Tumgik
#vokbaths
undri72 · 2 years
Photo
Tumblr media
Þegar jörðin virðist frosin og tóm en athygli okkar beinist að grunni lífsgæða okkar. Heitt vatn úr iðrum jarðar, heitar vakir á ísilögðu vatninu þar sem hægt er að baða sig, fljóta og njóta. #hreindýralandið #austurland #vök #vokbaths https://www.instagram.com/p/CnHCS43gFuW/?igshid=NGJjMDIxMWI=
1 note · View note
undri72 · 2 years
Photo
Tumblr media
Urriðavatn er orðið ísilagt og snævi þakið. Nú er augljóst hvaðan Vök dregur nafn sitt, af vökunum á vatninu sem fyrst dró athygli fólks að heitu vatni sem líður um æðar bergsins langt undir vatninu. Aðalæðin sem yljar okkur íbúum Egilsstaða og nærumhverfis er sótt í um 1600 metra dýpi undir Urriðavatni miðju í æð sem er talin vera um 30 cm í þvermál. 70 gráðu heitt vatnið er svo hreint að það er vottað til drykkjar og hægt að bragða beint úr iðrum jarðar á tebarnum í Vök. Vakirnar á Urriðavatni eru merkilegar og minna okkur á lífsgæðin sem fylgja heitu vatni. Vök er falleg og notaleg áminning um þá sögu sem er raunverulega hægt að baða sig í. #hreindýralandið #austurland #vokbaths (at Vök Baths) https://www.instagram.com/p/CmBuPjeIXBv/?igshid=NGJjMDIxMWI=
0 notes
undri72 · 2 years
Photo
Tumblr media
Það er eins og undirbúningur fyrir snæviþakin og falleg jól séu í loftinu hér í hreindýralandinu eftir ótrúlega milt og langt haust. Hitastigið er farið að gægjast niður fyrir frostmark og sólin dvelur ekki lengi á lofti til að ylja héraðsbúum. Í gegnum aldirnar hefur verið hægt að sækja í vakirnar á Urriðavatni þegar frystir. Þó fyrir aðrar sakir og við breyttar aðstæður, hefur aðsóknin í þær aðeins aukist. #hreindýralandið #vokbaths https://www.instagram.com/p/ClxfN7ToKXv/?igshid=NGJjMDIxMWI=
0 notes