Tumgik
hittlistinn · 9 years
Audio
Television
"Torn Curtain" Marquee Moon (1977) 
125 notes · View notes
hittlistinn · 10 years
Text
Aldrei fór ég suður 2014
For the past few weeks I have been considering returning to this music blog I ran some two years ago. And yes, I have decided to make a fresh start. Still, though, I won't promise anything, I probably won't update it as frequently as I did - but let's see.
Also, you might have noticed that the text that you are reading is in English. Switching from Icelandic to English was an easy decision. The majority of my tumblr followers don't have Icelandic as their first language, I had been asked specifically to write my posts in English and it could be a good method of practicing writing in English.
Last weekend, Easter-weekend, I went to the 2 day music festival Aldrei fór ég suður in Ísafjörður. I don’t know where to begin to describe this festival.. No tickets are sold (as in: there is no entrance fee), people of all age show up (1 year olds - 91 year olds), the sets are short (5-6 songs), each year a good list of great performers participate (the festival holders most likely pay for accommodation and travel expenses), there are no sound checks, everyone is allowed to bring their own booze to the venue, the venue is half indoors...
We rented a house in Flateyri (15-20 minute drive from Ísafjörður) and stayed there for 4 nights (I started writing this blog in Flateyri, now I am back home in Keflavík and will finish it).
Tumblr media
Our house in Flateyri
Because of the bad weather forecast some of the acts cancelled. This is the final and confirmed Friday lineup and honestly I can say that I enjoyed every single performance of the night (which started with VIO). It was VIO's first "actual" performance after winning Músíktilraunir (Icelandic battle of the bands) and I was completely blown away by their performance, the frontman was extremely confident and knew exactly what was going on - which made everything much better.
Other highlights of Friday night were Mammút and Hermigervill. Hermigervill started out by playing the theremin, something I have wanted to try for years. Mammút were just great. Recently I have listened to their 2013 album Komdu til mín svarta systir (spotify link) and I can highly recommend it.
Páll Óskar gets a special mention. He was added to the lineup last minute for Kött Grá Pje who couldn't make it west because of the weather. Páll, and his euro-dance-pop, has this special ability to make everyone feel fantastically great. And he brought lots of confetti with him. A+++ performance. 
Tumblr media
Páll Óskar
Saturday nights lineup was good as well but I must say that I enjoyed the previous night much better. The highlight must have been Dj. Flugvél og Geimskip. I had not been a fan of hers up until that point but her weird (of course just my opinion) songs which consist of random synth beats and sounds and strange lyrics about cats that are planning stuff your backyard turned me into a fan. Sadly I kind of missed the Hjaltalín show because I had left the venue during the previous performance. I heard their set and saw most of it from far away but just wish I would have been closer to the stage and able to focus more on the music. Hjaltalín is awesome.
Tumblr media
Outside view
Bottom line: Aldrei fór ég suður is great. Last weekend was fun. 
1 note · View note
hittlistinn · 10 years
Link
Bad news. A major vulnerability, known as “Heartbleed,” has been disclosed for the technology that powers encryption across the majority of the internet. That includes Tumblr.
We have no evidence of any breach and, like most networks, our team took immediate action to fix the issue.
But this...
111K notes · View notes
hittlistinn · 11 years
Text
John Grant - Live Session & Chat
Ég hef verið aðdáandi John's Grant síðan ég sá hann koma fram á Kaffi, kökur og rokk & ról tónleikum SÁÁ, snemma á síðasta ári. Hann spilaði nokkur lög í beinni útsendingu á netinu núna í vikunni og svaraði spurningum frá áhorfendum. Skelli þessu auðvitað hingað inn.
Grant hefur búið á Íslandi í þónokkurn tíma. Eftir því sem ég best veit tók hann að mestu leyti upp plötuna Pale Green Ghosts (2013) hérna á Íslandi í samstarfi við Bigga Veiru. Mamma rakst á Grant fyrr á árinu og spjallaði aðeins við hann. Hann útskýrði fyrir henni, á góðri íslensku, að fyrr um daginn hafi hann verið að læra forsetningar.
Eitt verkefni sem hann vinnur að um þessar myndir er að semja tónlist við leikrit sem Mikeal Torfason samdi (Getum við hætt að tala um Noreg?). 
Where Dreams go to Die
GMF
Glacier
It Doesn't Matter To Him
Ég þakka Bjarna fyrir ábendinguna!
