Text
Tíminn í dag!
http://www.typingmaster.com/education/sample/
http://vefir.nams.is/fingraleikir/
http://www.sense-lang.org/typing/tutor/IS_tutorial.php
Eða:
Semja efni í skólblað, t.d.:
10 bestu bíómyndir allra tíma
10 bestu bækur allra tíma
Taka viðtöl.
Spurning dagsins, spyrja nemendur.
Og lengi mætti áfram telja.
0 notes
Link
Endilega svarið þessari könnun. Þetta er bara til gamans gert.
Til að útbúa svona spurningakannanir getið þið notað þessa síðu. Einu skilyrðin sem sett eru er að þið hafið virkt netfang
https://www.surveymonkey.com/
0 notes
Text
Draumaferðalagið!
Ágætu nemendur!
Verkefni dagsins er að skipuleggja draumaferðalagið ykkar. Þið fáið 500 þúsund krónur til eyða í ferðalagið.
1. Skrifið ferðaáætlun í samfelldu máli í Word skjal og setjið inn linka og myndir af stöðum og viðburðum sem þið ætlið að heimsækja.
2. Þið haldið fjárhagsáætlun í Excel skjali og færið inn öll útgjöld þar.
Dæmi:
Flug - 230.000
Tónleikar - 20.000
Dráttavélasýning - 37.000
Matur - 100.000
Og lengi mætti áfram telja, auðvitað ráðið þið hvað þið gerið í ykkar eigin ferðalagi og endilega reynið að gera sem flest fyrir sem minnstan pening.
Vefsíður sem eru gagnlegar við gerð svona verkefnis eru t.d.
http://www.dohop.is/
http://wow.is/
http://www.icelandair.is/
http://www.booking.com/
Gangi ykkur vel og góða skemmtun.
0 notes
Text
Upplýsingalæsi
Á internetinu er mikið af upplýsingum sem eru gagnlegar og má nýta sér til ýmissa hluta. Ég vil biðja ykkur um að safna gögnum um manneskju sem heitir Hrund Jóhannsdóttir og er fædd 1987. Ég vil að þið finnið upplýsingar um hana, búið til mannlýsingu segið segið frá eftirfarandi hlutum:
Mynd af persónunni
Símanúmer
Atvinna
Áhugamál
Námsferill
Heimilisfang
og allar aðrar upplýsingar sem þið mögulega finnið.
Textinn skal vera settur upp í Word og skjalið skal vistað á heimasvæði ykkar undir nafninu Hrund. Gætið að stafsetningu og frágangi.
Gildir 5% af annareinkunn
0 notes
Link
Gagnlegur vefur um kvikmyndagerð frá upphafi til enda. Allt frá handritsgerð til sýningar.
0 notes
Text
Myndbandagerð
Svarið eftirfarandi spurningum. Afritið spurningunum og svarið þeim skriflega í word skjali og vistið á heimasvæði ykkar.
1. Við hvaða lag ætlið þið að búa til myndband?
2. Hver er söguþráðurinn?
3. Hverjir eru leikendur?
4. Hvaða leikmuni þarf?
5. Hvert er sögusviðið?
6. Hver er boðskapurinn?
Gangi ykkur vel.
0 notes
Text
Tölvutími 4.-6. bekkur, 20. nóvember
Hér eru nokkrir skemmtilegir linkar sem þið megið endilega skoða í tímanum.
http://www.typingmaster.com/games/typing-games.asp
http://10fastfingers.com/
http://vefir.nams.is/fingraleikir/
Gangi ykkur vel og munið eftir heimalyklunum.
0 notes
Link
Frábært forrit fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna í fingrasetningu.
0 notes
Text
9. og 10. bekkur - 22. október
Ég vil að þið klárið glærusýninguna ykkar í þessum tíma.
Þeir sem eru búnir með glærusýninguna mega byrja á nýju verkefni.
(Hér væri gott ef einhver læsi nýju verkefnislýsinguna upp fyrir allan hópinn.)
