og langt haust. Hitastigið er farið að gægjast niður fyrir frostmark og sólin dvelur ekki lengi á lofti til að ylja héraðsbúum. Í gegnum aldirnar hefur verið hægt að sækja í vakirnar á Urriðavatni þegar frystir. Þó fyrir aðrar sakir og við breyttar aðstæður, hefur aðsóknin í þær aðeins aukist. #hreindýralandið #vokbaths https://www.instagram.com/p/ClxfN7ToKXv/?igshid=NGJjMDIxMWI=
0 notes
undri72 · 2 years
Photo
Tumblr media
Það stytti loksins upp í hreindýralandinu í dag eftir vikulanga rigningartíð. Við erum vanari úrkomunni á formi snævar á þessum árstíma en hér fer um fólk í þessari tíð, eftir minnisstæða atburði á Seyðisfirði um svipað leyti árs 2020. Úrkoman hér uppi á Héraði hefur ekkert verið í líkingu við það sem Seyðisfirðingar upplifðu en safnast þegar saman kemur. Nú er svo komið að vatnsyfirborð Lagarfljótsins hefur ekki verið hærra í fimm ár. Það nær upp að gólfi brúarinnar og stutt í að flugbraut Egilsstaðaflugvallar sé í hættu. En svo koma jólin. #hreindýralandið #egilsstaðaflugvöllur #lagarfljótið https://www.instagram.com/p/ClRWnLaIsF4/?igshid=NGJjMDIxMWI=
0 notes
undri72 · 2 years
Photo
Tumblr media
Hreindýralandið gerir kunnugt: Haustlitir í miklu úrval komnir í hérað. Nægt framboð og enginn afsláttur. Fyrstir koma, fyrstir fá að njóta. #hreindýralandið https://www.instagram.com/p/Ci0QWdGI_ti/?igshid=NGJjMDIxMWI=
0 notes
undri72 · 2 years
Photo
Tumblr media
Haustið er komið í hreindýralandinu. Við bíðum reyndar í blíðviðrinu eftir fyrstu haustlægðinni, en skógurinn skartar sínu fegursta, berin eru komin í hús og réttir að baki. Nú gæti ég þess að njóta fegurðarinnar í litadýrðinni þar til köld og fannhvít ábreiðan verði lögð yfir héraðið, þó í þeirri von að veturinn sé ekkert að flýta sér. #hreindýralandið https://www.instagram.com/p/CixXkdhgwFx/?igshid=NGJjMDIxMWI=
0 notes
undri72 · 2 years
Photo
Tumblr media
Þrátt fyrir að hitastigið á Héraði hafi verið örlítið undir pari undanfarið á Héraði, skartar hreindýralandið sínu fegursta í haustkyrrðinni. Vetrinum liggur ekkert á. Bíður rólegur eftir litadýrðinni sem fellur yfir skóglendið næstu daga og vikur. Kári sendir svo væntanlega vænan gust þegar trén eru tilbúin að losa sig úr skrúðanum. Og þá má veturinn koma. Breiða silkimjúka og fannhvíta ábreiðuna yfir okkur. Ég verð tilbúinn. #hreindýralandið https://www.instagram.com/p/CiLoJQYo4ls/?igshid=NGJjMDIxMWI=
0 notes
undri72 · 2 years
Photo
Tumblr media
Hreindýralandið skartar sínu fegursta. Tarfurinn sem stendur yfir bænum með útsýni yfir tjaldsvæðið, Egilsstaðabýlið og hálfa Egilsstaði gerir það líka. Hreindýrið er lang stærsta vilta spendýrið sem við eigum í íslenskri náttúru og með þeim fágætari. Þó sólþyrstir ferðalangar sem bruna í gegnum Austurlandið yfir sumarmánuðina er alls ekki öruggt að þeim takist að sjá þessi glæsilegu dýr. Frekar ólíklegt reyndar. Íslensku hreindýrin sem nú byggja Austurland, komu upprunalega frá Finnmörku í Noregi, flutt hingað árið 1787. Hér hafa þau gengið villt frá upphafi og er stofninn stærstur um 7.000 dýr að sumarlagi en honum er haldið í skefjum með skipulögðum veiðum. #hreindýralandið https://www.instagram.com/p/ChDdhXMIMXh/?igshid=NGJjMDIxMWI=
0 notes
undri72 · 2 years
Photo
Tumblr media
Að búa steinsnar frá miðbæ stærsta þéttbýliskjarna Austurlands þarf ekki að þýða að þú sért umlukinn malbiki eða að útsýnið sé helst veggur á næsta húsi. Við sem búum í brekkunni á Egilsstöðum höfum í raun skóginn umlykjandi í allar áttir nema þá eina sem leiðir okkur beint í miðbæinn. Það á auðvitað við um flesta íbúa bæjarfélagsins, það er alltaf stutt í guðsgræna náttúruna og gróðri vaxið umhverfið. Nýlega hóf ég mig til skýjanna með hjálp smálegs flýgildis sem kann að taka þessa sérstæðu tegund myndar. Á engilsaxnesku er þetta kallað "Tiny-planet", litla veröldin mín. Þarna hefur hjarta mitt skotið rótum og vex og dafnar í takt við umhverfið og vöxt smáfólksins, barnanna okkar hjóna. #hreindýralandið https://www.instagram.com/p/CfMlTBDsI5M/?igshid=NGJjMDIxMWI=
0 notes
undri72 · 4 years
Photo
Tumblr media
Ekki oft sem maður ekur fram á svona spaka hjörð þessara glæsilegu dýra og nær að mynda út um bílgluggann. Það er heldur ekki víða á landinu sem það er mögulegt, því þau halda sig aðeins hér eystra í blíðunni. Hitti þessa tignarlegu tarfa inni í Skriðdal, rétt hjá afleggjaranum að Axarvegi, fyrir nokkru. Engu líkara en þau væru að bjóða mig velkominn í hreindýralandið. #hreindýralandið https://www.instagram.com/p/CEi9BYdAZVX/?igshid=5ahk2mr8844p
0 notes
undri72 · 4 years
Photo
Tumblr media
Margar hendur vinna létt verk. Ekki síst þegar maður er umkringdur svona hæfileikafólki og snillingum. Þarna erum við Kristján vinur minn nýbúnir að útbúa birkiplatta með frumgerð hreindýrsins sem við Ívar afhentum bæjarstjóranum formlega fyrir stuttu. #hreindýralandið https://www.instagram.com/p/CD1E1vzAvUv/?igshid=fwplev8lejwv
0 notes
undri72 · 4 years
Photo
Tumblr media
Hér í hreindýralandinu miðju er myndarlegur tarfur búinn að stilla sér upp á klettunum yfir tjaldsvæðinu á Egilsstöðum. Þegar betur var að gáð, þá er útlit fyrir að hann ætli að dvelja þar um stund enda með glæsilegt útsýni yfir bæinn, býlið og fljótið. #hreindýralandið (at Egilsstaðir) https://www.instagram.com/p/CC5kO7KAztX/?igshid=l9wedwrrrv3m
0 notes