0 notes
hittlistinn · 11 years
Link
Ég las þetta viðtal fyrir nokkrum dögum og datt í hug að geyma það hér. Rick Rubin, fyrir þá sem ekki vita, er einhver áhrifamesti framleiðandi (e. producer) sem sögur fara af. Hann hefur víða komið við, hjálpað tónlistarmönnum á borð við Jay-Z (99 Problems), Adele (21), Johnny Cash (American Recordings verkefnið), Red Hot Chili Peppers (Blood Sugar Sex Magik) og svo mætti lengi telja.
Rick Rubin got Black Sabbath to return to its roots. He crashed Kanye’s new album in 15 days. From Def Jam to Adele, the hit-maker gets intimate about his last 30 years—and how he’s about to make history.
Rubin "framleiddi" m.a. Reign in Blood (1986), þriðju stúdíóplötu Slayer.
0 notes
hittlistinn · 11 years
Video
vimeo
Cease to Exist
Cease to Exist er heimildarmynd frá árinu 2008 sem segir frá sambandi Charles Manson og The Beach Boys.
Dennis Wilson (trommuleikari The Beach Boys) og Manson kynntust árið 1968. Í stuttu máli er sagan á bakvið það þessi: Dennis hafði tvisvar sinnum stoppað fyrir vinkonum sem ferðuðust sem puttalingar einhversstaðar í Malibu. Í fyrra skiptið skutlaði Dennis þeim þangað sem þær ætluðu sér að fara en í seinna skiptið fóru þau heim til hans. Skömmu eftir heimkomuna varð Dennis að fara aftur út og kom hann aftur heim um klukkan 3 morguninn eftir. Þegar Dennis keyrði að heimili sínu tók hann eftir því að húsið var fullt af fólki, þar á meðal var Charles Manson.
Í framhaldi af þessu fór furðuleg atburðarás af stað og er henni ágætlega lýst í myndinni.
Manson, sem hafði reynt mikið að koma sér á framfæri sem tónlistarmaður, gaf Dennis eitt af þeim fjölmörgu lögum sem hafði samið. Upprunalega hét lagið Cease to Exist en Dennis breytti titlinum í Never Learned Not to Love. Einnig breytti Dennis texta Manson smávegis. The Beach Boys tóku lagið svo upp og kom það út á fimmtándu stúdíóplötu þeirra, 20/20 (1969). 
3 notes · View notes
hittlistinn · 11 years
Video
youtube
Disclosure - When A Fire Starts To Burn og White Noise
Hljómsveitin Disclosure stendur af bræðrunum Guy og Howard. Disclosure gaf út sína fyrstu heilu plötu, Settle, þann 3. júní.
Set inn tvö lög sem ég fílaði strax við fyrstu hlustun.
1 note · View note
hittlistinn · 11 years
Video
youtube
Jason Lytle - Wave of Mutilation (Pixies)
Nú styttist í að ég sjái Jason Lytle á tónleikum. Hann verður með tónleika á Zur Glühlampe 22. febrúar. Ég get eiginlega ekki beðið.
5 notes · View notes
hittlistinn · 11 years
Photo
Tumblr media
45 notes · View notes
hittlistinn · 12 years
Video
youtube
How To Dress Well - Ocean Floor for Everything
How To Dress Well er listamannsnafn bandaríkjamannsins Tom Krell.
HTDW gaf út sína aðra plötu, Total Loss, í september. Ég hef hlustað tvisvar sinnum á hana í heild og get sannarlega mælt með henni. Á ákveðnum tímapunkti fannst mér Total Loss hljóma eins og blanda af Prince og Sigur Rós.
Ocean Floor for Everything er uppáhalds lagið mitt, so far.
0 notes
hittlistinn · 12 years
Video
youtube
Earlimart - 97 Heart Attack
Nú á dögunum gaf bandaríska hljómsveitin Earlimart út sína sjöundu breiðskífu. Ég er búinn að hlusta á System Preferences og hún hljómar eins ósköp svipað og aðrar plötur sveitarinnar, létt popp rokk.
0 notes
hittlistinn · 12 years
Video
youtube
Jason Lytle - Dept. Of Disappearance
Það styttist í aðra sólóplötu Jason Lytle.
Dept. of Disappearance kemur út þann 16. október.
01 - Dept. of Disappearance 02 - Matterhorn 03 - Young Saints 04 - Hangtown 05 - Get Up and Go 06 - Last Problem of the Alps 07 - Willow Wand Willow Wand 08 - Somewhere There's a Someone 09 - Chopin Drives Truck to the Dump 10 - Your Final Setting Sun 11 - Gimme Click Gimme Grid 
Einhver góður maður tók saman demo og live útgáfur af þeim lögum sem Jason hefur spilað og sett á netið. Hér er hægt að hlusta á lögin (Dept. of Disappearance (Preview EP mix).