Nýja verkefnið á að fjalla um eina persónu, einn einstakling. Einstaklingur þessi þarf að vera góð fyrirmynd. Þið megið velja hvern sem er, svo lengi sem þið getið rökstutt hvers vegna hann er góð fyrirmynd. Til að geta fært rök fyrir máli ykkar þá þurfið þið að nota heimilir. Ég vil að þið notið vefheimildir í verkefnið ykkar.
Veljið heimildirnar ykkar vel, ekki nota heimildir af umræðuþráðum eða spjallsíðum. Þegar þið notið heimildir í textann ykkar þá þarf að vísa í þær. Það gerið þið með því að setja höfund heimildarinnar og ártal í sviga fyrir aftan málsgreinina. t.d.
Sigrún Sveinsdóttir handboltakona er fædd 1983 í Mosfellsbæ. Hún spilar með Aftureldingu en er einnig í íslenska handboltalandsliðinu (Jón Ólafsson 2013). Mér finnst hún frábær fyrirmynd því hún er mjög metnaðargjörn og hefur sýnt að hægt að sýna framúrskarandi árangur bæði í tónlistarlífi og íþróttum.
Neðst í verkefninu (eða á næstu síðu) þarf að vera heimildaskrá, listi yfir allar þær heimildir sem þið notuðuð. Þar þarf að koma fram á hvaða heimasíðu þetta er sótt, hvenær og heitið á greininni. t.d.
Jón Ólafsson. 2013. Sigrún Sveinsdóttir ný stjarna Mosfellsbæjar. Sótt 22. október 2013 af www.mosfellsfrettir.is
Þið vinnið verkefnið í Word, textinn á að vera 12 punkta times new roman letur með 1,5 línubil. Nefnið verkefnið, heimildaverkefni og vistið á heimdrifið í rétta möppu. Verkefnið á að vera ein A4 síða að lengd. Verkefnið þarf að svara eftirfarandi spurningum:
1. Hver er persónan? Aldur, þjóðerni, fjölskylduhagir
2. Er einstaklingurinn þekktur, ef svo er, fyrir hvað?
2. Hvers vegna er þessi einstaklingur góð fyrirmynd?
3. Hvers vegna valdir þú þessa persónu?
Notið heimildar ykkur til stuðnings. Allt copy/paste er bannað. Verkefnið gildir 10% af heildareinkunn.
Gangi ykkur vel.
0 notes
Link
0 notes
Link
0 notes
Text
Ég, um mig, frá mér, til mín!
Verkefni dagsins er:
Glærusýning í Power Point. Þið útbúið glærusýningu um ykkur sjálf. Þið ráðið sjálf hvað þið skrifið mikið um hvert viðfangsefni -
1. Um mig.
2. Fjölskyldan mín.
3. Áhugamálin mín.
4. Skemmtilegar stundir
5. Stjörnumerkið mitt
6. Skólinn min
Náið í myndir af internetinu og setjið í glærusýninguna ykkar, að lágmarki 5 myndir. Í kaflanum Stjörnumerkið mitt er sniðugt að taka lýsingu af internetinu og setja í glærusýninguna. Þetta skjal á að heita Um mig og á að vista það í möppu á ykkar heimasvæði.
Eftirfarandi atriði skipta máli við gerð glærusýningar:
Ekki of mikinn texta á hverja glæru.
Passa skal að hafa ekki of flókna eiginleika, s.s. hreyfitexta og tónlist.
Notist við læsilega textagerð.
Engan dónaskap eða einkahúmor.
Verkefni þetta gildir 5% til lokaeinkunnar.
0 notes
Text
Nokkur orð um internetið og tölvukaup
Þar sem Netið er upprunnið í Bandaríkjunum þá hafa bandarísk vefföng
tegundaskiptar endingar en í öðrum löndum eru vefföng auðkennd með landakóða.
Dæmi um endingar veffanga:
.com = Commercial = fyrirtæki – Dæmi: www.amazon.com
.edu = Educational = menntastofnun – Dæmi: www.harvard.edu
.org = Organization = stofnun, samtök – Dæmi: www.ifla.org
.gov = Government = stjórnvöld – Dæmi: www.whitehouse.gov
.int = International = alþjóðlegar stofnanir – Dæmi: www.itu.int
.is = Ísland – Dæmi: www.upplysing.is
.dk = Danmörk – Dæmi: www.bibliotekernesnetguide.dk
.uk = Bretland – Dæmi: www.amazon.co.uk
Netverslunin Amazon hefur því sitt hvert veffangið eftir því í hvaða landi hún er staðsett:
Dæmi:
www.amazon.com – Bandaríkin
www.amazon.co.uk – Bretland
www.amazon.de – Þýskaland
Hvað þarf að hafa í huga við tölvukaup
Intel Pentium 4 630 3.00GHz/2MB, 800MHz FSB & HT 512MB 400MHz DDR2 vinnsluminni 9-1 minniskortalesari (les öll algengustu minniskort) 160GB (7,200 rpm) SATA harður diskur 16x DVD+RW Dual Layer geislaskrifari 17" TFT flatskjár 10/100 netkort 128MB ATI Radeon X300 SE skjákort Innbyggt 5.1 hljóðkort 7 USB 2.0, tvö að framan IEEE 1394 FireWire Íslenskt lyklaborð & Logiteck ljósamús
Skýringar
Intel Pentium: Gerð örgjörva, mældur í MHz eða GHz, því hærri tala því meiri hraði
Vinnsluminni: Stærð vinnsluminnis mælt í MB, vinnsluhraði mældur í MHz; því hærri tala því hraðvirkari vinnsla.
Harður diskur: Stærðin oftast mæld í GB, því stærri diskur því stærri gagnageymsla.
Geislaskrifari fyrir DVD og RW: Því hærri margfeldistala því hraðvirkari.
Flatskjár: Flatur skjár mældur í tommum ("), því hærri tala því stærri skjár.
Upplausn (e. resolution): Notað um fínleika/skerpu til dæmis á stafrænni mynd og tölvuskjá, mælt í fjölda díla eða punkta (e. pixel) á tommu, línu eða sentimetra. Því hærri sem talan er því meiri upplausn og þar af leiðandi skarpari mynd.
Netkort: Innbyggt netkort sem getur bæði tengst 10 Mbit/s (megabitar á sek.) og 100 Mbit/s tækjum á sama tengli og aðlagað sig sjálfkrafa að hvorum hraðanum sem er.
Skjákort: Myndræn framsetning hugbúnaðar birtist á skjánum í gegnum skjákort. Þrívíddarleikir gera meiri kröfur til myndrænna skila og þurfa meiri bandbreidd en almenn tölvuvinnsla, svo sem ritvinnsla.
Sjónvarpskort: Kort sem gefa möguleika á að horfa á sjónvarpsútsendingar í tölvu og jafnvel taka upp og skrifa á diska.
Hljóðkort: Fyrir hljóð, oftast innbyggt, því öflugra því betri hljómgæði.
USB: Því fleiri tengi því meiri möguleikar á að tengja jaðartæki við tölvuna.
FireWire: Raðbundin háhraðabraut, tenging á milli tövu og jaðartækja, til dæmis myndavéla.
Verkefni dagsins:
Finndu svörin við eftirfarandi spurningum í íslenskum gagnasöfnum. Afritaðu spurningarnar í word skjal, nefndu skjalið íslensk gagnasöfn og vistaðu á heimasvæði þínu.
1. Hver er rétthafi lénsins vala.is?
2. Finndu laust lén fyrir heimasíðuna þína, hvert yrði lénið?
3. Hvert er árgjaldið fyrir slík lén?
4. Nefndu eina slóð sem vísar í samansafn íslenskra gagnasafna á veraldarvefnum.
0 notes