Synthar, gítarar og svo þessi rödd. Gerist ekki mikið betra.
Viðbót síðan ég skrifaði þetta
Jason Lytle, ep. II
Hægt er að hlusta á studio útgáfur af 2 lögum þarna. John's on A Mountain og Somewhere There's a Someone. 
Somewhere There’s a Someone hljómar afskaplega vel.
2 notes · View notes
hittlistinn · 12 years
Video
youtube
Nickelback - Trying Not to Love You
Hvað í fjandanum er þetta? Jason Alexander í myndbandi við lag Nickelback. 
Til að vega upp á móti þessum hryllingi set ég inn eitt uppáhalds atriðið mitt úr Seinfeld
P.s.
Chad Kroeger (aðalmaðurinn í Nickelback) og Avril Lavigne voru að trúlofa sig. Guð hjálpi okkur öllum.
0 notes
hittlistinn · 12 years
Video
youtube
Speech Debelle - I'm With It
Speech Debelle er bresk stelpa (fædd 1983) sem gaf út sína aðra plötu, Freedom of Speech, þann 13. febrúar. Áður hafði hún gefið út Speech Therapy árið 2009. Er að klára að hlusta á hann í fyrsta skipti og ég held að þetta lag standi upp úr. Shawshank Redemption hljómaði líka vel.
(p.s. ég ætla að prufa að geyma myndirnar mínar á google drifinu mínu í staðin fyrir imgur. vonandi virkar það.) - það virkaði ekki
0 notes
hittlistinn · 12 years
Text
Niðritími
Halló. Síðan hefur legið niðri í nokkrar vikur, eiginlega frá því að ég fór frá Bifröst. Síðan þá hef ég hlustað á lítið af nýrri tónlist, amk ekki nærri því eins mikið og ég gerði framan af á árinu.
Núna styttist hins vegar í það að ég fari til Berlínar og eins furðulega og það hljómar þá reikna ég með því að hafa meiri tíma til þess að hlusta á tónlist þar heldur en heima í Keflavík.
Ég flýg út þann 3. september og var að pæla í því að opna einhverja gamla tumblr síðu (sennilega bara ingieggert) og punkta þar niður hvað á daga mína drífur. Setja inn myndir og eitthvað svona. Hittlistinn verður hins vegar alltaf 'aðal' tónlistarsíðan.
Berlín er mikil menningarborg og í hverri viku er einhver hljómsveit sem ég vil sjá live með tónleika. Nú er það þannig að ég á eiginlega í vandræðum með að velja hvaða tónleika ég vil fara á. Leonard Cohen verður með tónleika þann 5. september og þann 7. er Berlin Festival. Ég reikna með því að fara á Berlin Festival en hef lent í veseni með að kaupa miða. Reyni að redda því seinna í dag.
Af öðrum tónleikum má nefna:
Graham Coxon
Kavinsky
Yeasayer
Perfume Genius
Radiohead
…And You Will Know Us by the Trail of Dead
Patrick Wolf
Hot Chip
Bon Iver
The Pains of Being Pure at Heart
Band of Horses
Beach House
Nada Surf
Purity Ring
Animal Collective
Django Django
Ég er með langan lista af tónlist sem ég vil deila á hittlistanum, mest allt nýtt (2012). Það eina sem ég þarf að gera er að setjast niður og gefa mér eins og 2klst í það að skrifa eins og 10 færslur og setja á cruise control - láta tumblr dæla færslunum út. Ég lofa engu en mig langar til þess að skrifa nokkrar færslur í dag.
Þangað til seinna.
0 notes
hittlistinn · 12 years
Video
youtube
Animal Collective - Today's Supernatural
Glænýtt lag frá Animal Collective, fyrsta smáskífan af Centipede Hz sem kemur út þann 3. september. 
Hljómsveitin verður með tónleika í Berlín 18. nóvember. Ég er að pæla í því að skella mér.
0 notes
hittlistinn · 12 years
Video
youtube
The Killers - Runaways
Sigurjón póstaði þessu á facebook rétt áðan. Glænýtt lag með The Killers.
Þeir munu spila á Berlin Festival sem fer fram dagana 7.-8. september. Hver veit nema ég fari þangað? Það stefnir meira að segja bara allt í það.
0 notes